Alexis Sanchez, framherji Inter Milan, verður frá næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla. Hann gekkst undir aðgerð á vinstri ökkla.
Sanchez meiddist á hné á 88. mínútu í leik Síle og Kólumbíu á laugardaginn sem endaði með markalausu jafntefli.
Sanchez fór í skoðun hjá lækni í Barcelona á þriðjudagsmorgun og þar var staðfest að hann hafi slitið sin í ökkla og fór hann beint í aðgerð. Gekk hún eins og til var ætlast.
Miðjumaðurinn er á láni hjá Inter Milan frá Manchester United. Hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum og skorað eitt mark það sem af er tímabilinu.
Sanchez frá í þrjá mánuði

Tengdar fréttir

Sanchez meiddist illa á ökkla og spilar líklega ekki meira á árinu
Alexis Sanchez verður að öllum líkindum á meiðslistanum út árið eftir að hann meiddist á ökkla í landsleik með Síle.