Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. október 2019 09:00 Bekkurinn fær brottvísun. VÍSIR/SKJÁSKOT Mikill hiti var eftir leik FH og Aftureldingar í Olís-deildinni á sunnudagskvöldið en FH vann nauman sigur eftir spennuleik. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var heitt í hamsi eftir leikinn og lét dómara leiksins og eftirlitsdómara heyra það eftir leikinn. „Ég held að Einar Andri taki pirringinn út á þessu atviki eftir að það sem gerðist fyrr í leiknum hvað varðar brottvísunina sem þeir fá þegar lítið er eftir,“ sagði Guðlaugur Arnarsson. Gestur Ólafur Ingvarsson er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum og tæpum tíu mínútum fyrir leikslok meiddist hann illa. Þrír starfsmenn Aftureldingar fóru inn á völlinn og fyrir það fengu þeir tveggja mínútna brottvísun. „Fyrsta orðið sem mér datt í hug var orð sem Guðmundur Guðmundsson kenndi mér snemma á ferlinum: katastrófa. Það fara þrír starfsmenn inn á völlinn og samkvæmt ströngustu reglum eru það tvær mínútur.“ „Þarna er ekkert verið að lesa leikinn. Þú ert með ungan strák sem er að slíta krossband í annað skiptið og það eru ekki eins og það séu sjö veðhlaupahestar inn á. Það eru tilfinningar í þessu.“ Jóhann Gunnar segir að Gísli Hlynur, eftirlitsdómari, hafi átt að skilja stöðuna sem upp var komin og leysa þetta betur. „Það er verið að setja manninn á börur og Gísli á bara að lesa leikinn og segja við Ásgeir að hann megi ekki vera inn á. Staðan er 20-20 og fer í 23-20; vegna áfallsins og að vera einum færri. Ég skil Einar Andra að vera brjálaðan.“ „Þetta er hálfgert hneyksli. Það er ekki eins og hann hafi fengið högg í magann og þeir hafa komið inn á og röflað í dómaranum. Þú ert að slíta krossband og auðvitað ferðu inn á og spyrð hann hvernig hann hefur það. Ég varð eiginlega smá reiður,“ sagði Jóhann Gunnar. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Dómgæslan í FH-Afturelding Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan: „Hann er tveir metrar og á ekki séns í sirkúsinn“ Valsmenn eru með þrjú stig af átta mögulegum í Olís-deild karla. 1. október 2019 08:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Mikill hiti var eftir leik FH og Aftureldingar í Olís-deildinni á sunnudagskvöldið en FH vann nauman sigur eftir spennuleik. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var heitt í hamsi eftir leikinn og lét dómara leiksins og eftirlitsdómara heyra það eftir leikinn. „Ég held að Einar Andri taki pirringinn út á þessu atviki eftir að það sem gerðist fyrr í leiknum hvað varðar brottvísunina sem þeir fá þegar lítið er eftir,“ sagði Guðlaugur Arnarsson. Gestur Ólafur Ingvarsson er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum og tæpum tíu mínútum fyrir leikslok meiddist hann illa. Þrír starfsmenn Aftureldingar fóru inn á völlinn og fyrir það fengu þeir tveggja mínútna brottvísun. „Fyrsta orðið sem mér datt í hug var orð sem Guðmundur Guðmundsson kenndi mér snemma á ferlinum: katastrófa. Það fara þrír starfsmenn inn á völlinn og samkvæmt ströngustu reglum eru það tvær mínútur.“ „Þarna er ekkert verið að lesa leikinn. Þú ert með ungan strák sem er að slíta krossband í annað skiptið og það eru ekki eins og það séu sjö veðhlaupahestar inn á. Það eru tilfinningar í þessu.“ Jóhann Gunnar segir að Gísli Hlynur, eftirlitsdómari, hafi átt að skilja stöðuna sem upp var komin og leysa þetta betur. „Það er verið að setja manninn á börur og Gísli á bara að lesa leikinn og segja við Ásgeir að hann megi ekki vera inn á. Staðan er 20-20 og fer í 23-20; vegna áfallsins og að vera einum færri. Ég skil Einar Andra að vera brjálaðan.“ „Þetta er hálfgert hneyksli. Það er ekki eins og hann hafi fengið högg í magann og þeir hafa komið inn á og röflað í dómaranum. Þú ert að slíta krossband og auðvitað ferðu inn á og spyrð hann hvernig hann hefur það. Ég varð eiginlega smá reiður,“ sagði Jóhann Gunnar. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Dómgæslan í FH-Afturelding
Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan: „Hann er tveir metrar og á ekki séns í sirkúsinn“ Valsmenn eru með þrjú stig af átta mögulegum í Olís-deild karla. 1. október 2019 08:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Seinni bylgjan: „Hann er tveir metrar og á ekki séns í sirkúsinn“ Valsmenn eru með þrjú stig af átta mögulegum í Olís-deild karla. 1. október 2019 08:00