Starfsmaður forseta áminntur vegna kynferðislegrar áreitni Jakob Bjarnar skrifar 4. október 2019 14:48 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ætlar að gefa starfsmanni sem uppvís var að kynferðislegri áreitni eitt tækifæri til að bæta ráð sitt áður en til brottreksturs kemur. vísir/vilhelm Forseti Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Fréttablaðsins sem birtist í morgun þess efnis að starfsmaður forsetaembættisins hafi gerst sekur um kynferðislega áreitni. Í yfirlýsingunni er þetta staðfest og upplýst að einn starfsmaður hafi gerst sekur um kynferðislega áreitni í vinnu- og námsferð starfsmanna embættisins til Parísar um miðjan september.Óþolandi framkoma „Vegna fréttar á vef Fréttablaðsins í dag um vinnu- og námsferð starfsmanna embættis forseta Íslands til Parísar 13.-16. september síðastliðinn skal þetta tekið fram: Í ferðinni varð einn starfsmaður embættisins sekur um óþolandi athæfi gagnvart tveimur í ferðahópnum, kynferðislega áreitni í opnu rými og annað háttalag sem aldrei verður fallist á að afsaka megi á nokkurn hátt,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er greint frá því að eftir að heim var komið hafi embættið gripið til viðeigandi aðgerða, eins og það er orðað og þá með hliðsjón af stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. „Um leið og ég varð áskynja um það ólíðandi athæfi sem viðhaft var aflaði ég mér allra mögulegra upplýsinga, meðal annars með viðtölum við alla þá sem málið varðaði. Starfsmaðurinn fór í leyfi og forsetaritari veitti honum skriflega áminningu,“ segir í yfirlýsingu Guðna Th. Jóhannessonar og ljóst að forsetinn hefur tekið fast í taumana.Samþykkt að gefa manninum eitt tækifæri í viðbót „Auk þess var starfsmanninum gert ljóst að ekki yrði látið þar við sitja. Í framhaldinu hefur viðkomandi starfsmaður beðið hlutaðeigandi afsökunar og leitað sér sérfræðiaðstoðar. Þeir aðilar sem brotið var gegn ‒ ágætt samstarfsfólk mitt ‒ hafa í öllu ferlinu verið upplýstir um stöðu og þróun mála og hafa fallist á þær ákvarðanir sem teknar hafa verið, án þess auðvitað að þurfa að bera að nokkru leyti ábyrgð á brotum sem þeir þurftu að þola.“ Í yfirlýsingu segir að endingu að formlegu ferli málsins sé nú og þannig lokið með samþykki allra þeirra aðila sem málið varðar og starfsmanni var heimilað að snúa aftur til starfa að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Níu af ellefu starfsmönnum embættisins fóru í ferðina til Parísar og greiddu sjálfir kostnað vegna flugs og gistingar segir í svari forsetaskrifstofunnar við fyrirspurn Vísis. Forseti Íslands MeToo Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Forseti Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Fréttablaðsins sem birtist í morgun þess efnis að starfsmaður forsetaembættisins hafi gerst sekur um kynferðislega áreitni. Í yfirlýsingunni er þetta staðfest og upplýst að einn starfsmaður hafi gerst sekur um kynferðislega áreitni í vinnu- og námsferð starfsmanna embættisins til Parísar um miðjan september.Óþolandi framkoma „Vegna fréttar á vef Fréttablaðsins í dag um vinnu- og námsferð starfsmanna embættis forseta Íslands til Parísar 13.-16. september síðastliðinn skal þetta tekið fram: Í ferðinni varð einn starfsmaður embættisins sekur um óþolandi athæfi gagnvart tveimur í ferðahópnum, kynferðislega áreitni í opnu rými og annað háttalag sem aldrei verður fallist á að afsaka megi á nokkurn hátt,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er greint frá því að eftir að heim var komið hafi embættið gripið til viðeigandi aðgerða, eins og það er orðað og þá með hliðsjón af stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. „Um leið og ég varð áskynja um það ólíðandi athæfi sem viðhaft var aflaði ég mér allra mögulegra upplýsinga, meðal annars með viðtölum við alla þá sem málið varðaði. Starfsmaðurinn fór í leyfi og forsetaritari veitti honum skriflega áminningu,“ segir í yfirlýsingu Guðna Th. Jóhannessonar og ljóst að forsetinn hefur tekið fast í taumana.Samþykkt að gefa manninum eitt tækifæri í viðbót „Auk þess var starfsmanninum gert ljóst að ekki yrði látið þar við sitja. Í framhaldinu hefur viðkomandi starfsmaður beðið hlutaðeigandi afsökunar og leitað sér sérfræðiaðstoðar. Þeir aðilar sem brotið var gegn ‒ ágætt samstarfsfólk mitt ‒ hafa í öllu ferlinu verið upplýstir um stöðu og þróun mála og hafa fallist á þær ákvarðanir sem teknar hafa verið, án þess auðvitað að þurfa að bera að nokkru leyti ábyrgð á brotum sem þeir þurftu að þola.“ Í yfirlýsingu segir að endingu að formlegu ferli málsins sé nú og þannig lokið með samþykki allra þeirra aðila sem málið varðar og starfsmanni var heimilað að snúa aftur til starfa að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Níu af ellefu starfsmönnum embættisins fóru í ferðina til Parísar og greiddu sjálfir kostnað vegna flugs og gistingar segir í svari forsetaskrifstofunnar við fyrirspurn Vísis.
Forseti Íslands MeToo Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira