Þjálfari Búlgara sagði af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2019 15:13 Krasimir Balakov. Getty/Filip Filipovic Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins í fótbolta, er búinn að segja starfi sínu lausu en þetta kemur í kjölfarið á umdeildum viðbrögðum hans eftir kynþáttaníð áhorfanda á leik Búlgaríu og Englendinga í undankeppni EM 2020. Það þurfti tvisvar að stöðva leik Búlgaríu og Englands á mánudaginn var eftir að stuðningsmenn búlgarska landsliðsins voru með kynþáttahatur í stúkunni. Eftir leikinn sagði hinn 53 ára gamli Krasimir Balakov að hann hefði ekki heyrt neitt slíkt. Ummæli hans voru harðlega gagnrýnd en hann afsakaði sig seinna með því að segja að hann hafi bara verið að einbeita sér að leiknum sjálfum.Bulgaria's coach Krasimir Balakov has resigned following racist abuse of England players during Monday's Euro 2020 qualifier. Full story https://t.co/g8jLaYkCQSpic.twitter.com/5sgYRVB4Gc — BBC Sport (@BBCSport) October 18, 2019„Ég er ekki lengur þjálfari búlgarska landsliðsins,“ sagði Krasimir Balakov við búlgarska fjölmiðla í dag. Hann hitti þá þegar hann kom út af fundi með búlgarska knattspyrnusambandinu. Búlgörsk yfirvöld hafa fundið sextán sökudólga sem voru með kynþáttaníð á leiknum og hafa enn fremur handtekið tólf þeirra vegna hegðunar þeirra. Fjórir stuðningsmenn voru dæmdir í tveggja ára bann og fengu sekt að auki en rannsókn stendur yfir í máli hinna. „Ég óska næsta þjálfara alls hins besta en ástandið núna er enginn dans á rósum,“ sagði Krasimir Balakov sem var á sínu fyrsta ári með búlgarska landsliðið. Hann lék sjálfur 82 landsleiki fyrir Búlgara og var lykilmaður þegar landsliðið sló í gegn á HM í Bandaríkjunum sumarið 1994. Krasimir Balakov var valinn í úrvalslið mótsins þar sem Búlgaría náði fjórða sætinu. EM 2020 í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins í fótbolta, er búinn að segja starfi sínu lausu en þetta kemur í kjölfarið á umdeildum viðbrögðum hans eftir kynþáttaníð áhorfanda á leik Búlgaríu og Englendinga í undankeppni EM 2020. Það þurfti tvisvar að stöðva leik Búlgaríu og Englands á mánudaginn var eftir að stuðningsmenn búlgarska landsliðsins voru með kynþáttahatur í stúkunni. Eftir leikinn sagði hinn 53 ára gamli Krasimir Balakov að hann hefði ekki heyrt neitt slíkt. Ummæli hans voru harðlega gagnrýnd en hann afsakaði sig seinna með því að segja að hann hafi bara verið að einbeita sér að leiknum sjálfum.Bulgaria's coach Krasimir Balakov has resigned following racist abuse of England players during Monday's Euro 2020 qualifier. Full story https://t.co/g8jLaYkCQSpic.twitter.com/5sgYRVB4Gc — BBC Sport (@BBCSport) October 18, 2019„Ég er ekki lengur þjálfari búlgarska landsliðsins,“ sagði Krasimir Balakov við búlgarska fjölmiðla í dag. Hann hitti þá þegar hann kom út af fundi með búlgarska knattspyrnusambandinu. Búlgörsk yfirvöld hafa fundið sextán sökudólga sem voru með kynþáttaníð á leiknum og hafa enn fremur handtekið tólf þeirra vegna hegðunar þeirra. Fjórir stuðningsmenn voru dæmdir í tveggja ára bann og fengu sekt að auki en rannsókn stendur yfir í máli hinna. „Ég óska næsta þjálfara alls hins besta en ástandið núna er enginn dans á rósum,“ sagði Krasimir Balakov sem var á sínu fyrsta ári með búlgarska landsliðið. Hann lék sjálfur 82 landsleiki fyrir Búlgara og var lykilmaður þegar landsliðið sló í gegn á HM í Bandaríkjunum sumarið 1994. Krasimir Balakov var valinn í úrvalslið mótsins þar sem Búlgaría náði fjórða sætinu.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira