Mikil aukning á árinu í sjálfsvígssímtölum Björn Þorfinnsson skrifar 1. október 2019 07:45 Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparlínu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Um 30 prósent fleiri sjálfsvígssímtöl hafa borist í Hjálparsíma Rauða krossins það sem af er ári miðað við sama tímabil 2018. Samtökin hafa í samstarfi við Geðhjálp sett í gang herferð til þess að uppfræða ungmenni um geðheilsu. Rauði krossinn hefur um árabil starfrækt Hjálparsíma þar sem einstaklingar geta hringt inn eða sent skilaboð á netinu um ýmis vandamál. Úrræðið er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sjálfboðaliðar manna vaktirnar á daginn og kvöldin en næturvaktirnar eru launaðar. „Við erum með um 90 til 100 sjálfboðaliða sem manna vaktirnar. Þörfin er ærin því okkur berast um fjórtán þúsund símtöl og skilaboð á ári. Við tökum á öllum vandamálum fólks en flest þeirra eru þó sálræns eðlis. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. Samkvæmt skráningu Hjálparsímans hafa það sem af er ári borist 717 samtöl frá einstaklingum í sjálfsvígshugleiðingum. Fjöldinn var 553 á sama tíma í fyrra og því er aukningin um 30 prósent. „Það þarf ekki að þýða að það séu fleiri í sjálfsvígshugleiðingum en áður, heldur að það séu fleiri sem leita sér hjálpar og þora að tala um það þegar þeim líður illa,“ segir Sandra Björk. Rauði krossinn og Geðhjálp blésu í herlúðra og hrintu forvarnarverkefninu Útmeð’a í framkvæmd til að minna á hvaða þættir geta stuðlað að góðu andlegu heilbrigði. Um er að ræða tíu myndbönd sem eiga að hvetja fólk, með sérstakri áherslu á ungt fólk, til að tjá sig um andlega líðan sína og leita sér faglegrar aðstoðar þegar á þarf halda. „Það má segja að við höfum uppfært Geðorðin tíu, sem margir þekkja, og fært þau í nútímalegri búning. Þetta eru gagnvirk myndbönd, unnin í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Tjarnargötu, þar sem áhorfandinn á að geta upplifað hvernig lífið getur breyst með því að temja sér betri venjur og hugsa vel um sjálfan sig. Þetta er í formi tíu skrefa sem öll eiga að hjálpa til við að stuðla að betri geðheilsu,“ segir Sandra Björk. Myndböndin eru aðgengileg á heimasíðu verkefnisins, utmeda.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Um 30 prósent fleiri sjálfsvígssímtöl hafa borist í Hjálparsíma Rauða krossins það sem af er ári miðað við sama tímabil 2018. Samtökin hafa í samstarfi við Geðhjálp sett í gang herferð til þess að uppfræða ungmenni um geðheilsu. Rauði krossinn hefur um árabil starfrækt Hjálparsíma þar sem einstaklingar geta hringt inn eða sent skilaboð á netinu um ýmis vandamál. Úrræðið er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sjálfboðaliðar manna vaktirnar á daginn og kvöldin en næturvaktirnar eru launaðar. „Við erum með um 90 til 100 sjálfboðaliða sem manna vaktirnar. Þörfin er ærin því okkur berast um fjórtán þúsund símtöl og skilaboð á ári. Við tökum á öllum vandamálum fólks en flest þeirra eru þó sálræns eðlis. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. Samkvæmt skráningu Hjálparsímans hafa það sem af er ári borist 717 samtöl frá einstaklingum í sjálfsvígshugleiðingum. Fjöldinn var 553 á sama tíma í fyrra og því er aukningin um 30 prósent. „Það þarf ekki að þýða að það séu fleiri í sjálfsvígshugleiðingum en áður, heldur að það séu fleiri sem leita sér hjálpar og þora að tala um það þegar þeim líður illa,“ segir Sandra Björk. Rauði krossinn og Geðhjálp blésu í herlúðra og hrintu forvarnarverkefninu Útmeð’a í framkvæmd til að minna á hvaða þættir geta stuðlað að góðu andlegu heilbrigði. Um er að ræða tíu myndbönd sem eiga að hvetja fólk, með sérstakri áherslu á ungt fólk, til að tjá sig um andlega líðan sína og leita sér faglegrar aðstoðar þegar á þarf halda. „Það má segja að við höfum uppfært Geðorðin tíu, sem margir þekkja, og fært þau í nútímalegri búning. Þetta eru gagnvirk myndbönd, unnin í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Tjarnargötu, þar sem áhorfandinn á að geta upplifað hvernig lífið getur breyst með því að temja sér betri venjur og hugsa vel um sjálfan sig. Þetta er í formi tíu skrefa sem öll eiga að hjálpa til við að stuðla að betri geðheilsu,“ segir Sandra Björk. Myndböndin eru aðgengileg á heimasíðu verkefnisins, utmeda.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira