Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. október 2019 07:30 Lífsgæði Sigurðar versnuðu talsvert eftir útboð Sjúkratrygginga í fyrra. „Þeir koma bara af fjöllum að það sé einhver að kvarta,“ segir Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi en hefur ekki fengið þá tegund sem honum hentar best síðan í fyrra eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Undanfarin tíu ár hefur Sigurður þurft að þræða þvaglegg fjórum til sex sinnum á dag inn að þvagblöðrunni til þess að geta tæmt hana. Hann kveðst fljótlega hafa fundið út að ein tegund þvagleggja hafði minnst óþægindi í för með sér fyrir hann. Í nóvember í fyrra hafi honum verið tilkynnt að tegundin yrði ekki lengur á boðstólum. Sigurður kveðst hafa fengið þær skýringar frá Sjúkratryggingum að fagnefnd hafi metið leggina sem voru í boði og talið þá standast umbeðnar öryggiskröfur. „Þær tengjast fyrst og fremst sýkingarhættu en þeir hugsa eiginlega ekkert um þægindin, eins og fyrir mig sem vinnandi mann,“ segir hann. Leggirnir sem Sigurður notar í dag segir hann að séu miklu lengri og mun óþægilegri. „Það er erfiðara að nota þá. Þeir bogna og beygjast þegar maður er að þræða upp í. Hinn var stinnari þannig að það var auðveldara að stýra honum,“ lýsir hann. Fyrri tegundin hafi verið í litlum staukum og miklu meðfærilegri. Hann er grunnskólakennari á Selfossi og segist reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Nýja gerðin sé fyrirferðarmikil og óþægileg á ferðalögum til að mynda.Þvagleggirnir í grænu umbúðunum eru þeir sem Sigurður Halldór notaði áður. Leggirnir til vinstri eru þeir sem hann verður að nota í dag.Í yfirlýsingu í desember í fyrra eftir kvartanir frá sérfræðilækni og Sjálfsbjörg sögðu Landspítalinn og Sjúkratryggingar Íslands að ekki hafi borist gilt tilboð í umrædda vöru. Þar með væri ekki heimilt að kaupa hana. „Landspítali og SÍ harma þann misskilning sem einkennt hefur umræðuna.“ Sigurður kveður Icepharma, sem flytur inn þá þvagleggi sem hann notaði áður, ekki sammála því að tilboð fyrirtækisins hafi verið ógilt. Hann hafi heyrt að leggirnir sem hann notaði áður hafi verið dýrari og átt hafi að spara. Sjúkratryggingar greiða þvagleggi að fullu fyrir notendur. Segir Sigurður sig kosta ríkið rúmlega eina milljón krónur á ári. Hann hafi ekki ráð á að greiða eldri tegundina úr eigin vasa en hafi spurt hvort hann gæti fengið upphæðina frá Sjúkratryggingum og greitt þá mismuninn sjálfur. „Það er ekki í boði þannig að hendur mínar eru algerlega bundnar,“ segir hann. Sigurður segist hafa komist að því að framlengja ætti rammsamninginn frá í fyrra um þrjú ár. Hann hafi því nýlega reynt að að ýta aftur við SÍ. „Viðbrögðin voru eiginlega bara „computer says no“, útskýrir hann. „Það sem ég set helsta spurningarmerkið við er að við þvagleggjanotendur vorum aldrei spurðir hvað okkur finnst best. Ég geri ekki lítið úr reynslu bæklunarhjúkrunarfræðinga og bæklunarlækna en þeir eru nú kannski ekki að nota þessar græjur alla daga,“ segir Sigurður. Ekki liggur fyrir hversu margir nota þvagleggi reglulega. Sigurður telur þá skipta nokkrum hundruðum. Hann hefur nú stofnað vefsíðu og einnig lokaða síðu á Facebook fyrir hópinn undir umræðu um sameiginlega hagsmuni. Níu hafa skráð sig í hópinn og eru þar byrjaðir að deila reynslu sinni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
„Þeir koma bara af fjöllum að það sé einhver að kvarta,“ segir Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi en hefur ekki fengið þá tegund sem honum hentar best síðan í fyrra eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Undanfarin tíu ár hefur Sigurður þurft að þræða þvaglegg fjórum til sex sinnum á dag inn að þvagblöðrunni til þess að geta tæmt hana. Hann kveðst fljótlega hafa fundið út að ein tegund þvagleggja hafði minnst óþægindi í för með sér fyrir hann. Í nóvember í fyrra hafi honum verið tilkynnt að tegundin yrði ekki lengur á boðstólum. Sigurður kveðst hafa fengið þær skýringar frá Sjúkratryggingum að fagnefnd hafi metið leggina sem voru í boði og talið þá standast umbeðnar öryggiskröfur. „Þær tengjast fyrst og fremst sýkingarhættu en þeir hugsa eiginlega ekkert um þægindin, eins og fyrir mig sem vinnandi mann,“ segir hann. Leggirnir sem Sigurður notar í dag segir hann að séu miklu lengri og mun óþægilegri. „Það er erfiðara að nota þá. Þeir bogna og beygjast þegar maður er að þræða upp í. Hinn var stinnari þannig að það var auðveldara að stýra honum,“ lýsir hann. Fyrri tegundin hafi verið í litlum staukum og miklu meðfærilegri. Hann er grunnskólakennari á Selfossi og segist reyna að lifa sem eðlilegustu lífi. Nýja gerðin sé fyrirferðarmikil og óþægileg á ferðalögum til að mynda.Þvagleggirnir í grænu umbúðunum eru þeir sem Sigurður Halldór notaði áður. Leggirnir til vinstri eru þeir sem hann verður að nota í dag.Í yfirlýsingu í desember í fyrra eftir kvartanir frá sérfræðilækni og Sjálfsbjörg sögðu Landspítalinn og Sjúkratryggingar Íslands að ekki hafi borist gilt tilboð í umrædda vöru. Þar með væri ekki heimilt að kaupa hana. „Landspítali og SÍ harma þann misskilning sem einkennt hefur umræðuna.“ Sigurður kveður Icepharma, sem flytur inn þá þvagleggi sem hann notaði áður, ekki sammála því að tilboð fyrirtækisins hafi verið ógilt. Hann hafi heyrt að leggirnir sem hann notaði áður hafi verið dýrari og átt hafi að spara. Sjúkratryggingar greiða þvagleggi að fullu fyrir notendur. Segir Sigurður sig kosta ríkið rúmlega eina milljón krónur á ári. Hann hafi ekki ráð á að greiða eldri tegundina úr eigin vasa en hafi spurt hvort hann gæti fengið upphæðina frá Sjúkratryggingum og greitt þá mismuninn sjálfur. „Það er ekki í boði þannig að hendur mínar eru algerlega bundnar,“ segir hann. Sigurður segist hafa komist að því að framlengja ætti rammsamninginn frá í fyrra um þrjú ár. Hann hafi því nýlega reynt að að ýta aftur við SÍ. „Viðbrögðin voru eiginlega bara „computer says no“, útskýrir hann. „Það sem ég set helsta spurningarmerkið við er að við þvagleggjanotendur vorum aldrei spurðir hvað okkur finnst best. Ég geri ekki lítið úr reynslu bæklunarhjúkrunarfræðinga og bæklunarlækna en þeir eru nú kannski ekki að nota þessar græjur alla daga,“ segir Sigurður. Ekki liggur fyrir hversu margir nota þvagleggi reglulega. Sigurður telur þá skipta nokkrum hundruðum. Hann hefur nú stofnað vefsíðu og einnig lokaða síðu á Facebook fyrir hópinn undir umræðu um sameiginlega hagsmuni. Níu hafa skráð sig í hópinn og eru þar byrjaðir að deila reynslu sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira