Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2019 11:15 Rick Perry var staddur á Íslandi í tengslum við Hringborð norðurslóða í síðustu viku. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Donald Trump forseti hafi skipað honum og öðrum embættismönnum að vinna með Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni hans, áður en hann gæti fallist á fund með forseta Úkraínu. Allir tóku þeir þátt í að þrýsta á stjórnvöld í Kænugarði að rannsaka pólitískan andstæðing Trump. Í viðtali við Wall Street Journal (WSJ) lýsir Perry, sem hefur verið einn helsti tengiliður ríkisstjórnar Trump við Úkraínu, hvernig hann hefði rætt við Giuliani að skipan Trump forseta í vor. Það hefði hann gert til að liðka fyrir fundi á milli Trump og Volodomír Zelenskíj, nýs forseta Úkraínu, sem Perry taldi nauðsynlegan til að sýna stuðning Bandaríkjastjórnar við nýju stjórnina til að vega upp á móti áhrifum Rússa í landinu. Úkraínsk stjórnvöld berjast við aðskilnaðarsinna sem eru hliðhollir Rússum í austanverðu landinu. Trump var þó ekki tilbúinn að hitta Zelenskíj nema Perry ræddi við Giuliani sem myndi skýra frekar hvers vegna. Á fundi með Perry og fleiri embættismönnum í Hvíta húsinu í maí sagði forsetinn að þeir þyrftu að vinna með Giuliani að því að greiða úr áhyggjum hans áður en af fundi gæti orðið. Frásögn Perry skýrir frekar aðkomu Giuliani, sem er nú til sakamálarannsóknar ásamt nokkrum samverkamönnum vegna umsvifa hans í Úkraínu, að þrýstingsherferð Trump til að krefja nýja ríkisstjórn Úkraínu um persónulegan pólitískan greiða. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot og misbeitt valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á þessu ári. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan bandarísku leyniþjónustunnar kvartaði undan mögulegu misferli í símtali Trump og Zelenskíj sem átti sér stað 25. júlí. Í minnisblaði sem Hvíta húsið birti opinberlega um símtalið í kjölfarið kom fram að Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótherja Trump í forsetakosningum næsta árs, og stoðlausa samsæriskenningu um að úkraínsk stjórnvöld, ekki rússnesk, hafi haft afskipti af kosningum árið 2016. Trump og bandamenn hans hafa sakað Biden og son hans Hunter um spillingu í Úkraínu án nokkurra sannana.Giuliani segist aðeins hafa varað Perry að gæta sín í samskiptum við Zelenskíj Úkraínuforseta.AP/Charles Krupa„Ég veit ekki hvort þetta var della“ Eftir fundinn í Hvíta húsinu í maí þar sem Trump sagði Perry og Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúa Bandaríkjanna gagnvart átökunum í Austur-Úkraínu, að vinna með Giuliani áður en hægt yrði að koma á fundi hans og Zelenskíj segist Perry hafa hringt í lögmanninn. Í símtalinu segir Perry að Giuliani hafi þulið upp nokkur atriði sem þeir Trump væru ósáttir við varðandi Úkraínu. Þau vörðuðu stoðlausa samsæriskenningu um aðilar í Úkraínu hafi reynt að skemma fyrir framboði Trump árið 2016 og að þeir hafi komið sökinni á rússnesk stjórnvöld. Bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar með það fyrir augum að hjálpa Trump en forsetinn hefur ítrekað lýst efasemdum um það mat og jafnvel tekið undir mótbárur Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í þeim efnum. „Sjáðu til, forsetinn hefur raunverulegar áhyggjur af því að það sé fólk í Úkraínu sem reyndi að sigra hann í forsetakosningunum. Hann telur að það sé spillt og að það sé enn fólk þar sem er virkt og er algerlega spillt,“ segir Perry að Giuliani hafi sagt við sig. Giuliani hafi þó ekki gert neinar ákveðnar kröfur í símtalinu. Hann hafi aðeins lýst hvers vegna Trump vildi ekki hitta Zelenskíj. „Ég veit ekki hvort það var della eða hvað en ég er bara að segja að það voru þrír hlutir sem hann sagði. Það er ástæðan fyrir að forsetinn treystir þessum gaurum ekki,“ segir Perry við WSJ.George Kent bar vitni um að honum hefði verið ýtt til hliðar í málefnum Úkraínu þrátt fyrir að hann fari með þau hjá utanríkisráðuneytinu.AP/Manuel Balce CenetaTrump handvaldi fulltrúa sína gagnvart Úkraínu Um svipað leyti og Perry og Volker funduðu með Trump í Hvíta húsinu ýtti forsetinn Marie Yovanovitch, sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, úr embætti. Hún bar vitni fyrir þingnefnd í síðustu viku og sagði meðal annars að Giuliani og samverkamenn hans hafi borið á hana ósannindi um að hún væri Trump óholl. George Kent, varaaðstoðarutanríkisráðherra sem fer með málefni Úkraínu, sagði þingnefnd á þriðjudag að honum hefði verið sagt að halda sig utan við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í Úkraínu því að Perry, Volker og Gordon Sondland, sendiherra gagnvart Evrópusambandinu, stýrðu þeim nú. Í samræmi við það voru það þeir Perry, Sondland og Volker sem voru viðstaddir embættistöku Zelenskíj í Kænugarði í maí. Upphaflega átti Mike Pence, varaforseti, að fara fyrir bandarísku sendinefndinni en Trump skipaði honum að aflýsa og að Perry skyldi fara í staðinn. Í ferðinni til Úkraínu sagði Volker öðrum fulltrúum í sendinefndinni frá því að Giuliani væri búinn að vinna að því að fá úkraínsk stjórnvöld til að hefja rannsóknir á Biden og samsæriskenningu þeirra. Það hafi komið öðrum í sendinefndinni á óvart. Þegar heim var komið hittu Perry og Volker forsetann í Hvíta húsinu sem sagði þeim þá að vinna með Giuliani áður en hann gæti fallist á fund með Zelenskíj.Sjá einnig:Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Perry, Sondland og Volker funduðu í júlí með þjóðaröryggis- og varnarmálaráðherra Úkraínu í Hvíta húsinu. John Bolton, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, var einnig viðstaddur. Fiona Hill, þáverandi ráðgjafi Trump um málefni Rússlands og Evrópu, bar vitni í vikunni um að Bolton hafi verið svo sleginn yfir því sem þremenningarnir, sem Sondland nefndi „vinina þrjá“, ræddu að hann fól Hill að tilkynna það til lögfræðinga Hvíta hússins. Bolton hætti eða var rekinn í september, eftir því hvort honum eða Trump forseta sé trúað.Trump fól Sondland (t.h.) að fara með mál sem tengjast Úkraínu þrátt fyrir að hann sé sendiherrann gagnvart Evrópusambandinu. Úkraína er ekki hluti af sambandinu.AP/Pablo Martinez MonsivaisSondland kemur fyrir þingnefnd í dag Skilaboð sem fóru á milli Volker, Sondland, Bills Taylor, hæst setta fulltrúa Bandaríkjanna í sendiráðinu í Kænugarði eftir að Yovanovitch sendiherra var sparkað, og nánasta ráðgjafa Zelenskíj benda til þess að þeir hafi talið að Trump hefði sett það sem skilyrði fyrir því að hitta Zelenskíj að hann lofaði að rannsaka Biden. Taylor virðist einnig hafa talið að um 400 milljón dollara hernaðaraðstoð sem Trump hélt eftir í sumar hafi tengst þrýstingnum á að Úkraínumenn gerðu Trump pólitískan greiða. Sondland hafnaði því í skilaboðunum að Trump gerði kröfu um „kaup kaups“ í Úkraínu. Sondland kemur fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump í dag. Búist er við því að hann beri vitni um að þau skilaboð til Taylor hafi komið beint frá Trump. Sondland viti ekki sjálfur hvort að þau séu sannleikanum samkvæm. Hann kemur fyrir nefndina þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi ákveðið að veita rannsókn þingsins enga samvinnu og utanríkisráðuneytið hafi skipað starfsmönnum sínum að bera ekki vitni eða afhenda gögn. Michael McKinley, eitt helsti ráðgjafi Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sem sagði af sér í síðustu viku, sagði þingnefnd í gær að hann hefði meðal annars hætt vegna áhyggna sinna af því að ríkisstjórnin reyndi að fá erlend stjórnvöld til að afla skaðlegra upplýsinga um pólitíska andstæðinga. Nú hafa fjórir samverkamenn Giuliani verið handteknir vegna gruns um að þeir hafi tekið þátt í að þvætta fjármuni sem ónefndur rússneskur auðkýfingur hafi gefið til Repúblikanaflokksins og pólitískrar aðgerðanefndar sem styður Trump. Fjármál og viðskiptagjörningar Giuliani er einnig sagðir til rannsóknar. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. 12. október 2019 14:18 Hvíta húsið sagt leita að blóraböggli vegna Úkraínumálsins Einn af helstu lögfræðingum Hvíta hússins sem ákvað að takmarka aðgang að símtali Trump og Zelenskíj Úkraínuforseta er sagður í miðju rannsóknarinnar. 16. október 2019 11:04 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Donald Trump forseti hafi skipað honum og öðrum embættismönnum að vinna með Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni hans, áður en hann gæti fallist á fund með forseta Úkraínu. Allir tóku þeir þátt í að þrýsta á stjórnvöld í Kænugarði að rannsaka pólitískan andstæðing Trump. Í viðtali við Wall Street Journal (WSJ) lýsir Perry, sem hefur verið einn helsti tengiliður ríkisstjórnar Trump við Úkraínu, hvernig hann hefði rætt við Giuliani að skipan Trump forseta í vor. Það hefði hann gert til að liðka fyrir fundi á milli Trump og Volodomír Zelenskíj, nýs forseta Úkraínu, sem Perry taldi nauðsynlegan til að sýna stuðning Bandaríkjastjórnar við nýju stjórnina til að vega upp á móti áhrifum Rússa í landinu. Úkraínsk stjórnvöld berjast við aðskilnaðarsinna sem eru hliðhollir Rússum í austanverðu landinu. Trump var þó ekki tilbúinn að hitta Zelenskíj nema Perry ræddi við Giuliani sem myndi skýra frekar hvers vegna. Á fundi með Perry og fleiri embættismönnum í Hvíta húsinu í maí sagði forsetinn að þeir þyrftu að vinna með Giuliani að því að greiða úr áhyggjum hans áður en af fundi gæti orðið. Frásögn Perry skýrir frekar aðkomu Giuliani, sem er nú til sakamálarannsóknar ásamt nokkrum samverkamönnum vegna umsvifa hans í Úkraínu, að þrýstingsherferð Trump til að krefja nýja ríkisstjórn Úkraínu um persónulegan pólitískan greiða. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot og misbeitt valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á þessu ári. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan bandarísku leyniþjónustunnar kvartaði undan mögulegu misferli í símtali Trump og Zelenskíj sem átti sér stað 25. júlí. Í minnisblaði sem Hvíta húsið birti opinberlega um símtalið í kjölfarið kom fram að Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótherja Trump í forsetakosningum næsta árs, og stoðlausa samsæriskenningu um að úkraínsk stjórnvöld, ekki rússnesk, hafi haft afskipti af kosningum árið 2016. Trump og bandamenn hans hafa sakað Biden og son hans Hunter um spillingu í Úkraínu án nokkurra sannana.Giuliani segist aðeins hafa varað Perry að gæta sín í samskiptum við Zelenskíj Úkraínuforseta.AP/Charles Krupa„Ég veit ekki hvort þetta var della“ Eftir fundinn í Hvíta húsinu í maí þar sem Trump sagði Perry og Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúa Bandaríkjanna gagnvart átökunum í Austur-Úkraínu, að vinna með Giuliani áður en hægt yrði að koma á fundi hans og Zelenskíj segist Perry hafa hringt í lögmanninn. Í símtalinu segir Perry að Giuliani hafi þulið upp nokkur atriði sem þeir Trump væru ósáttir við varðandi Úkraínu. Þau vörðuðu stoðlausa samsæriskenningu um aðilar í Úkraínu hafi reynt að skemma fyrir framboði Trump árið 2016 og að þeir hafi komið sökinni á rússnesk stjórnvöld. Bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar með það fyrir augum að hjálpa Trump en forsetinn hefur ítrekað lýst efasemdum um það mat og jafnvel tekið undir mótbárur Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í þeim efnum. „Sjáðu til, forsetinn hefur raunverulegar áhyggjur af því að það sé fólk í Úkraínu sem reyndi að sigra hann í forsetakosningunum. Hann telur að það sé spillt og að það sé enn fólk þar sem er virkt og er algerlega spillt,“ segir Perry að Giuliani hafi sagt við sig. Giuliani hafi þó ekki gert neinar ákveðnar kröfur í símtalinu. Hann hafi aðeins lýst hvers vegna Trump vildi ekki hitta Zelenskíj. „Ég veit ekki hvort það var della eða hvað en ég er bara að segja að það voru þrír hlutir sem hann sagði. Það er ástæðan fyrir að forsetinn treystir þessum gaurum ekki,“ segir Perry við WSJ.George Kent bar vitni um að honum hefði verið ýtt til hliðar í málefnum Úkraínu þrátt fyrir að hann fari með þau hjá utanríkisráðuneytinu.AP/Manuel Balce CenetaTrump handvaldi fulltrúa sína gagnvart Úkraínu Um svipað leyti og Perry og Volker funduðu með Trump í Hvíta húsinu ýtti forsetinn Marie Yovanovitch, sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, úr embætti. Hún bar vitni fyrir þingnefnd í síðustu viku og sagði meðal annars að Giuliani og samverkamenn hans hafi borið á hana ósannindi um að hún væri Trump óholl. George Kent, varaaðstoðarutanríkisráðherra sem fer með málefni Úkraínu, sagði þingnefnd á þriðjudag að honum hefði verið sagt að halda sig utan við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í Úkraínu því að Perry, Volker og Gordon Sondland, sendiherra gagnvart Evrópusambandinu, stýrðu þeim nú. Í samræmi við það voru það þeir Perry, Sondland og Volker sem voru viðstaddir embættistöku Zelenskíj í Kænugarði í maí. Upphaflega átti Mike Pence, varaforseti, að fara fyrir bandarísku sendinefndinni en Trump skipaði honum að aflýsa og að Perry skyldi fara í staðinn. Í ferðinni til Úkraínu sagði Volker öðrum fulltrúum í sendinefndinni frá því að Giuliani væri búinn að vinna að því að fá úkraínsk stjórnvöld til að hefja rannsóknir á Biden og samsæriskenningu þeirra. Það hafi komið öðrum í sendinefndinni á óvart. Þegar heim var komið hittu Perry og Volker forsetann í Hvíta húsinu sem sagði þeim þá að vinna með Giuliani áður en hann gæti fallist á fund með Zelenskíj.Sjá einnig:Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Perry, Sondland og Volker funduðu í júlí með þjóðaröryggis- og varnarmálaráðherra Úkraínu í Hvíta húsinu. John Bolton, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, var einnig viðstaddur. Fiona Hill, þáverandi ráðgjafi Trump um málefni Rússlands og Evrópu, bar vitni í vikunni um að Bolton hafi verið svo sleginn yfir því sem þremenningarnir, sem Sondland nefndi „vinina þrjá“, ræddu að hann fól Hill að tilkynna það til lögfræðinga Hvíta hússins. Bolton hætti eða var rekinn í september, eftir því hvort honum eða Trump forseta sé trúað.Trump fól Sondland (t.h.) að fara með mál sem tengjast Úkraínu þrátt fyrir að hann sé sendiherrann gagnvart Evrópusambandinu. Úkraína er ekki hluti af sambandinu.AP/Pablo Martinez MonsivaisSondland kemur fyrir þingnefnd í dag Skilaboð sem fóru á milli Volker, Sondland, Bills Taylor, hæst setta fulltrúa Bandaríkjanna í sendiráðinu í Kænugarði eftir að Yovanovitch sendiherra var sparkað, og nánasta ráðgjafa Zelenskíj benda til þess að þeir hafi talið að Trump hefði sett það sem skilyrði fyrir því að hitta Zelenskíj að hann lofaði að rannsaka Biden. Taylor virðist einnig hafa talið að um 400 milljón dollara hernaðaraðstoð sem Trump hélt eftir í sumar hafi tengst þrýstingnum á að Úkraínumenn gerðu Trump pólitískan greiða. Sondland hafnaði því í skilaboðunum að Trump gerði kröfu um „kaup kaups“ í Úkraínu. Sondland kemur fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump í dag. Búist er við því að hann beri vitni um að þau skilaboð til Taylor hafi komið beint frá Trump. Sondland viti ekki sjálfur hvort að þau séu sannleikanum samkvæm. Hann kemur fyrir nefndina þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi ákveðið að veita rannsókn þingsins enga samvinnu og utanríkisráðuneytið hafi skipað starfsmönnum sínum að bera ekki vitni eða afhenda gögn. Michael McKinley, eitt helsti ráðgjafi Mike Pompeo, utanríkisráðherra, sem sagði af sér í síðustu viku, sagði þingnefnd í gær að hann hefði meðal annars hætt vegna áhyggna sinna af því að ríkisstjórnin reyndi að fá erlend stjórnvöld til að afla skaðlegra upplýsinga um pólitíska andstæðinga. Nú hafa fjórir samverkamenn Giuliani verið handteknir vegna gruns um að þeir hafi tekið þátt í að þvætta fjármuni sem ónefndur rússneskur auðkýfingur hafi gefið til Repúblikanaflokksins og pólitískrar aðgerðanefndar sem styður Trump. Fjármál og viðskiptagjörningar Giuliani er einnig sagðir til rannsóknar.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. 12. október 2019 14:18 Hvíta húsið sagt leita að blóraböggli vegna Úkraínumálsins Einn af helstu lögfræðingum Hvíta hússins sem ákvað að takmarka aðgang að símtali Trump og Zelenskíj Úkraínuforseta er sagður í miðju rannsóknarinnar. 16. október 2019 11:04 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30
Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. 12. október 2019 14:18
Hvíta húsið sagt leita að blóraböggli vegna Úkraínumálsins Einn af helstu lögfræðingum Hvíta hússins sem ákvað að takmarka aðgang að símtali Trump og Zelenskíj Úkraínuforseta er sagður í miðju rannsóknarinnar. 16. október 2019 11:04
Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01