Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2019 11:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Lögmenn segja lögin geta lítið til að vernda viðkomandi, jafnvel þó sá hafi framfylgt reglunum um uppljóstrara út í eitt. Þrátt fyrir að starfandi yfirmaður leyniþjónustumála hafi nýverið sagt að uppljóstrarinn hafi lagt fram kvörtun í góðri trú og réttast væri að vernda friðhelgi hans, hafa forsetinn og bandamenn hans sagt að réttast væri að afhjúpa hann. Trump sjálfur hefur sagst vilja hitta hann og krefst þess að hann eigi rétt á því. Lögfræðingar segja Trump-liða í raun geta afhjúpað uppljóstrarann án nokkurra afleiðinga. „Ef hann langar að eyðileggja líf þessa aðila, þá er ekki mikið sem getur stoppað hann,“ sagði lögmaðurinn Bradley P. Moss, sem sérhæfir sig í málefnum uppljóstrara, við Washington Post um Trump.Þá hefur Trump sagt að hann sé að reyna að komast að því hver uppljóstrarinn væri og í tísti sem hann birti í gær skrifaði hann: „HVER BREYTTI LANGVARANDI LÖGUM UM UPPLJÓSTRARA RÉTT FYRIR BIRTINGU FÖLSKU UPPLJÓSTRARAKVÖRTUNINAR? ÞURRKUM UPP FENIÐ!“Michael Atkinson sem skipaður var í embætti innri endurskoðanda leyniþjónusta Bandaríkjanna af Trump, sendi út tilkynningu í gærkvöldi þar sem hann sagði forsetann hafa rangt fyrir sér. Reglunum hefði ekki verið breytt og fór Atkinson einnig út í það hvernig hann komst að þeirri niðurstöðu að kvörtun uppljóstrarans væri trúverðug og áríðandi.Forsetinn hefur þar að auki sagt að uppljóstrarinn sé njósnari og gefið í skyn að taka ætti hann af lífi. Nú í morgun setti forsetinn like við svokallað „meme“ á Twitter. Þar er um að ræða mynd frá 2013 þar sem látið er líta út fyrir að Trump segi: „Uppljóstrarar fá saumspor. Það er verra að vera „rotta“ en að vera glæpamaður." (Lauslega þýtt)Andrew P. Bakaj, lögmaður uppljóstrarans, sendi um helgina bréf til Atkinson þar sem hann sagðist óttast um öryggi skjólstæðings síns. Búið er að bjóða verðlaun til þeirra sem geta komið upp um hann og stendur umfangsmikil leit yfir víða á netinu meðal stuðningsmanna Trump. Þá sagði Bakaj í tísti í gær að skjólstæðingur sinn ætti rétt á friðhelgi og því að verða ekki fyrir hefndaraðgerðum samkvæmt lögum. Að koma upp um hann væri brot á alríkislögum.IC WB UPDATE: The Intel Community Whistleblower is entitled to anonymity. Law and policy support this and the individual is not to be retaliated against. Doing so is a violation of federal law.— Andrew P. Bakaj (@AndrewBakaj) September 30, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira
Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Lögmenn segja lögin geta lítið til að vernda viðkomandi, jafnvel þó sá hafi framfylgt reglunum um uppljóstrara út í eitt. Þrátt fyrir að starfandi yfirmaður leyniþjónustumála hafi nýverið sagt að uppljóstrarinn hafi lagt fram kvörtun í góðri trú og réttast væri að vernda friðhelgi hans, hafa forsetinn og bandamenn hans sagt að réttast væri að afhjúpa hann. Trump sjálfur hefur sagst vilja hitta hann og krefst þess að hann eigi rétt á því. Lögfræðingar segja Trump-liða í raun geta afhjúpað uppljóstrarann án nokkurra afleiðinga. „Ef hann langar að eyðileggja líf þessa aðila, þá er ekki mikið sem getur stoppað hann,“ sagði lögmaðurinn Bradley P. Moss, sem sérhæfir sig í málefnum uppljóstrara, við Washington Post um Trump.Þá hefur Trump sagt að hann sé að reyna að komast að því hver uppljóstrarinn væri og í tísti sem hann birti í gær skrifaði hann: „HVER BREYTTI LANGVARANDI LÖGUM UM UPPLJÓSTRARA RÉTT FYRIR BIRTINGU FÖLSKU UPPLJÓSTRARAKVÖRTUNINAR? ÞURRKUM UPP FENIÐ!“Michael Atkinson sem skipaður var í embætti innri endurskoðanda leyniþjónusta Bandaríkjanna af Trump, sendi út tilkynningu í gærkvöldi þar sem hann sagði forsetann hafa rangt fyrir sér. Reglunum hefði ekki verið breytt og fór Atkinson einnig út í það hvernig hann komst að þeirri niðurstöðu að kvörtun uppljóstrarans væri trúverðug og áríðandi.Forsetinn hefur þar að auki sagt að uppljóstrarinn sé njósnari og gefið í skyn að taka ætti hann af lífi. Nú í morgun setti forsetinn like við svokallað „meme“ á Twitter. Þar er um að ræða mynd frá 2013 þar sem látið er líta út fyrir að Trump segi: „Uppljóstrarar fá saumspor. Það er verra að vera „rotta“ en að vera glæpamaður." (Lauslega þýtt)Andrew P. Bakaj, lögmaður uppljóstrarans, sendi um helgina bréf til Atkinson þar sem hann sagðist óttast um öryggi skjólstæðings síns. Búið er að bjóða verðlaun til þeirra sem geta komið upp um hann og stendur umfangsmikil leit yfir víða á netinu meðal stuðningsmanna Trump. Þá sagði Bakaj í tísti í gær að skjólstæðingur sinn ætti rétt á friðhelgi og því að verða ekki fyrir hefndaraðgerðum samkvæmt lögum. Að koma upp um hann væri brot á alríkislögum.IC WB UPDATE: The Intel Community Whistleblower is entitled to anonymity. Law and policy support this and the individual is not to be retaliated against. Doing so is a violation of federal law.— Andrew P. Bakaj (@AndrewBakaj) September 30, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira
Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21
Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35
Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30
Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00
Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30