Samgöngustofa fylgist spennt með notkun rafrænna ökuskírteina í Noregi Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. október 2019 06:00 Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Vísir/ÞÞ Um 670 þúsund Norðmenn sóttu sér rafrænt ökuskírteini í símann sinn fyrsta sólarhringinn eftir að þjónustunni var hleypt af stokkunum síðastliðinn þriðjudag. Er Noregur fyrsta ríki Evrópu sem býður upp á slíka lausn fyrir alla handhafa ökuskírteina. Í sumum fylkja Bandaríkjanna er boðið upp á rafræn ökuskírteini og þá er stefnt að upptöku þeirra í Finnlandi næsta vor en tilraunaútgáfa smáforrits hefur verið í notkun um tíma. Það tók aðeins tíu mánuði í Noregi að koma þjónustunni á frá því að ákvörðun lá fyrir. Bodil Rønning Dreyer, forstjóri norsku vegagerðarinnar sem hefur umsjón með útgáfu ökuskírteina, segir þessi viðbrögð framar öllum vonum en alls eru 2,2 milljónir með ökuskírteini í Noregi. Elsti notandinn sem sótti smáforrit með ökuskírteini í símann sinn er 95 ára en alls höfðu tíu ökumenn eldri en 90 ára sótt rafrænt skírteini. Aðeins verður hægt að nota rafræna skírteinið við akstur í Noregi og gildir það aðeins sem skilríki þegar ökumenn eru stöðvaðir í umferðinni. Sýslumenn sjá um útgáfu ökuskírteina á Íslandi í umboði Ríkislögreglustjóra en svör við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort rafræn ökuskírteini væru til skoðunar hérlendis höfðu ekki borist í gær. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að það verði virkilega spennandi að fylgjast með því hvernig verkefnið gangi í Noregi. „Við sjáum það auðvitað að hin stafræna vegferð er það sem mun gagnast notandanum vel og verða til hagsbóta fyrir samfélagið allt og stofnanir þess.“ Birtist í Fréttablaðinu Noregur Samgöngur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Um 670 þúsund Norðmenn sóttu sér rafrænt ökuskírteini í símann sinn fyrsta sólarhringinn eftir að þjónustunni var hleypt af stokkunum síðastliðinn þriðjudag. Er Noregur fyrsta ríki Evrópu sem býður upp á slíka lausn fyrir alla handhafa ökuskírteina. Í sumum fylkja Bandaríkjanna er boðið upp á rafræn ökuskírteini og þá er stefnt að upptöku þeirra í Finnlandi næsta vor en tilraunaútgáfa smáforrits hefur verið í notkun um tíma. Það tók aðeins tíu mánuði í Noregi að koma þjónustunni á frá því að ákvörðun lá fyrir. Bodil Rønning Dreyer, forstjóri norsku vegagerðarinnar sem hefur umsjón með útgáfu ökuskírteina, segir þessi viðbrögð framar öllum vonum en alls eru 2,2 milljónir með ökuskírteini í Noregi. Elsti notandinn sem sótti smáforrit með ökuskírteini í símann sinn er 95 ára en alls höfðu tíu ökumenn eldri en 90 ára sótt rafrænt skírteini. Aðeins verður hægt að nota rafræna skírteinið við akstur í Noregi og gildir það aðeins sem skilríki þegar ökumenn eru stöðvaðir í umferðinni. Sýslumenn sjá um útgáfu ökuskírteina á Íslandi í umboði Ríkislögreglustjóra en svör við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort rafræn ökuskírteini væru til skoðunar hérlendis höfðu ekki borist í gær. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að það verði virkilega spennandi að fylgjast með því hvernig verkefnið gangi í Noregi. „Við sjáum það auðvitað að hin stafræna vegferð er það sem mun gagnast notandanum vel og verða til hagsbóta fyrir samfélagið allt og stofnanir þess.“
Birtist í Fréttablaðinu Noregur Samgöngur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira