Allsherjarverkfall í Katalóníu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. október 2019 19:15 Forseti héraðsstjórnarinnar fordæmdi það ofbeldi sem hefur verið beitt undanfarnar nætur. AP/Manu Fernandez Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. Dagurinn í dag hefur verið sá stærsti í mótmælunum til þessa. Hundruð þúsunda mótmælenda komu saman í katalónsku höfuðborginni Barcelona. Ólöglegt er á Spáni að fara í verkfall af pólitískri ástæðu og var því ekki minnst á dóm hæstaréttar í verkfallsboðuninni. Þar kom þó fram að stéttarfélögin sem að verkfallinu standa styðji sjálfstæðishreyfinguna.Víðtæk áhrif Mótmælaaldan sem riðið hefur yfir héraðið í vikunni hefur haft víðtæk áhrif. Götum hefur verið lokað og alþjóðaflugvöllur borgarinnar þurft að aflýsa ferðum vegna mótmæla. Verksmiðja bílaframleiðandans SEAT þurfti að stöðva alla framleiðslu og þá var Sagrada Familia, hinni víðfrægu kirkju, lokað í dag. Fjölda viðburða hefur verið aflýst vegna ástandsins, meðal annars leik Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu karla sem átti að fara fram eftir rúma viku. Spænskur dómstóll setti í gær lögbann á vefsíðu samtakanna Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið að mótmælum í vikunni.Lofar annarri atkvæðagreiðslu Forseti héraðsstjórnarinnar fordæmdi í vikunni þá sem hafa beitt ofbeldi undanfarnar nætur. Í gærkvöldi gaf hann svo þetta loforð: „Ég heiti ykkur því að á þessu þingi munum við greiða atkvæði á ný um sjálfstæði.“ Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar haustið 2017 þegar síðasta atkvæðagreiðsla fór fram, var leystur úr haldi gegn tryggingu í Belgíu í dag. Stjórnvöld á Spáni gáfu út nýja alþjóðlega handtökuskipun eftir að dómur féll á mánudag en fyrri kröfum spánverja hefur verið hafnað. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. Dagurinn í dag hefur verið sá stærsti í mótmælunum til þessa. Hundruð þúsunda mótmælenda komu saman í katalónsku höfuðborginni Barcelona. Ólöglegt er á Spáni að fara í verkfall af pólitískri ástæðu og var því ekki minnst á dóm hæstaréttar í verkfallsboðuninni. Þar kom þó fram að stéttarfélögin sem að verkfallinu standa styðji sjálfstæðishreyfinguna.Víðtæk áhrif Mótmælaaldan sem riðið hefur yfir héraðið í vikunni hefur haft víðtæk áhrif. Götum hefur verið lokað og alþjóðaflugvöllur borgarinnar þurft að aflýsa ferðum vegna mótmæla. Verksmiðja bílaframleiðandans SEAT þurfti að stöðva alla framleiðslu og þá var Sagrada Familia, hinni víðfrægu kirkju, lokað í dag. Fjölda viðburða hefur verið aflýst vegna ástandsins, meðal annars leik Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu karla sem átti að fara fram eftir rúma viku. Spænskur dómstóll setti í gær lögbann á vefsíðu samtakanna Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið að mótmælum í vikunni.Lofar annarri atkvæðagreiðslu Forseti héraðsstjórnarinnar fordæmdi í vikunni þá sem hafa beitt ofbeldi undanfarnar nætur. Í gærkvöldi gaf hann svo þetta loforð: „Ég heiti ykkur því að á þessu þingi munum við greiða atkvæði á ný um sjálfstæði.“ Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar haustið 2017 þegar síðasta atkvæðagreiðsla fór fram, var leystur úr haldi gegn tryggingu í Belgíu í dag. Stjórnvöld á Spáni gáfu út nýja alþjóðlega handtökuskipun eftir að dómur féll á mánudag en fyrri kröfum spánverja hefur verið hafnað.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira