Gefur orðum Klausturdólganna nýja vídd Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. október 2019 20:30 Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í nýrri bók sem gefin var út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum en höfundur hennar er Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Rannsóknin var gerð meðal starfandi þingkvenna og þeirra sem nýlega hafa hætt störfum á Alþingi. Um 80% þingkvenna sögðust hafa hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28% fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24% fyrir líkamlegu ofbeldi og 21% sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. „Það sem slær mig náttúrulega er að líkamlegt ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi og efnahagslegt skuli vera ívið meira en í Evrópu og það setur orð Klaustursdólgana, um að þeir veiti málum kvenna ekki framgöngu nema þeir fái þetta og þetta í staðin, það gefur þeim alveg nýja vídd. Vegna þess að mál kvenna verða síður að lögum en mál karla og þetta setur konur í það ljós að þær hafi virkilega veikari stöðu í þinginu en karlarnir,“ segir Haukur.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í dag.Vísir/EinarKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að beita sér fyrir því að málið verði tekið upp á Alþingi. „Þetta eru auðvitað sláandi tölur og háar tölur. Ég held að það sé náttúrulega algjörlega nauðsynlegt að taka þetta til umræðu á vettvangi Alþingis,“ segir Katrín. Aðspurð um sína reynslu og annarra kvenna í kringum hana á þinginu segir Katrín kynbundna orðræðu vart fara fram hjá neinum. „Ég held að allar konur á Alþingi hafi upplifað þessa kynbundu orðræðu sem er svo áberandi. Að það er öðruvísi talað um karla og konur. Mjög margar hafi upplifað áreitni og síðan þessi háa tala um ofbeldi. Að sjálfsögðu hef ég orðið vör við þetta en eigi að síður finnst mér þessar tölur mjög háar,“ segir Katrín. Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Sjá meira
Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í nýrri bók sem gefin var út í dag og heitir Um Alþingi - Hver kennir kennaranum en höfundur hennar er Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Rannsóknin var gerð meðal starfandi þingkvenna og þeirra sem nýlega hafa hætt störfum á Alþingi. Um 80% þingkvenna sögðust hafa hafa orðið fyrir sálfræðilegu ofbeldi, 28% fyrir kynferðislegu ofbeldi, 24% fyrir líkamlegu ofbeldi og 21% sögðust hafa orðið fyrir efnahagslegu ofbeldi. „Það sem slær mig náttúrulega er að líkamlegt ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi og efnahagslegt skuli vera ívið meira en í Evrópu og það setur orð Klaustursdólgana, um að þeir veiti málum kvenna ekki framgöngu nema þeir fái þetta og þetta í staðin, það gefur þeim alveg nýja vídd. Vegna þess að mál kvenna verða síður að lögum en mál karla og þetta setur konur í það ljós að þær hafi virkilega veikari stöðu í þinginu en karlarnir,“ segir Haukur.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í dag.Vísir/EinarKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að beita sér fyrir því að málið verði tekið upp á Alþingi. „Þetta eru auðvitað sláandi tölur og háar tölur. Ég held að það sé náttúrulega algjörlega nauðsynlegt að taka þetta til umræðu á vettvangi Alþingis,“ segir Katrín. Aðspurð um sína reynslu og annarra kvenna í kringum hana á þinginu segir Katrín kynbundna orðræðu vart fara fram hjá neinum. „Ég held að allar konur á Alþingi hafi upplifað þessa kynbundu orðræðu sem er svo áberandi. Að það er öðruvísi talað um karla og konur. Mjög margar hafi upplifað áreitni og síðan þessi háa tala um ofbeldi. Að sjálfsögðu hef ég orðið vör við þetta en eigi að síður finnst mér þessar tölur mjög háar,“ segir Katrín.
Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Sjá meira