Sjón meðhöfundur handrits nýrrar myndar leikstjóra The Witch Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 17. október 2019 14:00 Nicole Kidman fer með eitt af aðalhlutverkum myndarinnar The Northman. Robert Eggers, leikstjóri hryllingsmyndarinnar The Witch, vinnur nú að nýrri mynd sem ber titilinn The Northman. Sögusvið myndarinnar nýju er Ísland í kringum árið 1000, og skrifar Eggers handritið í samstarfi við íslenska skáldið Sjón. Nicole Kidman, Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Bill Skarsgård og Willem Dafoe eru meðal leikara sem munu koma fram í myndinni sem fjallar samkvæmt The Hollywood Reporter um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns. Lars Knudsen framleiðir myndina, en hann framleiddi einnig The Witch, sem og myndir leikstjórans Ari Aster, Hereditary og Midsommar. Sú síðarnefnda var frumsýnd hér á landi á dögunum.The Witch var fyrsta kvikmynd leikstjórans í fullri lengd, en önnur mynd hans, The Lighthouse, verður frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun. Hún skartar Robert Pattinson og Willem Dafoe í aðalhlutverkum og segir sögu tveggja vitavarða á eyju í New England fylki undir lok nítjándu aldar. Hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF á dögunum og vakti mikla lukku hátíðargesta. Vísir hafði samband við Sjón vegna verkefnisins en hann mátti lítið segja á þessu stigi, annað en að staðfesta það sem kemur fram í frétt The Hollywood Reporter. Bókmenntir Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Robert Eggers, leikstjóri hryllingsmyndarinnar The Witch, vinnur nú að nýrri mynd sem ber titilinn The Northman. Sögusvið myndarinnar nýju er Ísland í kringum árið 1000, og skrifar Eggers handritið í samstarfi við íslenska skáldið Sjón. Nicole Kidman, Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Bill Skarsgård og Willem Dafoe eru meðal leikara sem munu koma fram í myndinni sem fjallar samkvæmt The Hollywood Reporter um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns. Lars Knudsen framleiðir myndina, en hann framleiddi einnig The Witch, sem og myndir leikstjórans Ari Aster, Hereditary og Midsommar. Sú síðarnefnda var frumsýnd hér á landi á dögunum.The Witch var fyrsta kvikmynd leikstjórans í fullri lengd, en önnur mynd hans, The Lighthouse, verður frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun. Hún skartar Robert Pattinson og Willem Dafoe í aðalhlutverkum og segir sögu tveggja vitavarða á eyju í New England fylki undir lok nítjándu aldar. Hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF á dögunum og vakti mikla lukku hátíðargesta. Vísir hafði samband við Sjón vegna verkefnisins en hann mátti lítið segja á þessu stigi, annað en að staðfesta það sem kemur fram í frétt The Hollywood Reporter.
Bókmenntir Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira