Óvissa með framhaldið eftir eldflaugaskot Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. október 2019 18:30 Talið er að Norður-Kórea hafi skotið eldflaug úr einum kafbáta sinna í nótt. Það verður ekki annað sagt en að tímasetning skotsins sé einkennileg. Þá sérstaklega í ljósi þess að viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans eiga að hefjast á ný á föstudaginn. Frost hefur verið í viðræðunum við Bandaríkin frá því fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og norðurkóreska einræðisherrans Kim Jong-un lauk án nokkurs konar samkomulags í febrúar. Norður-Kóreumenn eru hins vegar bjartsýnir fyrir viðræður föstudagsins. Pyongyang Times, málgagn norðurkóreska ríkisins á ensku, birti frétt þess efnis í dag. Haft var eftir Choe Son Hui varautanríkisráðherra að búist sé við því að viðræðurnar muni nú komast á skrið.Reiði í Japan En eldflaugaskotið gæti breytt þessu. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans og bandamaður Trumps, fordæmdi skotið harðlega. „Við munum halda áfram að vinna með Bandaríkjunum og alþjóðasamfélaginu og gera okkar besta til þess að tryggja öryggi landsmanna,“ sagði Japaninn aukinheldur. Yoshide Suga, talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði frá því að eldflaug Norður-Kóreumanna hafi lent í japanskri landhelgi en þetta er ellefta eldflaugatilraun einræðisríkisins á árinu.Mögulega svar við nýjum þotum Setja má skotið í samhengi við það að Suður-Kóreumenn fögnuðu í gær degi suðurkóreska hersins. Þar voru til sýnis nýkeyptar, bandarískar F-35 herþotur. Norður-Kóreumenn gagnrýndu kaupin á sínum tíma og sögðu til þess fallin að auka á spennuna. Bandaríkin Japan Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Fleiri fréttir Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Sjá meira
Talið er að Norður-Kórea hafi skotið eldflaug úr einum kafbáta sinna í nótt. Það verður ekki annað sagt en að tímasetning skotsins sé einkennileg. Þá sérstaklega í ljósi þess að viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans eiga að hefjast á ný á föstudaginn. Frost hefur verið í viðræðunum við Bandaríkin frá því fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og norðurkóreska einræðisherrans Kim Jong-un lauk án nokkurs konar samkomulags í febrúar. Norður-Kóreumenn eru hins vegar bjartsýnir fyrir viðræður föstudagsins. Pyongyang Times, málgagn norðurkóreska ríkisins á ensku, birti frétt þess efnis í dag. Haft var eftir Choe Son Hui varautanríkisráðherra að búist sé við því að viðræðurnar muni nú komast á skrið.Reiði í Japan En eldflaugaskotið gæti breytt þessu. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans og bandamaður Trumps, fordæmdi skotið harðlega. „Við munum halda áfram að vinna með Bandaríkjunum og alþjóðasamfélaginu og gera okkar besta til þess að tryggja öryggi landsmanna,“ sagði Japaninn aukinheldur. Yoshide Suga, talsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði frá því að eldflaug Norður-Kóreumanna hafi lent í japanskri landhelgi en þetta er ellefta eldflaugatilraun einræðisríkisins á árinu.Mögulega svar við nýjum þotum Setja má skotið í samhengi við það að Suður-Kóreumenn fögnuðu í gær degi suðurkóreska hersins. Þar voru til sýnis nýkeyptar, bandarískar F-35 herþotur. Norður-Kóreumenn gagnrýndu kaupin á sínum tíma og sögðu til þess fallin að auka á spennuna.
Bandaríkin Japan Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Fleiri fréttir Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Sjá meira
Skutu eldflaug úr kafbáti Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem einræðisríkið gerir tilraunir með slíkar eldflaugar og að þessu sinni var það gert nokkrum dögum áður en viðræður við Bandaríkin um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun ríkisins hefjast að nýju. 2. október 2019 10:22