Nýjar áskoranir fram undan hjá Birgi Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. október 2019 12:00 Birgir Leifur var einnig í liði Íslands á Evrópumóti atvinnukylfinga sem vann til gullverðlauna í Skotlandi síðasta sumar. fréttablaðið/getty Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson settist á skólabekk í haust eftir sérstakt tímabil á Áskorendamótaröð Evrópu þar sem hann spilaði í þremur mótum á árinu. Skagamaðurinn segist vera í toppstandi og var hissa á fáum tækifærum í sumar sem leiddi til þess að hann skráði sig í nám. Besti árangur tímabilsins hjá Birgi var 31. sæti á Bretagne-mótinu í Frakklandi, sama móti og hann vann fyrir tveimur árum, en í hinum tveimur mótunum náði Birgir ekki niðurskurði. „Þetta er búið að vera sérstakt ár, ég átti von á því komast í mun fleiri mót, ég tók þátt í þremur mótum en var búinn að gera ráð fyrir að komast inn í 15 mót. Ég var vel undirbúinn og í toppstandi og var að spila gott golf. Þetta getur breyst svo hratt, eftir að hafa spilað vel síðustu tvö, verið með þátttökurétt á European Tour og Challenge Tour og unnið mót á Challenge Tour og komast svo aðeins inn í þrjú mót. Þetta er harður heimur og það er ekkert öruggt í þessu,“ segir Birgir Leifur í samtali við Fréttablaðið. „Ég tók þá ákvörðun að skrá mig ekki í úrtökumótin í haust, það hafði blundað í mér að fara í nám og þegar ég komst inn í MBA-námið þá ákvað ég að núna væri mögulega rétti tíminn til þess að breyta til og víkka sjóndeildarhringinn. Ég hlakka til að læra nýja hluti og takast á við nýjar áskoranir sem eiga án efa eftir að styrkja mig í starfi og hjálpa mér að ná nýjum markmiðum,“ segir kylfingurinn. „Ég er menntaður PGA-kennari og starfa sem íþróttastjóri hjá Leyni samhliða náminu og finnst það mjög skemmtilegt og gefandi. Mér finnst einstaklega gaman að vinna með ungum og upprennandi kylfingum, einnig öllum þeim kylfingum sem vilja bæta sig. Mér finnst fátt meira gefandi en að miðla reynslu minni og ég hef verið svo heppinn að fá að vera í kringum marga af okkar bestu kylfingum í dag. Golfíþróttin verður vonandi alltaf hluti af lífi mínu.“ Aðspurður útilokar Birgir ekki að taka þátt í móti á næsta ári fái hann boð í mót á Áskorendamótaröðinni. „Ég er ekki tilbúinn að gefa það út að ég sé hættur og kylfurnar séu á leiðinni upp í hillu, alls ekki. Golf er nú þannig að það er alltaf hægt að fara af stað á ný. Hver veit nema ég skrái mig aftur í úrtökumót. Ég hef alltaf haft það á bak við eyrað að vera í toppformi fyrir Senior-mótaröðina þegar kemur að því,“ segir Birgir Leifur glottandi um mótaröð ætlaða kylfingum yfir fimmtugu sem er hluti af af European Tour og Challenge Tour mótaröðunum. Það eru komið rúmt 21 ár síðan Birgir Leifur lék á sínu fyrsta móti á Áskorendamótaröðinni, næststerkustu mótaröð Evrópu. Birgir varð fyrsti atvinnukylfingur Íslendinga og á að baki 68 mót á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu og 157 mót á Challenge Tour, næststerkustu mótaröð Evrópu. „Auðvitað er smá þreyta eftir 21 árs atvinnumannsferil þar sem allt hefur snúist um golf en þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími. Núna eru nýjar áskoranir og tækifæri og ég er mjög spenntur að sjá hvað lífið hefur upp á að bjóða, hver veit, kannski bara eitthvað annað en golf.“ Tveir Íslendingar, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús, hafa þegar tryggt sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni fyrir næsta tímabil. Þá eru Guðmundur, Haraldur og Andri Þór Björnsson úr GR, Bjarki Pétursson úr GKB og Rúnar Arnórsson úr GK allir komnir á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Þeir freista þess að komast inn á lokastig úrtökumótsins á Spáni í næsta mánuði. Með því að komast á lokastig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina öðlast kylfingar þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni og gætu Andri, Bjarki eða Rúnar því bæst í hóp Íslendinga á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. „Það er frábært að sjá svona marga kylfinga frá Íslandi tilbúna að fara út og taka stökkið. Það er langt síðan maður var í þessum sporum. Ég var mikið einn að ryðja veginn, ég hef gert alls konar mistök og það eru líka fullt af sigrum að baki á þessum árum. Ég komst á Evróputúrinn og spilaði hátt í 70 mót þar og ég er rosalega stoltur af ferli mínum,“ segir Birgir Leifur sem var fyrirmynd fyrir bestu kylfinga landsins í dag og hjálpaði þeim oft á leið þeirra í atvinnumennskuna. „Ég hef alltaf reynt að miðla reynslu minni eftir bestu getu til allra þeirra sem hafa leitað til mín. Ég myndi vilja gera svo miklu meira af því og fá að vera þátttakandi í áframhaldandi uppbyggingu golfs á Íslandi. Það er gaman og gefur mér mikið að sjá mörg af þeim sem hafa leitað til mín vera í fremstu röð í dag. Það er jákvætt að sjá hvað margir eru að reyna við atvinnumennskuna í dag enda gott að hafa samkeppni og leikmenn drífa hver annan áfram. Auðvitað væri ég mikið til í að vera ungur og hungraður núna með svona samkeppni.“ segir Birgir og tekur undir orð blaðamanns að Guðmundur og Haraldur virtust vera tilbúnir fyrir Áskorendamótaröðina. „Guðmundur og Haraldur eru báðir á góðri leið og það er gaman að sjá þá mótast, þeir vita að þetta er hægt. Það er núna þeirra og fleiri að taka við keflinu og fara með það enn lengra, sýna komandi kynslóðum að það sé hægt að fara enn lengra. En á sama tíma þarf umgjörðin að halda í við þessa frábæru framþróun sem hefur átt sér stað síðustu 20 árin. Það var sérstaklega gaman að hafa tekið þátt í því að koma á laggirnar Forskoti, afrekssjóði kylfinga sem saman stendur af frábærum fyrirtækjum. Án þeirra aðkomu væri íslenskt golf ekki á þeim stað sem það er á í dag og mikilvægt að þessi sjóður lifi áfram.“ Að lokum spyr undirritaður Birgi Leif út í fjarveruna frá Íslandsmótinu í golfi undanfarin þrjú ár. Birgir bætti met Úlfs Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar þegar hann varð Íslandsmeistari í sjöunda sinn á ferlinum árið 2016 en hefur ekki tekið þátt síðustu ár. „Ég tók ákvörðun um að taka mér frí eftir Íslandsmótið 2016 þegar ég náði metinu. Ég þurfti að finna mér ný markmið. Það getur verið erfitt að vera í móti þegar maður er ekki með skýrt markmið. Ég er líka með svo gott vinningshlutfall í Íslandsmótinu sem er algjör óþarfi að vera að eyðileggja það, 14 mót og sjö sigrar. Ég kaus í staðinn að taka kærkomið frí með fjölskyldunni.” Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson settist á skólabekk í haust eftir sérstakt tímabil á Áskorendamótaröð Evrópu þar sem hann spilaði í þremur mótum á árinu. Skagamaðurinn segist vera í toppstandi og var hissa á fáum tækifærum í sumar sem leiddi til þess að hann skráði sig í nám. Besti árangur tímabilsins hjá Birgi var 31. sæti á Bretagne-mótinu í Frakklandi, sama móti og hann vann fyrir tveimur árum, en í hinum tveimur mótunum náði Birgir ekki niðurskurði. „Þetta er búið að vera sérstakt ár, ég átti von á því komast í mun fleiri mót, ég tók þátt í þremur mótum en var búinn að gera ráð fyrir að komast inn í 15 mót. Ég var vel undirbúinn og í toppstandi og var að spila gott golf. Þetta getur breyst svo hratt, eftir að hafa spilað vel síðustu tvö, verið með þátttökurétt á European Tour og Challenge Tour og unnið mót á Challenge Tour og komast svo aðeins inn í þrjú mót. Þetta er harður heimur og það er ekkert öruggt í þessu,“ segir Birgir Leifur í samtali við Fréttablaðið. „Ég tók þá ákvörðun að skrá mig ekki í úrtökumótin í haust, það hafði blundað í mér að fara í nám og þegar ég komst inn í MBA-námið þá ákvað ég að núna væri mögulega rétti tíminn til þess að breyta til og víkka sjóndeildarhringinn. Ég hlakka til að læra nýja hluti og takast á við nýjar áskoranir sem eiga án efa eftir að styrkja mig í starfi og hjálpa mér að ná nýjum markmiðum,“ segir kylfingurinn. „Ég er menntaður PGA-kennari og starfa sem íþróttastjóri hjá Leyni samhliða náminu og finnst það mjög skemmtilegt og gefandi. Mér finnst einstaklega gaman að vinna með ungum og upprennandi kylfingum, einnig öllum þeim kylfingum sem vilja bæta sig. Mér finnst fátt meira gefandi en að miðla reynslu minni og ég hef verið svo heppinn að fá að vera í kringum marga af okkar bestu kylfingum í dag. Golfíþróttin verður vonandi alltaf hluti af lífi mínu.“ Aðspurður útilokar Birgir ekki að taka þátt í móti á næsta ári fái hann boð í mót á Áskorendamótaröðinni. „Ég er ekki tilbúinn að gefa það út að ég sé hættur og kylfurnar séu á leiðinni upp í hillu, alls ekki. Golf er nú þannig að það er alltaf hægt að fara af stað á ný. Hver veit nema ég skrái mig aftur í úrtökumót. Ég hef alltaf haft það á bak við eyrað að vera í toppformi fyrir Senior-mótaröðina þegar kemur að því,“ segir Birgir Leifur glottandi um mótaröð ætlaða kylfingum yfir fimmtugu sem er hluti af af European Tour og Challenge Tour mótaröðunum. Það eru komið rúmt 21 ár síðan Birgir Leifur lék á sínu fyrsta móti á Áskorendamótaröðinni, næststerkustu mótaröð Evrópu. Birgir varð fyrsti atvinnukylfingur Íslendinga og á að baki 68 mót á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu og 157 mót á Challenge Tour, næststerkustu mótaröð Evrópu. „Auðvitað er smá þreyta eftir 21 árs atvinnumannsferil þar sem allt hefur snúist um golf en þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími. Núna eru nýjar áskoranir og tækifæri og ég er mjög spenntur að sjá hvað lífið hefur upp á að bjóða, hver veit, kannski bara eitthvað annað en golf.“ Tveir Íslendingar, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús, hafa þegar tryggt sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni fyrir næsta tímabil. Þá eru Guðmundur, Haraldur og Andri Þór Björnsson úr GR, Bjarki Pétursson úr GKB og Rúnar Arnórsson úr GK allir komnir á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Þeir freista þess að komast inn á lokastig úrtökumótsins á Spáni í næsta mánuði. Með því að komast á lokastig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina öðlast kylfingar þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni og gætu Andri, Bjarki eða Rúnar því bæst í hóp Íslendinga á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. „Það er frábært að sjá svona marga kylfinga frá Íslandi tilbúna að fara út og taka stökkið. Það er langt síðan maður var í þessum sporum. Ég var mikið einn að ryðja veginn, ég hef gert alls konar mistök og það eru líka fullt af sigrum að baki á þessum árum. Ég komst á Evróputúrinn og spilaði hátt í 70 mót þar og ég er rosalega stoltur af ferli mínum,“ segir Birgir Leifur sem var fyrirmynd fyrir bestu kylfinga landsins í dag og hjálpaði þeim oft á leið þeirra í atvinnumennskuna. „Ég hef alltaf reynt að miðla reynslu minni eftir bestu getu til allra þeirra sem hafa leitað til mín. Ég myndi vilja gera svo miklu meira af því og fá að vera þátttakandi í áframhaldandi uppbyggingu golfs á Íslandi. Það er gaman og gefur mér mikið að sjá mörg af þeim sem hafa leitað til mín vera í fremstu röð í dag. Það er jákvætt að sjá hvað margir eru að reyna við atvinnumennskuna í dag enda gott að hafa samkeppni og leikmenn drífa hver annan áfram. Auðvitað væri ég mikið til í að vera ungur og hungraður núna með svona samkeppni.“ segir Birgir og tekur undir orð blaðamanns að Guðmundur og Haraldur virtust vera tilbúnir fyrir Áskorendamótaröðina. „Guðmundur og Haraldur eru báðir á góðri leið og það er gaman að sjá þá mótast, þeir vita að þetta er hægt. Það er núna þeirra og fleiri að taka við keflinu og fara með það enn lengra, sýna komandi kynslóðum að það sé hægt að fara enn lengra. En á sama tíma þarf umgjörðin að halda í við þessa frábæru framþróun sem hefur átt sér stað síðustu 20 árin. Það var sérstaklega gaman að hafa tekið þátt í því að koma á laggirnar Forskoti, afrekssjóði kylfinga sem saman stendur af frábærum fyrirtækjum. Án þeirra aðkomu væri íslenskt golf ekki á þeim stað sem það er á í dag og mikilvægt að þessi sjóður lifi áfram.“ Að lokum spyr undirritaður Birgi Leif út í fjarveruna frá Íslandsmótinu í golfi undanfarin þrjú ár. Birgir bætti met Úlfs Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar þegar hann varð Íslandsmeistari í sjöunda sinn á ferlinum árið 2016 en hefur ekki tekið þátt síðustu ár. „Ég tók ákvörðun um að taka mér frí eftir Íslandsmótið 2016 þegar ég náði metinu. Ég þurfti að finna mér ný markmið. Það getur verið erfitt að vera í móti þegar maður er ekki með skýrt markmið. Ég er líka með svo gott vinningshlutfall í Íslandsmótinu sem er algjör óþarfi að vera að eyðileggja það, 14 mót og sjö sigrar. Ég kaus í staðinn að taka kærkomið frí með fjölskyldunni.”
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira