Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. október 2019 12:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að alltaf verði yfirstandandi einhverjar framkvæmdir við jarðgöng í uppfærðri samgönguáætlun til ársins 2034. Meðal annars stendur til að flýta framkvæmdum við að aðskilja akstursstefnur. Samgönguráðherra segir að hugsa verði út fyrir kassann varðandi fjármögnun. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun. Gert er ráð fyrir að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert auk þess sem til stendur að flýta framkvæmdum við ákveðin verkefni.Sjá einnig: Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun „Við erum búin að flýta öllum þessum framkvæmdum á stofnframkvæmdum, aðskilja akstursstefnur, þannig að innan sjö ára verðum við svona með megin þungann af þeim en innan fimmtán ára verðum við búin að aðskilja akstursstefnur austur fyrir Hellu, upp í Borgarnes, tvöfalda Reykjanesbrautina. Og þar við bætist þónokkrar framkvæmdir sem eru nýjar inn, stórar einbreiðar brýr og svona vegaframkvæmdir hringinn í kringum landið, ný Ölfusárbrú og svo vonandi í fyllingu tímans tvöföldun Hvalfjarðarganga og ný Sundabraut,“ segir Sigurður Ingi. Þá er kynnt til sögunnar ný flugstefna fyrir Íslands og gert ráð fyrir sérstakri jarðgangaáætlun. „Sem segir að það verða alltaf einhver jarðgöng í gangi og við erum með verkefni núna á Austurlandi sem var samþykkt í núgildandi samgönguáætlun, göng til Seyðisfjarðar og undir Fjarðarheiði, sem er umtalsvert stórt verkefni,“ segir Sigurður Ingi. Í því sambandi sé horft til færeyskrar hugmyndafræði um að það verði tekin upp notendagjöld til að greiða niður þann kostnað. Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á nokkrum svæðum þegar fram líða stundir en útfærsla liggur ekki fyrir. „Þau verkefni sem heyra beint hjá mér eru svokölluð samvinnuverkefni þar sem er verið að flýta einstökum verkefnum og það verður frumvarp sem fer fyrir þingið. Það eru sex verkefni sem þar heyra undir. Síðan varðandi gjaldtökuna innan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er það auðvitað bara breytt gjaldtaka sem að er unnin í fjármálaráðuneytinu og í starfshópi sem er stýrt þaðan og mun taka einhver ár. Enda fyrirhuguð gjaldtaka ekki á næstu árum,“ segir Sigurður Ingi. Færeyjar Samgöngur Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Gert er ráð fyrir að alltaf verði yfirstandandi einhverjar framkvæmdir við jarðgöng í uppfærðri samgönguáætlun til ársins 2034. Meðal annars stendur til að flýta framkvæmdum við að aðskilja akstursstefnur. Samgönguráðherra segir að hugsa verði út fyrir kassann varðandi fjármögnun. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun. Gert er ráð fyrir að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert auk þess sem til stendur að flýta framkvæmdum við ákveðin verkefni.Sjá einnig: Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun „Við erum búin að flýta öllum þessum framkvæmdum á stofnframkvæmdum, aðskilja akstursstefnur, þannig að innan sjö ára verðum við svona með megin þungann af þeim en innan fimmtán ára verðum við búin að aðskilja akstursstefnur austur fyrir Hellu, upp í Borgarnes, tvöfalda Reykjanesbrautina. Og þar við bætist þónokkrar framkvæmdir sem eru nýjar inn, stórar einbreiðar brýr og svona vegaframkvæmdir hringinn í kringum landið, ný Ölfusárbrú og svo vonandi í fyllingu tímans tvöföldun Hvalfjarðarganga og ný Sundabraut,“ segir Sigurður Ingi. Þá er kynnt til sögunnar ný flugstefna fyrir Íslands og gert ráð fyrir sérstakri jarðgangaáætlun. „Sem segir að það verða alltaf einhver jarðgöng í gangi og við erum með verkefni núna á Austurlandi sem var samþykkt í núgildandi samgönguáætlun, göng til Seyðisfjarðar og undir Fjarðarheiði, sem er umtalsvert stórt verkefni,“ segir Sigurður Ingi. Í því sambandi sé horft til færeyskrar hugmyndafræði um að það verði tekin upp notendagjöld til að greiða niður þann kostnað. Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á nokkrum svæðum þegar fram líða stundir en útfærsla liggur ekki fyrir. „Þau verkefni sem heyra beint hjá mér eru svokölluð samvinnuverkefni þar sem er verið að flýta einstökum verkefnum og það verður frumvarp sem fer fyrir þingið. Það eru sex verkefni sem þar heyra undir. Síðan varðandi gjaldtökuna innan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er það auðvitað bara breytt gjaldtaka sem að er unnin í fjármálaráðuneytinu og í starfshópi sem er stýrt þaðan og mun taka einhver ár. Enda fyrirhuguð gjaldtaka ekki á næstu árum,“ segir Sigurður Ingi.
Færeyjar Samgöngur Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira