Þynning byggðar og auknar umferðartafir Elvar Orri Hreinsson skrifar 2. október 2019 07:30 Byggð hefur þynnst verulega undanfarna þrjá áratugi og fer nú meira landrými undir hvern íbúa höfuðborgarsvæðisins en nokkru sinni fyrr. Frá árinu 1994 hefur hlutfall íbúða í Reykjavík af heildarfjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 10 prósentustig og stendur nú í um 60%. Er þetta afleiðing mikillar uppbyggingar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur þar sem íbúðafjöldi hefur tvöfaldast frá árinu 1994. Þetta hefur leitt til þess að aldrei fyrr hafa fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu búið utan Reykjavíkur. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga eftir sem áður erindi við miðbæinn og nærliggjandi svæði enda er þar mestur þéttleiki vinnustaða, skóla, íþróttamannvirkja og verslunar- og skrifstofuhúsnæðis auk annarra innviða. Þessi þróun hefur því haft í för með sér það aukna álag á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins sem mikið er rætt um þessi dægrin. Samtök iðnaðarins (SI) telja þjóðhagslegan kostnað vegna umferðartafa nema 15 milljörðum króna á ársgrundvelli vegna tapaðs vinnu- og frítíma einstaklinga og atvinnurekenda. Mun þétting byggðar ná fram að ganga? Tölfræðin bendir til þess að svo verði ekki. Reykjavík er stærsta sveitarfélag landsins og gegnir því mikilvægu hlutverki varðandi heilbrigði íbúðamarkaðarins. Ef litið er aftur um áratug hafa um 304 íbúðir komið inn á markaðinn að meðaltali á ári hverju í Reykjavík. Meðalfjölgun íbúða fyrir þann tíma og aftur til 1972 er um 660 íbúðir árlega, eða rúmlega tvöfalt fleiri íbúðir. Sé miðað við fjölda fullkláraðra íbúða í Reykjavík á undanförnum árum og spár SI má reikna með að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur muni áfram vaxa hlutfallslega hraðar en Reykjavík. Til að snúa þeirri þróun við þyrftu í Reykjavík að vera minnst 60% af þeim íbúðum sem koma á markaðinn á næstu árum. Miðað við spá SI nemur það rúmum 1.300 íbúðum eða hátt í þreföldum þeim fjölda sem kom inn á markaðinn á síðastliðnu ári svo að dæmi sé tekið. Verður að teljast afar ólíklegt að sú verði raunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Sjá meira
Byggð hefur þynnst verulega undanfarna þrjá áratugi og fer nú meira landrými undir hvern íbúa höfuðborgarsvæðisins en nokkru sinni fyrr. Frá árinu 1994 hefur hlutfall íbúða í Reykjavík af heildarfjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 10 prósentustig og stendur nú í um 60%. Er þetta afleiðing mikillar uppbyggingar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur þar sem íbúðafjöldi hefur tvöfaldast frá árinu 1994. Þetta hefur leitt til þess að aldrei fyrr hafa fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu búið utan Reykjavíkur. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga eftir sem áður erindi við miðbæinn og nærliggjandi svæði enda er þar mestur þéttleiki vinnustaða, skóla, íþróttamannvirkja og verslunar- og skrifstofuhúsnæðis auk annarra innviða. Þessi þróun hefur því haft í för með sér það aukna álag á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins sem mikið er rætt um þessi dægrin. Samtök iðnaðarins (SI) telja þjóðhagslegan kostnað vegna umferðartafa nema 15 milljörðum króna á ársgrundvelli vegna tapaðs vinnu- og frítíma einstaklinga og atvinnurekenda. Mun þétting byggðar ná fram að ganga? Tölfræðin bendir til þess að svo verði ekki. Reykjavík er stærsta sveitarfélag landsins og gegnir því mikilvægu hlutverki varðandi heilbrigði íbúðamarkaðarins. Ef litið er aftur um áratug hafa um 304 íbúðir komið inn á markaðinn að meðaltali á ári hverju í Reykjavík. Meðalfjölgun íbúða fyrir þann tíma og aftur til 1972 er um 660 íbúðir árlega, eða rúmlega tvöfalt fleiri íbúðir. Sé miðað við fjölda fullkláraðra íbúða í Reykjavík á undanförnum árum og spár SI má reikna með að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur muni áfram vaxa hlutfallslega hraðar en Reykjavík. Til að snúa þeirri þróun við þyrftu í Reykjavík að vera minnst 60% af þeim íbúðum sem koma á markaðinn á næstu árum. Miðað við spá SI nemur það rúmum 1.300 íbúðum eða hátt í þreföldum þeim fjölda sem kom inn á markaðinn á síðastliðnu ári svo að dæmi sé tekið. Verður að teljast afar ólíklegt að sú verði raunin.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar