Í nýjasta þættinum má sjá innlit á heimili leikarans danska Nikolaj Coster-Waldau sem er helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum vinsælu Game Of Thrones.
Coster-Waldau á fallegt heimili í Los Angeles ásamt eiginkonu sinni Nukâka Coster-Waldau en þau búa þar ásamt tveimur börnum, þeim Safina og Fillippa.
Nikolaj er danskur og Nukâka grænlensk söngkona en þau hafa verið gift frá árinu 1997. Hér að neðan má sjá innlit inn á heimili þeirra hjóna.