Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2019 15:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallar eftir því að yfirvöld í Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump, og son hans, Hunter Biden. Sömuleiðis kallar hann eftir því að yfirvöld í Úkraínu rannsaki feðgana. Um er að ræða viðbrögð Trump við ákæruferli Demókrata á hendur Trump fyrir embættisbrot. Trump óskaði í símtali við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í sumar eftir rannsókn á meintum óeðlilegum afskiptum Joe Biden þar í landi. Skömmu áður hafði Trump fryst hundrað milljóna dala hernaðaraðstoð sem samþykkt hafði verið til Úkraínu. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna er ólöglegt að þiggja hjálp erlends ríkis í kosningum. Biden þykir líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna 2020. Ákall forsetans um rannsókn Kínverja kom óumbeðið þegar Trump var spurður út í nákvæmlega hvað hann vildi frá Zelensky. „Kína ætti að hefja rannsókn á Biden-feðgunum,“ sagði hann. Hann sagðist ekki hafa beðið Xi Jinping, forseta Kína, um að hefja slíka rannsókn, „enn sem komið er“ og sagðist ætla að hugsa um það. Þá gaf Trump í skyn að Kína hefði einhvern veginn fengið góðan viðskiptasamning við Bandaríkin út af Biden-feðgunum. Trump og bandamenn hans halda því fram að Hunter Biden, sonur Joes Biden, hafi nýtt stöðu föður síns til að sannfæra Kínverja um að fjárfesta fyrir einn og hálfan milljarð dala í fjárfestingarfélagi sem hann átti hlut í.Wow. Here's Trump making a veiled threat that China should start investigating the Bidens because "I'm sure President XI does not like being under that kind of scrutiny ... they call that a payoff." pic.twitter.com/WhJN4gn1yW— Aaron Rupar (@atrupar) October 3, 2019 Bandaríkin Donald Trump Kína Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01 Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00 Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00 Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59 Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallar eftir því að yfirvöld í Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump, og son hans, Hunter Biden. Sömuleiðis kallar hann eftir því að yfirvöld í Úkraínu rannsaki feðgana. Um er að ræða viðbrögð Trump við ákæruferli Demókrata á hendur Trump fyrir embættisbrot. Trump óskaði í símtali við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í sumar eftir rannsókn á meintum óeðlilegum afskiptum Joe Biden þar í landi. Skömmu áður hafði Trump fryst hundrað milljóna dala hernaðaraðstoð sem samþykkt hafði verið til Úkraínu. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna er ólöglegt að þiggja hjálp erlends ríkis í kosningum. Biden þykir líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna 2020. Ákall forsetans um rannsókn Kínverja kom óumbeðið þegar Trump var spurður út í nákvæmlega hvað hann vildi frá Zelensky. „Kína ætti að hefja rannsókn á Biden-feðgunum,“ sagði hann. Hann sagðist ekki hafa beðið Xi Jinping, forseta Kína, um að hefja slíka rannsókn, „enn sem komið er“ og sagðist ætla að hugsa um það. Þá gaf Trump í skyn að Kína hefði einhvern veginn fengið góðan viðskiptasamning við Bandaríkin út af Biden-feðgunum. Trump og bandamenn hans halda því fram að Hunter Biden, sonur Joes Biden, hafi nýtt stöðu föður síns til að sannfæra Kínverja um að fjárfesta fyrir einn og hálfan milljarð dala í fjárfestingarfélagi sem hann átti hlut í.Wow. Here's Trump making a veiled threat that China should start investigating the Bidens because "I'm sure President XI does not like being under that kind of scrutiny ... they call that a payoff." pic.twitter.com/WhJN4gn1yW— Aaron Rupar (@atrupar) October 3, 2019
Bandaríkin Donald Trump Kína Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01 Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00 Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00 Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59 Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01
Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00
Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00
Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59
Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08