Þingeyingar vilja rök fyrir tilnefningu sveitarfélaga í fiskeldisnefnd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. október 2019 07:00 Sjókvíaeldi í Súgandafirði. Nordicphotos/Getty Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Stjórn Sambands sveitarfélaga samþykkti 30. ágúst síðastliðinn að tilnefna Sigríði Ólöfu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, eða Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra í Fjarðabyggð, sem fulltrúa sambandsins í samráðsnefndina. Lætur stjórnin ráðherra það eftir að ákveða hvort þeirra verður fyrir valinu og að það þeirra sem ráðherra velur ekki sem aðalmann verði þá varamaður hins. Þau Sigríður Ólöf og Karl Óttar eru bæði úr sjókvíaeldishéruðum. Vestfjarðastofa hefur unnið að framgangi sjókvíaeldis. „Þar sem ekki verður séð á ályktunum Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga undanfarin ár að afstaða hafi verið tekin með laxeldi í sjókvíum við Ísland óskar sveitarstjórn eftir rökstuðningi stjórnar sambandsins fyrir því af hverju viðkomandi fulltrúar voru tilnefndir í samráðsnefnd um fiskeldi fyrir hönd sambandsins,“ segir í bókun sveitarstjórnar Þingeyinga. „Hagsmunir sveitarfélaga í þessu máli eru mismunandi og því mikilvægt að hlutleysis sé gætt,“ undirstrikar sveitarstjórnin. „Veiðar á villtum laxi er mikilvægur atvinnuvegur í Þingeyjarsveit og fleiri sveitarfélögum. Það er að mati sveitarstjórnar ekki hægt að sjá að í þeim áformum sem fyrir liggja um laxeldi í sjó við Ísland muni villtir laxastofnar njóta vafans með nógu óyggjandi hætti.“ Aðrir sem sem eiga fulltrúa í samráðsnefndinni eru sjávarútvegsráðherra sjálfur, sem skipar formann, Hafrannsóknastofnun, Samtök fiskeldisfyrirtækja, Landssamband veiðifélaga og umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðherra til ráðgjafar, meðal annars varðandi áhættumat erfðablöndunar. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Stjórn Sambands sveitarfélaga samþykkti 30. ágúst síðastliðinn að tilnefna Sigríði Ólöfu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, eða Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra í Fjarðabyggð, sem fulltrúa sambandsins í samráðsnefndina. Lætur stjórnin ráðherra það eftir að ákveða hvort þeirra verður fyrir valinu og að það þeirra sem ráðherra velur ekki sem aðalmann verði þá varamaður hins. Þau Sigríður Ólöf og Karl Óttar eru bæði úr sjókvíaeldishéruðum. Vestfjarðastofa hefur unnið að framgangi sjókvíaeldis. „Þar sem ekki verður séð á ályktunum Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga undanfarin ár að afstaða hafi verið tekin með laxeldi í sjókvíum við Ísland óskar sveitarstjórn eftir rökstuðningi stjórnar sambandsins fyrir því af hverju viðkomandi fulltrúar voru tilnefndir í samráðsnefnd um fiskeldi fyrir hönd sambandsins,“ segir í bókun sveitarstjórnar Þingeyinga. „Hagsmunir sveitarfélaga í þessu máli eru mismunandi og því mikilvægt að hlutleysis sé gætt,“ undirstrikar sveitarstjórnin. „Veiðar á villtum laxi er mikilvægur atvinnuvegur í Þingeyjarsveit og fleiri sveitarfélögum. Það er að mati sveitarstjórnar ekki hægt að sjá að í þeim áformum sem fyrir liggja um laxeldi í sjó við Ísland muni villtir laxastofnar njóta vafans með nógu óyggjandi hætti.“ Aðrir sem sem eiga fulltrúa í samráðsnefndinni eru sjávarútvegsráðherra sjálfur, sem skipar formann, Hafrannsóknastofnun, Samtök fiskeldisfyrirtækja, Landssamband veiðifélaga og umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðherra til ráðgjafar, meðal annars varðandi áhættumat erfðablöndunar.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira