Handbolti

Seinni bylgjan: Logi sagði lokasókn Fram „hrikalega“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Logi Geirsson og Ágúst Jóhannsson ásamt þáttarstjórnandanum Henry Birgi Gunnarssyni.
Logi Geirsson og Ágúst Jóhannsson ásamt þáttarstjórnandanum Henry Birgi Gunnarssyni. vísir/skjáskot
Seinni bylgjan gerði upp 4. umferð Olís-deildar kvenna í þætti sínum í gærkvöldi en flest augu beindust að stórleik Vals og Fram.

Valur hafði betur með einu marki að endingu en leikhlé Stefáns Arnarssonar, þjálfara Fram, undir lok leiksins vakti mikla athygli.

Lítið skipulag virtist fyrir lokasókn Fram þrátt fyrir leikhlé Stefáns og hann tók á sig klúðrið í leikslok.

Logi Geirsson, annar spekingur Seinni bylgjunnar í gærkvöldi, má sjá hér að neðan.

„Þetta er hrikalegt. Við erum bara búnir að sjá þetta alltof oft. Við sáum þetta hjá Fjölnisstrákunm og hjá Val í vetur. Það er eins og menn séu ekki að æfa sig fyrir síðustu sóknina,“ sagði Logi.

„Það fór allt í skrúfuna hjá honum í þessu leikhléi. Þær voru að benda honum á þetta og hann stressaðist upp. Þetta er partur af leiknum. Menn gera mistök.“

Innslagið í heild sinni sem og umræðuna um aðra leiki má sjá hér að neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Umfjöllun um 4. umferð Olís deildar kvenna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×