Guðni og Eliza á leið til Japan vegna krýningar Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2019 10:45 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda til Japans í næstu viku. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda til Japans í næstu viku þar sem þau verða viðstödd krýningarhátíð Naruhito Japanskeisara næstkomandi þriðjudaginn. Naruhito tók við embættinu í maí síðastliðinn af föður sínum Akihito sem afsalaði sér krúninni. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að forsetahjónin muni taka þátt í opinberum viðburðum í tengslum við krýningarhátíðina ásamt fjölmörgum öðrum þjóðarleiðtogum hvaðanæva úr veröldinni. „Þau sitja m.a. hátíðarkvöldverð í keisarahöllinni að kvöldi 22. október og kvöldverð Shinzo Abe forsætisráðherra til heiðurs Naruhito Japanskeisara að kvöldi miðvikudagsins 23. október. Þá mun forseti Íslands eiga fundi með Shinzo Abe forsætisráðherra og með Tadamori Oshima, forseta fulltrúardeildar þingsins, og þingmönnum. Þá mun forseti einnig eiga fund með Shinako Tsuchiya, formanni vinafélags Íslands á japanska þjóðþinginu, og öðrum þingmönnum í vinafélaginu. Forseti Íslands heimsækir Tokyo háskóla fimmtudaginn 24. október ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands og situr fund með Makoto Gonokami rektor skólans og öðrum forsvarsmönnum hans. Í kjölfarið heldur forseti opinberan fyrirlestur í boði Tokyo háskóla. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og ber heitið: The Might of the Weak. The Role of Small States in International Relations and the Case of Iceland. Eliza Reid forsetafrú mun heimsækja Sophia háskólann fimmtudaginn 24. október og leiða þar hringborðsumræður um jafnréttismál og Ísland með nemendum skólans og kennurum.Naruhito keisari og Masako.GettyÞá mun forseti Íslands jafnframt eiga fundi með Kiyoshi Yamada rektor Tokai háskólans, snæða hádegisverð með Shunichi Suzuki, þeim ráðherra í ríkisstjórn Japans sem stýrir málefnum Ólympíuleikanna sem haldnir verða í Japan á næsta sumri, og Yasuhiro Yamashita, forseta Ólympíunefndar Japans, og heimsækja Sasakawa friðarstofnunina. Þá býður Elín Flygenring sendiherra til móttöku til heiðurs forsetahjónum í sendiráði Íslands í Japan síðdegis fimmtudaginn 24. október. Á leið sinni til Japans mun forseti Íslands eiga stutta viðdvöl í Vínarborg laugardaginn 19. október og sækja frumsýningu í Burg leikhúsinu á verkinu Die Edda eftir Mikael Torfason í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.“ Forseti Íslands Japan Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda til Japans í næstu viku þar sem þau verða viðstödd krýningarhátíð Naruhito Japanskeisara næstkomandi þriðjudaginn. Naruhito tók við embættinu í maí síðastliðinn af föður sínum Akihito sem afsalaði sér krúninni. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að forsetahjónin muni taka þátt í opinberum viðburðum í tengslum við krýningarhátíðina ásamt fjölmörgum öðrum þjóðarleiðtogum hvaðanæva úr veröldinni. „Þau sitja m.a. hátíðarkvöldverð í keisarahöllinni að kvöldi 22. október og kvöldverð Shinzo Abe forsætisráðherra til heiðurs Naruhito Japanskeisara að kvöldi miðvikudagsins 23. október. Þá mun forseti Íslands eiga fundi með Shinzo Abe forsætisráðherra og með Tadamori Oshima, forseta fulltrúardeildar þingsins, og þingmönnum. Þá mun forseti einnig eiga fund með Shinako Tsuchiya, formanni vinafélags Íslands á japanska þjóðþinginu, og öðrum þingmönnum í vinafélaginu. Forseti Íslands heimsækir Tokyo háskóla fimmtudaginn 24. október ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands og situr fund með Makoto Gonokami rektor skólans og öðrum forsvarsmönnum hans. Í kjölfarið heldur forseti opinberan fyrirlestur í boði Tokyo háskóla. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og ber heitið: The Might of the Weak. The Role of Small States in International Relations and the Case of Iceland. Eliza Reid forsetafrú mun heimsækja Sophia háskólann fimmtudaginn 24. október og leiða þar hringborðsumræður um jafnréttismál og Ísland með nemendum skólans og kennurum.Naruhito keisari og Masako.GettyÞá mun forseti Íslands jafnframt eiga fundi með Kiyoshi Yamada rektor Tokai háskólans, snæða hádegisverð með Shunichi Suzuki, þeim ráðherra í ríkisstjórn Japans sem stýrir málefnum Ólympíuleikanna sem haldnir verða í Japan á næsta sumri, og Yasuhiro Yamashita, forseta Ólympíunefndar Japans, og heimsækja Sasakawa friðarstofnunina. Þá býður Elín Flygenring sendiherra til móttöku til heiðurs forsetahjónum í sendiráði Íslands í Japan síðdegis fimmtudaginn 24. október. Á leið sinni til Japans mun forseti Íslands eiga stutta viðdvöl í Vínarborg laugardaginn 19. október og sækja frumsýningu í Burg leikhúsinu á verkinu Die Edda eftir Mikael Torfason í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.“
Forseti Íslands Japan Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira