Hið óumdeilda hreyfiafl Lilja Alfreðsdóttir skrifar 4. október 2019 07:00 Allir muna eftir besta kennaranum sínum, ekki vegna þess sem hann kenndi heldur hvernig hann fékk nemendur til að hugsa. Einmitt þessi hæfileiki – að kunna að hugsa – skiptir sífellt meira máli nú um stundir þegar örar byltingar í samtímanum gera margt af því sem við lærum í skólanum úrelt á svo skömmum tíma. Þegar við upplifum eitthvað sem veitir okkur innblástur eða hreyfir við okkur tengjumst við sköpunarkrafti sem býr innra með okkur öllum. Mikilvægi þess að rækta sköpunina, í hvaða formi sem er, hefur á undanförnum árum orðið fleirum ljóst. Við vitum að sköpun hefur ekki aðeins menningarlegt gildi, heldur eru skapandi greinar af ýmsum toga mikilvæg stoð í atvinnulífinu. Þær skapa þúsundir starfa og milljarða í útflutningstekjur, sem skipta verulegu máli fyrir samfélagið. Við viljum líka að menntun ýti undir sköpunarkraft barna, ungmenna, starfs- og háskólanema, en mennti ekki sköpunarkraftinn úr þeim sem móta munu framtíð lands og þjóðar. Þar leika kennarar stórt hlutverk enda gegna þeir mikilvægasta starfinu í okkar samfélagi. Á morgun er Alþjóðlegur dagur kennara en af því tilefni hélt Kennarasamband Íslands Skólamálaþing sitt í vikunni. Viðfangsefni þess var framtíð kennarastarfsins og hlutverk ungra kennara. Áskoranir okkar nú og ekki síður þær sem framtíðin mun færa, krefjast nýrra nálgana og aðferða og verkfæra – ekki síst fyrir kennara. Þar er skapandi og gagnrýnin hugsun bæði nauðsyn og markmið. Sköpun er óumdeilt hreyfiafl og nú keppast þjóðir heims við að virkja sköpunarkrafta sína. Árangur þess mun ráða miklu um samkeppnisfærni þeirra á 21. öldinni, um samfélagslega hagsæld og velferð í hverju landi. Íslensk stjórnvöld hafa þegar gripið til ýmissa aðgerða er að því snúa. Hvert og eitt okkar býr yfir hæfileikum til að láta gott af okkur leiða í samfélaginu. Áhugasviðin eru ólík, ástríðan liggur á ólíkum sviðum og við höfum ólíkar skoðanir. Í því liggja óendanleg verðmæti, bæði menningar- og efnahagsleg. Ég óska kennurum innilega til hamingju með Kennaradaginn, þakka þeim þeirra gjöfula og mikilvæga starf, og hvet til þess að við finnum öll og setjum sköpunina hið innra í forgang í skólum sem og annars staðar.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Allir muna eftir besta kennaranum sínum, ekki vegna þess sem hann kenndi heldur hvernig hann fékk nemendur til að hugsa. Einmitt þessi hæfileiki – að kunna að hugsa – skiptir sífellt meira máli nú um stundir þegar örar byltingar í samtímanum gera margt af því sem við lærum í skólanum úrelt á svo skömmum tíma. Þegar við upplifum eitthvað sem veitir okkur innblástur eða hreyfir við okkur tengjumst við sköpunarkrafti sem býr innra með okkur öllum. Mikilvægi þess að rækta sköpunina, í hvaða formi sem er, hefur á undanförnum árum orðið fleirum ljóst. Við vitum að sköpun hefur ekki aðeins menningarlegt gildi, heldur eru skapandi greinar af ýmsum toga mikilvæg stoð í atvinnulífinu. Þær skapa þúsundir starfa og milljarða í útflutningstekjur, sem skipta verulegu máli fyrir samfélagið. Við viljum líka að menntun ýti undir sköpunarkraft barna, ungmenna, starfs- og háskólanema, en mennti ekki sköpunarkraftinn úr þeim sem móta munu framtíð lands og þjóðar. Þar leika kennarar stórt hlutverk enda gegna þeir mikilvægasta starfinu í okkar samfélagi. Á morgun er Alþjóðlegur dagur kennara en af því tilefni hélt Kennarasamband Íslands Skólamálaþing sitt í vikunni. Viðfangsefni þess var framtíð kennarastarfsins og hlutverk ungra kennara. Áskoranir okkar nú og ekki síður þær sem framtíðin mun færa, krefjast nýrra nálgana og aðferða og verkfæra – ekki síst fyrir kennara. Þar er skapandi og gagnrýnin hugsun bæði nauðsyn og markmið. Sköpun er óumdeilt hreyfiafl og nú keppast þjóðir heims við að virkja sköpunarkrafta sína. Árangur þess mun ráða miklu um samkeppnisfærni þeirra á 21. öldinni, um samfélagslega hagsæld og velferð í hverju landi. Íslensk stjórnvöld hafa þegar gripið til ýmissa aðgerða er að því snúa. Hvert og eitt okkar býr yfir hæfileikum til að láta gott af okkur leiða í samfélaginu. Áhugasviðin eru ólík, ástríðan liggur á ólíkum sviðum og við höfum ólíkar skoðanir. Í því liggja óendanleg verðmæti, bæði menningar- og efnahagsleg. Ég óska kennurum innilega til hamingju með Kennaradaginn, þakka þeim þeirra gjöfula og mikilvæga starf, og hvet til þess að við finnum öll og setjum sköpunina hið innra í forgang í skólum sem og annars staðar.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun