Gefur orðum Klausturdólganna nýja vídd Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. október 2019 20:30 Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í nýrri bók sem gefin var út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum en höfundur hennar er Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Rannsóknin var gerð meðal starfandi þingkvenna og þeirra sem nýlega hafa hætt störfum á Alþingi. Um 80% þingkvenna sögðust hafa hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28% fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24% fyrir líkamlegu ofbeldi og 21% sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. „Það sem slær mig náttúrulega er að líkamlegt ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi og efnahagslegt skuli vera ívið meira en í Evrópu og það setur orð Klaustursdólgana, um að þeir veiti málum kvenna ekki framgöngu nema þeir fái þetta og þetta í staðin, það gefur þeim alveg nýja vídd. Vegna þess að mál kvenna verða síður að lögum en mál karla og þetta setur konur í það ljós að þær hafi virkilega veikari stöðu í þinginu en karlarnir,“ segir Haukur.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í dag.Vísir/EinarKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að beita sér fyrir því að málið verði tekið upp á Alþingi. „Þetta eru auðvitað sláandi tölur og háar tölur. Ég held að það sé náttúrulega algjörlega nauðsynlegt að taka þetta til umræðu á vettvangi Alþingis,“ segir Katrín. Aðspurð um sína reynslu og annarra kvenna í kringum hana á þinginu segir Katrín kynbundna orðræðu vart fara fram hjá neinum. „Ég held að allar konur á Alþingi hafi upplifað þessa kynbundu orðræðu sem er svo áberandi. Að það er öðruvísi talað um karla og konur. Mjög margar hafi upplifað áreitni og síðan þessi háa tala um ofbeldi. Að sjálfsögðu hef ég orðið vör við þetta en eigi að síður finnst mér þessar tölur mjög háar,“ segir Katrín. Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í nýrri bók sem gefin var út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum en höfundur hennar er Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Rannsóknin var gerð meðal starfandi þingkvenna og þeirra sem nýlega hafa hætt störfum á Alþingi. Um 80% þingkvenna sögðust hafa hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28% fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24% fyrir líkamlegu ofbeldi og 21% sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. „Það sem slær mig náttúrulega er að líkamlegt ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi og efnahagslegt skuli vera ívið meira en í Evrópu og það setur orð Klaustursdólgana, um að þeir veiti málum kvenna ekki framgöngu nema þeir fái þetta og þetta í staðin, það gefur þeim alveg nýja vídd. Vegna þess að mál kvenna verða síður að lögum en mál karla og þetta setur konur í það ljós að þær hafi virkilega veikari stöðu í þinginu en karlarnir,“ segir Haukur.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í dag.Vísir/EinarKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að beita sér fyrir því að málið verði tekið upp á Alþingi. „Þetta eru auðvitað sláandi tölur og háar tölur. Ég held að það sé náttúrulega algjörlega nauðsynlegt að taka þetta til umræðu á vettvangi Alþingis,“ segir Katrín. Aðspurð um sína reynslu og annarra kvenna í kringum hana á þinginu segir Katrín kynbundna orðræðu vart fara fram hjá neinum. „Ég held að allar konur á Alþingi hafi upplifað þessa kynbundu orðræðu sem er svo áberandi. Að það er öðruvísi talað um karla og konur. Mjög margar hafi upplifað áreitni og síðan þessi háa tala um ofbeldi. Að sjálfsögðu hef ég orðið vör við þetta en eigi að síður finnst mér þessar tölur mjög háar,“ segir Katrín.
Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira