Kallar eftir alvöru samráði, ekki sýndarsamráði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. október 2019 20:00 Una Hildardóttir er formaður Landssamtaka ungmennafélaga og varaþingmaður VG. Gera þarf róttækar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur segir félags- og barnamálaráðherra. Formaður Landssambands ungmennafélaga segir mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðkomu að því þegar gera á breytingar sem þau varðar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir tímabært að gera breytingar á kerfinu um alla þjónustu við börn enda hafi verið ákveðnir múrar á milli kerfa. „Við sjáum það að til að mynda börn sem þarfnast mikillar sérhæfðrar þjónustu, eru með fjölþættan vanda, að foreldrar þeirra og börnin þurfa að leita í þjónustu mjög víða í kerfinu,“ segir Ásmundur. Þessu þurfi að bregðast við en áform um breytingar voru kynnt á ráðstefnu í Hörpu í dag.Sjá einnig: Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur„Við erum í rauninni að boða hérna, eftir samráð og samvinnu fimm ráðuneyta og fulltrúa allra stjórnmálaflokka, er í rauninni nýtt stig eða nýtt kerfi í þjónustu við börn sem að miðar að því að kerfið gangi þvert á öll kerfi. Og ætlum að leggja slíkt fram í sérstöku lagafrumvarpi þannig að hin ólíku kerfi innan ólíkra ráðuneyta starfi saman að velferð barna í meira mæli en gert er í dag,“ segir Ásmundur. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/EgillUna Hildardóttir, formaður Landssamtaka ungmennafélaga, segir mikilvægt að hlustað sé á raddir ungs fólks í þeirri vinnu en samtökin stóðu að ráðstefnunni í dag í samstarfi við ráðuneytið. Hún segir að það þurfi alvöru samráð, ekki sýndarsamráð, við unga fólkið. „Það er ofboðslega stór hópur ungs fólks sem að virðist svolítið gleymast og það er sérstaklega, eins og er talað um, að eftir 18 ára þá er einmitt klippt á eiginlega allt öryggisnetið. Og við vildum svolítið koma að þessu með svolítið hliðsjón ungmenna á aldrinum 16 til 30 sem er svolítið okkar hópur,“ segir Una. Þessi hópur eigi það til að lenda ámilli kerfa. Ráðherra kveðst sammála því að hlusta þurfi á sjónarmið barna og ungmenna. Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Skóla - og menntamál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Gera þarf róttækar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur segir félags- og barnamálaráðherra. Formaður Landssambands ungmennafélaga segir mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðkomu að því þegar gera á breytingar sem þau varðar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra segir tímabært að gera breytingar á kerfinu um alla þjónustu við börn enda hafi verið ákveðnir múrar á milli kerfa. „Við sjáum það að til að mynda börn sem þarfnast mikillar sérhæfðrar þjónustu, eru með fjölþættan vanda, að foreldrar þeirra og börnin þurfa að leita í þjónustu mjög víða í kerfinu,“ segir Ásmundur. Þessu þurfi að bregðast við en áform um breytingar voru kynnt á ráðstefnu í Hörpu í dag.Sjá einnig: Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur„Við erum í rauninni að boða hérna, eftir samráð og samvinnu fimm ráðuneyta og fulltrúa allra stjórnmálaflokka, er í rauninni nýtt stig eða nýtt kerfi í þjónustu við börn sem að miðar að því að kerfið gangi þvert á öll kerfi. Og ætlum að leggja slíkt fram í sérstöku lagafrumvarpi þannig að hin ólíku kerfi innan ólíkra ráðuneyta starfi saman að velferð barna í meira mæli en gert er í dag,“ segir Ásmundur. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/EgillUna Hildardóttir, formaður Landssamtaka ungmennafélaga, segir mikilvægt að hlustað sé á raddir ungs fólks í þeirri vinnu en samtökin stóðu að ráðstefnunni í dag í samstarfi við ráðuneytið. Hún segir að það þurfi alvöru samráð, ekki sýndarsamráð, við unga fólkið. „Það er ofboðslega stór hópur ungs fólks sem að virðist svolítið gleymast og það er sérstaklega, eins og er talað um, að eftir 18 ára þá er einmitt klippt á eiginlega allt öryggisnetið. Og við vildum svolítið koma að þessu með svolítið hliðsjón ungmenna á aldrinum 16 til 30 sem er svolítið okkar hópur,“ segir Una. Þessi hópur eigi það til að lenda ámilli kerfa. Ráðherra kveðst sammála því að hlusta þurfi á sjónarmið barna og ungmenna.
Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Skóla - og menntamál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira