Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 19:21 Íslenskur netöryggissérfræðingur telur líklegt að Íslendingar eigi þátt í hrinu umfangsmikilla tölvuinnbrota hjá fyrirtækjum undanfarið. Þá séu líkur á að innbrot af þessu tagi verði algengari þar sem þjófarnir eygi mikla gróðavon í þeim. Fréttastofa Stöðvar sagði frá því í kvöld að erlendir tölvuþrjótar sviku nærri því níu hundruð milljónir króna út úr móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Málið teygi anga sína til Asíu. Skammt er síðan greint var frá svipuðu innbroti þar sem um fjögur hundruð milljónir voru sviknar út úr HS Orku. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segist spyrja sig að því hvort að ekki sé líklegt að Íslendingar komi nálægt svikum af þessu tagi. „Ég hef ekki trú á því að Google Translate sé það gott í dag að það geti skilað af sér óaðfinnanlegri íslensku með okkar flóknu málfræði,“ segir Valdimar og vísar til þess að svikapóstar tölvuþrjóta séu orðnir fágaðri en þeir voru áður. Spurður að því hvort að þjófnaðir og svik af þessu tagi verði algengari segist Valdimar hafa trú á því enda sé eftir miklu að slægjast fyrir þjófana, sérstaklega ef þeir koma frá löndum þar sem mann hafa ekki mikið umleikis. „Ég tala ekki um þessar upphæðir sem við erum að tala um í dag í hundruðum milljóna,“ segir hann. Tilhneiging sé hjá fyrirtækjum að vilja ekki segja frá því þegar þau verða fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Valdimar segir hins vegar að það yrði til bóta að opna umræðugrundvöll svo fyrirtæki geti lært hvert af öðru. „Oft eru þetta sömu mistökin sem eiga sér stað hjá mismunandi fyrirtækjum. Ef að eitt fyrirtæki verður fyrir barðinu á tölvuþrjótum þá væri gott að reyna að vara aðra við gagnvart sams konar broti,“ segir hann. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Íslenskur netöryggissérfræðingur telur líklegt að Íslendingar eigi þátt í hrinu umfangsmikilla tölvuinnbrota hjá fyrirtækjum undanfarið. Þá séu líkur á að innbrot af þessu tagi verði algengari þar sem þjófarnir eygi mikla gróðavon í þeim. Fréttastofa Stöðvar sagði frá því í kvöld að erlendir tölvuþrjótar sviku nærri því níu hundruð milljónir króna út úr móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Málið teygi anga sína til Asíu. Skammt er síðan greint var frá svipuðu innbroti þar sem um fjögur hundruð milljónir voru sviknar út úr HS Orku. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segist spyrja sig að því hvort að ekki sé líklegt að Íslendingar komi nálægt svikum af þessu tagi. „Ég hef ekki trú á því að Google Translate sé það gott í dag að það geti skilað af sér óaðfinnanlegri íslensku með okkar flóknu málfræði,“ segir Valdimar og vísar til þess að svikapóstar tölvuþrjóta séu orðnir fágaðri en þeir voru áður. Spurður að því hvort að þjófnaðir og svik af þessu tagi verði algengari segist Valdimar hafa trú á því enda sé eftir miklu að slægjast fyrir þjófana, sérstaklega ef þeir koma frá löndum þar sem mann hafa ekki mikið umleikis. „Ég tala ekki um þessar upphæðir sem við erum að tala um í dag í hundruðum milljóna,“ segir hann. Tilhneiging sé hjá fyrirtækjum að vilja ekki segja frá því þegar þau verða fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Valdimar segir hins vegar að það yrði til bóta að opna umræðugrundvöll svo fyrirtæki geti lært hvert af öðru. „Oft eru þetta sömu mistökin sem eiga sér stað hjá mismunandi fyrirtækjum. Ef að eitt fyrirtæki verður fyrir barðinu á tölvuþrjótum þá væri gott að reyna að vara aðra við gagnvart sams konar broti,“ segir hann.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00
Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15