Innlent

Reyndi að smygla einu kílói af hassi til landsins

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Farþeginn kom til landsins með flugi frá Madrid fyrr í mánuðinum.
Farþeginn kom til landsins með flugi frá Madrid fyrr í mánuðinum. Vísir/JóiK
Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum erlendan karlmann á sextugsaldri sem hafði reynt að smygla um einu kílói af hassi til landsins.

Maðurinn var að koma með flugi frá Madrid og stöðvaði tollgæslan hann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann gekkst við broti sínu þegar í stað. Maðurinn hafði komið hassinu fyrir í um það bil hundrað pakkningum sem hann ýmist var með innvortis eða innan klæða.

Maðurinn var vistaður í fangaklefa á lögreglustöð þar sem hann skilaði af sér pakkningunum sem hann hafði innvortis. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald og síðan til að sæta tilkynningaskyldu til 22. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×