Óvíst er hvort markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson geti verið með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Frakklandi og Andorra í undankeppni EM 2020.
Unnusta Rúnars á von á barni á næstu dögum.
„Það er óvissa með hann. Hann á að eignast barn í næstu viku,“ sagði Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, á blaðamannafundinum í dag þar sem landsliðshópurinn var tilkynntur.
„Ef barnið verður komið í heiminn fyrir sunnudaginn verður hann með. Annars verður hann áfram úti hjá unnustu sinni.“
Auk Rúnars eru Hannes Þór Halldórsson og Ögmundur Kristinsson markverðir í íslenska hópnum.
