Vonar að Huffman geti gefið sér ráð eftir fangelsisvistina Sylvía Hall skrifar 17. október 2019 23:36 Lori Laughlin hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. Vísir/Getty Leikkonan Lori Laughlin er á meðal þeirra sem var ákærð fyrir þátttöku sína í umsvifamikilli háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum. Á annan tug efnaðra foreldra voru ákærðir í málinu grunaðir um að hafa greitt háar fjárhæðir til þess að koma börnum sínum í eftirsótta háskóla. Laughlin neitaði sök í málinu og samþykkti ekki samning saksóknara. Réttarhöld yfir henni hefjast á næsta ári en hún og eiginmaður hennar, Mossimo Gianulli, eru sögð hafa borgað yfir 500 þúsund Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega 62 milljón íslenskra króna, til þess að koma dóttur sínum tveimur inn í svokallaða „elítuskóla“ og voru þær skráðar sem afreksíþróttamenn á umsókn þeirra til þess að auka líkurnar á inntöku.Sjá einnig: Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Desperate Housewifes, hefur hafið afplánun á fjórtán daga fangelsisdómi sínum sem hún hlaut í september fyrir hlut sinn í málinu. Er Laughlin sögð hafa reynt að eiga í samskiptum við Huffman til þess að leita ráða og vonar að hún geti sagt sér frá reynslu sinni eftir afplánun, fari svo að hún sjálf þurfi að sæta fangelsisvist. „Henni líður eins og örlög þeirra séu samtvinnuð núna,“ segir heimildarmaður People. Hún vilji vita hvernig fangelsisvistin sé í raun og veru svo hún geti haft einhverja hugmynd um hvað bíði hennar ef allt fer á versta veg. Að sögn heimildarmannsins vonar Laughlin að fangelsisvistin verði Huffman ekki erfið því það gefi henni von um að það sama eigi við um sig. Ef Huffman geti komist í gegnum slíkt, geti hún það líka. „Það er henni enn mjög mikilvægt að vera sýknuð af öllum ákærum gegn sér. Hún heldur enn fram sakleysi sínu og vonar að það komi ekki til þess. En ef hún endar á því að þurfa að afplána dóm í fangelsi, þá vill hún vita hvað hún er að fara út í.“ Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Yale afturkallar inngöngu nemanda vegna mútugreiðslu Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala. 26. mars 2019 21:10 Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. 13. september 2019 19:50 Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Leikkonan Lori Laughlin er á meðal þeirra sem var ákærð fyrir þátttöku sína í umsvifamikilli háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum. Á annan tug efnaðra foreldra voru ákærðir í málinu grunaðir um að hafa greitt háar fjárhæðir til þess að koma börnum sínum í eftirsótta háskóla. Laughlin neitaði sök í málinu og samþykkti ekki samning saksóknara. Réttarhöld yfir henni hefjast á næsta ári en hún og eiginmaður hennar, Mossimo Gianulli, eru sögð hafa borgað yfir 500 þúsund Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega 62 milljón íslenskra króna, til þess að koma dóttur sínum tveimur inn í svokallaða „elítuskóla“ og voru þær skráðar sem afreksíþróttamenn á umsókn þeirra til þess að auka líkurnar á inntöku.Sjá einnig: Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Desperate Housewifes, hefur hafið afplánun á fjórtán daga fangelsisdómi sínum sem hún hlaut í september fyrir hlut sinn í málinu. Er Laughlin sögð hafa reynt að eiga í samskiptum við Huffman til þess að leita ráða og vonar að hún geti sagt sér frá reynslu sinni eftir afplánun, fari svo að hún sjálf þurfi að sæta fangelsisvist. „Henni líður eins og örlög þeirra séu samtvinnuð núna,“ segir heimildarmaður People. Hún vilji vita hvernig fangelsisvistin sé í raun og veru svo hún geti haft einhverja hugmynd um hvað bíði hennar ef allt fer á versta veg. Að sögn heimildarmannsins vonar Laughlin að fangelsisvistin verði Huffman ekki erfið því það gefi henni von um að það sama eigi við um sig. Ef Huffman geti komist í gegnum slíkt, geti hún það líka. „Það er henni enn mjög mikilvægt að vera sýknuð af öllum ákærum gegn sér. Hún heldur enn fram sakleysi sínu og vonar að það komi ekki til þess. En ef hún endar á því að þurfa að afplána dóm í fangelsi, þá vill hún vita hvað hún er að fara út í.“
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Yale afturkallar inngöngu nemanda vegna mútugreiðslu Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala. 26. mars 2019 21:10 Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. 13. september 2019 19:50 Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Yale afturkallar inngöngu nemanda vegna mútugreiðslu Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala. 26. mars 2019 21:10
Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49
Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. 13. september 2019 19:50
Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent