26,4 milljóna króna gjaldþrot á einu ári Björn Þorfinnsson skrifar 18. október 2019 06:00 Sverrir Einar Eiríksson, athafnamaður Skiptum er lokið í þrotabúi fyrirtækis Jupiter gisting ehf., sem var í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu um 26,4 milljónum króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengdist fyrirtækið um tíma rekstri á Hótel Brimi í Skipholti. Athygli vekur að fyrirtækið var stofnað í maí 2018 en var úrskurðað gjaldþrota í maí 2019. Meðal áhugafólks um krassandi gjaldþrot þykir það afar vel gert að ná að kveikja í kennitölu á svo skömmum tíma. Þetta er annað gjaldþrot félags í eigu Sverris Einars á árinu. Í janúar lauk skiptum í þrotabúi starfsmannaleigunnar Proventus ehf. sem Sverrir átti og rak. Um 80 starfsmenn, flestir pólskir, störfuðu á vegum fyrirtækisins þegar mest var. Kröfur í búið námu 114 milljónum króna en engar eignir fundust. Viðskiptaferill Sverris Einars hefur verið fjölbreyttur í meira lagi. Hann hefur keypt gull af Íslendingum, stundað demantaviðskipti, opnað smálánafyrirtæki sem og listgallerí. Þá hefur hann selt Herbalife, boðið Íslendingum upp á 95% fasteignalán, rekið gistiheimili sem og leigufélag. Þá rak hann um tíma veitingastaðinn Gömlu smiðjuna og í kjölfarið Þrastalund í Grímsnesi. Síðastnefnda starfsemin rataði oft á síður fjölmiðla. Meðal annars fyrir að nota áhrifavalda óspart til þess að koma staðnum á framfæri, selja vatnsflösku á 750 krónur og að selja áfengi í kjörbúð staðarins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins einbeitir Sverrir Einar sér nú að útleigu lúxuseigna á Bretlandseyjum. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Tengdar fréttir Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21 Þrastalundur til leigu eins og hann leggur sig Þrastalundur er vinsæll áfangastaður á Suðurlandi en þangað leggja ferðamenn og áhrifavaldar reglulega leið sína. 19. nóvember 2018 14:45 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15 Sverrir grætur sína gjaldþrota starfsmannaleigu Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. 31. janúar 2019 11:00 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Skiptum er lokið í þrotabúi fyrirtækis Jupiter gisting ehf., sem var í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu um 26,4 milljónum króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengdist fyrirtækið um tíma rekstri á Hótel Brimi í Skipholti. Athygli vekur að fyrirtækið var stofnað í maí 2018 en var úrskurðað gjaldþrota í maí 2019. Meðal áhugafólks um krassandi gjaldþrot þykir það afar vel gert að ná að kveikja í kennitölu á svo skömmum tíma. Þetta er annað gjaldþrot félags í eigu Sverris Einars á árinu. Í janúar lauk skiptum í þrotabúi starfsmannaleigunnar Proventus ehf. sem Sverrir átti og rak. Um 80 starfsmenn, flestir pólskir, störfuðu á vegum fyrirtækisins þegar mest var. Kröfur í búið námu 114 milljónum króna en engar eignir fundust. Viðskiptaferill Sverris Einars hefur verið fjölbreyttur í meira lagi. Hann hefur keypt gull af Íslendingum, stundað demantaviðskipti, opnað smálánafyrirtæki sem og listgallerí. Þá hefur hann selt Herbalife, boðið Íslendingum upp á 95% fasteignalán, rekið gistiheimili sem og leigufélag. Þá rak hann um tíma veitingastaðinn Gömlu smiðjuna og í kjölfarið Þrastalund í Grímsnesi. Síðastnefnda starfsemin rataði oft á síður fjölmiðla. Meðal annars fyrir að nota áhrifavalda óspart til þess að koma staðnum á framfæri, selja vatnsflösku á 750 krónur og að selja áfengi í kjörbúð staðarins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins einbeitir Sverrir Einar sér nú að útleigu lúxuseigna á Bretlandseyjum.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Tengdar fréttir Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21 Þrastalundur til leigu eins og hann leggur sig Þrastalundur er vinsæll áfangastaður á Suðurlandi en þangað leggja ferðamenn og áhrifavaldar reglulega leið sína. 19. nóvember 2018 14:45 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15 Sverrir grætur sína gjaldþrota starfsmannaleigu Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. 31. janúar 2019 11:00 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21
Þrastalundur til leigu eins og hann leggur sig Þrastalundur er vinsæll áfangastaður á Suðurlandi en þangað leggja ferðamenn og áhrifavaldar reglulega leið sína. 19. nóvember 2018 14:45
114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15
Sverrir grætur sína gjaldþrota starfsmannaleigu Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. 31. janúar 2019 11:00