Nýtur lífsins á Spáni á lífeyrinum en saknar vina sinna Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2019 10:59 Hilmar B. Jónsson var lengi forseti Klúbbs matreiðslumeistara og sá um matseld í veislum forseta Íslands. Fréttablaðið/Pjetur/Getty Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari er einn þeirra Íslendinga sem hafa selt sitt og flust búferlum til Spánar til að njóta efri áranna. Hann segist lifa góðu lífi á Spáni á lífeyrisgreiðslum og greiðslum frá Tryggingastofnun – alls 234 þúsund krónur á mánuði – framfærsla sem myndi aldrei duga eins vel heima á Íslandi. Hilmar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi við þáttastjórnendurna Gulla og Heimi. Hann segist búa í íbúð í bæ og í nálægð við fjölda annarra Íslendinga. Telji hann að um helmingur íbúa bæjarins séu aðfluttir útlendingar. Hilmar ákvað að flytja til Spánar fyrir rúmu ári, nokkru eftir að eftir að hafa komist á eftirlaun. Hafi hann gert það eftir samtal við son sinn þar sem hann nefndi að hann sæi fram á að þurfa að lifa á lífeyrisgreiðslum einum saman á Íslandi. „Og hann sagði: „Ekkert mál, pabbi minn. Þú bara flytur til Spánar.“ Við ræddum málið pínulítið. Hann þekkir nokkra Íslendinga sem búa hérna. Ég þekkti nú enga, sem ég vissi um. En allavega, þá kom það upp úr kafinu að það er hægt að lifa á ellilaunum á Spáni og hafa það töluvert gott,“ segir Hilmar. Aðspurður um veðrið segist hann ekki geta kvartað. „Það er sól hérna á hverjum degi. Ég er búinn að vera hérna síðan í júní í fyrra og það er búið að rigna átján sinnum.[…] Stysta rigningin var tíu mínútur en síðan hafa komið rigningar sem voru meiriháttarflóð og vesen.“Þarf ekki að borga til að ræða við lækni Hilmar segist hafa flutt lögheimili sitt til Spánar og sé „algerlega löglegur“ þar. Auðvelt hafi verið að komast inn í kerfið í landinu. „Um leið og ég er búinn að fá löglegt heimilisfang hér er ég kominn með mjög, þokkalega gott heilbrigðiskerfi hér. Ég þarf ekki einu sinni að borga fyrir að tala við lækni hér.“ Á Íslandi hafi hann verið með veikan maka í fjölda ára og það hafi kostað þau tugi þúsunda á ári, bara að fá að ræða við lækni. Fyrir utan svo lyfjakostnað og annað. „Ég get lofað þeim sem eru að hluta að þú ert ekkert verr settur hér á Spáni heldur en í heilbrigðiskerfinu á Íslandi.“ Hverjir eru helstu ókostirnir að vera þarna?„Stærsti ókosturinn, sem mér finnst, er að ég á mjög stóran vinahóp á Íslandi. Hann er náttúrulega ekki í næsta húsi lengur. Að öðru leyti þá lifir maður mjög góðu lífi hér. Ég var svo heppinn að hafa efni á að kaupa íbúð sem er ljómandi góð. Og bíl.“ Á strípuðum eftirlaunum – það er þú ert bara með þau til ráðstöfunar – þá lifir þú góðu lífi.„Já. Og ég get nefnt sem dæmi að ég fer út að borða svona fimm sinnum í viku að meðaltali hérna. Stundum oftar. Og ég er að borga fyrir alveg ljómandi kjöt- eða fiskmáltíð og tvö glös af rauðvíni, ég að borga 10 evrur,“ segir Hilmar. Bítið Eldri borgarar Húsnæðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari er einn þeirra Íslendinga sem hafa selt sitt og flust búferlum til Spánar til að njóta efri áranna. Hann segist lifa góðu lífi á Spáni á lífeyrisgreiðslum og greiðslum frá Tryggingastofnun – alls 234 þúsund krónur á mánuði – framfærsla sem myndi aldrei duga eins vel heima á Íslandi. Hilmar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi við þáttastjórnendurna Gulla og Heimi. Hann segist búa í íbúð í bæ og í nálægð við fjölda annarra Íslendinga. Telji hann að um helmingur íbúa bæjarins séu aðfluttir útlendingar. Hilmar ákvað að flytja til Spánar fyrir rúmu ári, nokkru eftir að eftir að hafa komist á eftirlaun. Hafi hann gert það eftir samtal við son sinn þar sem hann nefndi að hann sæi fram á að þurfa að lifa á lífeyrisgreiðslum einum saman á Íslandi. „Og hann sagði: „Ekkert mál, pabbi minn. Þú bara flytur til Spánar.“ Við ræddum málið pínulítið. Hann þekkir nokkra Íslendinga sem búa hérna. Ég þekkti nú enga, sem ég vissi um. En allavega, þá kom það upp úr kafinu að það er hægt að lifa á ellilaunum á Spáni og hafa það töluvert gott,“ segir Hilmar. Aðspurður um veðrið segist hann ekki geta kvartað. „Það er sól hérna á hverjum degi. Ég er búinn að vera hérna síðan í júní í fyrra og það er búið að rigna átján sinnum.[…] Stysta rigningin var tíu mínútur en síðan hafa komið rigningar sem voru meiriháttarflóð og vesen.“Þarf ekki að borga til að ræða við lækni Hilmar segist hafa flutt lögheimili sitt til Spánar og sé „algerlega löglegur“ þar. Auðvelt hafi verið að komast inn í kerfið í landinu. „Um leið og ég er búinn að fá löglegt heimilisfang hér er ég kominn með mjög, þokkalega gott heilbrigðiskerfi hér. Ég þarf ekki einu sinni að borga fyrir að tala við lækni hér.“ Á Íslandi hafi hann verið með veikan maka í fjölda ára og það hafi kostað þau tugi þúsunda á ári, bara að fá að ræða við lækni. Fyrir utan svo lyfjakostnað og annað. „Ég get lofað þeim sem eru að hluta að þú ert ekkert verr settur hér á Spáni heldur en í heilbrigðiskerfinu á Íslandi.“ Hverjir eru helstu ókostirnir að vera þarna?„Stærsti ókosturinn, sem mér finnst, er að ég á mjög stóran vinahóp á Íslandi. Hann er náttúrulega ekki í næsta húsi lengur. Að öðru leyti þá lifir maður mjög góðu lífi hér. Ég var svo heppinn að hafa efni á að kaupa íbúð sem er ljómandi góð. Og bíl.“ Á strípuðum eftirlaunum – það er þú ert bara með þau til ráðstöfunar – þá lifir þú góðu lífi.„Já. Og ég get nefnt sem dæmi að ég fer út að borða svona fimm sinnum í viku að meðaltali hérna. Stundum oftar. Og ég er að borga fyrir alveg ljómandi kjöt- eða fiskmáltíð og tvö glös af rauðvíni, ég að borga 10 evrur,“ segir Hilmar.
Bítið Eldri borgarar Húsnæðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira