Þynning byggðar og auknar umferðartafir Elvar Orri Hreinsson skrifar 2. október 2019 07:30 Byggð hefur þynnst verulega undanfarna þrjá áratugi og fer nú meira landrými undir hvern íbúa höfuðborgarsvæðisins en nokkru sinni fyrr. Frá árinu 1994 hefur hlutfall íbúða í Reykjavík af heildarfjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 10 prósentustig og stendur nú í um 60%. Er þetta afleiðing mikillar uppbyggingar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur þar sem íbúðafjöldi hefur tvöfaldast frá árinu 1994. Þetta hefur leitt til þess að aldrei fyrr hafa fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu búið utan Reykjavíkur. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga eftir sem áður erindi við miðbæinn og nærliggjandi svæði enda er þar mestur þéttleiki vinnustaða, skóla, íþróttamannvirkja og verslunar- og skrifstofuhúsnæðis auk annarra innviða. Þessi þróun hefur því haft í för með sér það aukna álag á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins sem mikið er rætt um þessi dægrin. Samtök iðnaðarins (SI) telja þjóðhagslegan kostnað vegna umferðartafa nema 15 milljörðum króna á ársgrundvelli vegna tapaðs vinnu- og frítíma einstaklinga og atvinnurekenda. Mun þétting byggðar ná fram að ganga? Tölfræðin bendir til þess að svo verði ekki. Reykjavík er stærsta sveitarfélag landsins og gegnir því mikilvægu hlutverki varðandi heilbrigði íbúðamarkaðarins. Ef litið er aftur um áratug hafa um 304 íbúðir komið inn á markaðinn að meðaltali á ári hverju í Reykjavík. Meðalfjölgun íbúða fyrir þann tíma og aftur til 1972 er um 660 íbúðir árlega, eða rúmlega tvöfalt fleiri íbúðir. Sé miðað við fjölda fullkláraðra íbúða í Reykjavík á undanförnum árum og spár SI má reikna með að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur muni áfram vaxa hlutfallslega hraðar en Reykjavík. Til að snúa þeirri þróun við þyrftu í Reykjavík að vera minnst 60% af þeim íbúðum sem koma á markaðinn á næstu árum. Miðað við spá SI nemur það rúmum 1.300 íbúðum eða hátt í þreföldum þeim fjölda sem kom inn á markaðinn á síðastliðnu ári svo að dæmi sé tekið. Verður að teljast afar ólíklegt að sú verði raunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Samgöngur Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Byggð hefur þynnst verulega undanfarna þrjá áratugi og fer nú meira landrými undir hvern íbúa höfuðborgarsvæðisins en nokkru sinni fyrr. Frá árinu 1994 hefur hlutfall íbúða í Reykjavík af heildarfjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 10 prósentustig og stendur nú í um 60%. Er þetta afleiðing mikillar uppbyggingar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur þar sem íbúðafjöldi hefur tvöfaldast frá árinu 1994. Þetta hefur leitt til þess að aldrei fyrr hafa fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu búið utan Reykjavíkur. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga eftir sem áður erindi við miðbæinn og nærliggjandi svæði enda er þar mestur þéttleiki vinnustaða, skóla, íþróttamannvirkja og verslunar- og skrifstofuhúsnæðis auk annarra innviða. Þessi þróun hefur því haft í för með sér það aukna álag á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins sem mikið er rætt um þessi dægrin. Samtök iðnaðarins (SI) telja þjóðhagslegan kostnað vegna umferðartafa nema 15 milljörðum króna á ársgrundvelli vegna tapaðs vinnu- og frítíma einstaklinga og atvinnurekenda. Mun þétting byggðar ná fram að ganga? Tölfræðin bendir til þess að svo verði ekki. Reykjavík er stærsta sveitarfélag landsins og gegnir því mikilvægu hlutverki varðandi heilbrigði íbúðamarkaðarins. Ef litið er aftur um áratug hafa um 304 íbúðir komið inn á markaðinn að meðaltali á ári hverju í Reykjavík. Meðalfjölgun íbúða fyrir þann tíma og aftur til 1972 er um 660 íbúðir árlega, eða rúmlega tvöfalt fleiri íbúðir. Sé miðað við fjölda fullkláraðra íbúða í Reykjavík á undanförnum árum og spár SI má reikna með að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur muni áfram vaxa hlutfallslega hraðar en Reykjavík. Til að snúa þeirri þróun við þyrftu í Reykjavík að vera minnst 60% af þeim íbúðum sem koma á markaðinn á næstu árum. Miðað við spá SI nemur það rúmum 1.300 íbúðum eða hátt í þreföldum þeim fjölda sem kom inn á markaðinn á síðastliðnu ári svo að dæmi sé tekið. Verður að teljast afar ólíklegt að sú verði raunin.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar