Ekki lengur þörf á að sjóða vatn úr Grábrókarhrauni Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2019 10:46 Frá Borgarnesi. Bólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Vísir/egill Veitur hafa aflétt tilmælum til viðskiptavina vatnsveitu fyrirtækisins úr Grábrókarhrauni um suðu neysluvatns. Þetta er gert í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands. Í tilkynningu frá Veitum segir að sýni tekin úr vatnsbólinu sjálfu og víðar úr veitukerfinu síðustu daga hafi staðist gæðakröfur. Hafi verið settur upp lýsingarbúnaður við vatnsbólið sem tryggi enn frekar öryggi vatnsins. Bólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Grunur vaknaði fyrst fimmtudaginn 3. október um gerlamengun í vatnsbólinu í Grábrókarhrauni. „Þá þegar ráðlögðu Veitur íbúum að sjóða neysluvatn. Daginn eftir var þeim tilmælum aflétt þar sem nýjustu sýni úr vatnsbólinu stóðust kröfur. Engu að síður ákváðu Veitur að hefja daglega sýnatöku úr vatnsbólinu og að setja þar upp lýsingarbúnað. Lýsing á vatni með útfjólubláu ljósi er mjög áhrifarík leið til að hreinsa drykkjarvatn og gera það öruggt til neyslu án þess að hafa önnur áhrif á vatnið eða gæði þess. Viku síðar, fimmtudaginn 10. október, vaknaði aftur grunur um að gerlar væru í vatninu. Þá gáfu Veitur og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands út tilmæli um suðu neysluvatns frá vatnsbólinu. Í ljósi þess hversu stutt var frá fyrri grun og að stutt væri í að lýsingarbúnaður væri orðinn virkur, var ákveðið í öryggisskyni að láta tilmælin ná til dagsins í dag, miðvikudagsins 16. október,“ segir í tilkynningunni. Borgarbyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gerlamengun í vatni frá Grábrókarveitu staðfest Veitur og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafa ítrekað tilmæli frá í gær um að viðskiptavinir vatnsveitu Veitna úr Grábrókarhrauni sjóði neysluvatn. 11. október 2019 10:21 Ráðherra sýður neysluvatn vegna e-coli Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra birti í kvöld færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má vatn í pottum og flöskum. 15. október 2019 20:39 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Veitur hafa aflétt tilmælum til viðskiptavina vatnsveitu fyrirtækisins úr Grábrókarhrauni um suðu neysluvatns. Þetta er gert í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands. Í tilkynningu frá Veitum segir að sýni tekin úr vatnsbólinu sjálfu og víðar úr veitukerfinu síðustu daga hafi staðist gæðakröfur. Hafi verið settur upp lýsingarbúnaður við vatnsbólið sem tryggi enn frekar öryggi vatnsins. Bólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Grunur vaknaði fyrst fimmtudaginn 3. október um gerlamengun í vatnsbólinu í Grábrókarhrauni. „Þá þegar ráðlögðu Veitur íbúum að sjóða neysluvatn. Daginn eftir var þeim tilmælum aflétt þar sem nýjustu sýni úr vatnsbólinu stóðust kröfur. Engu að síður ákváðu Veitur að hefja daglega sýnatöku úr vatnsbólinu og að setja þar upp lýsingarbúnað. Lýsing á vatni með útfjólubláu ljósi er mjög áhrifarík leið til að hreinsa drykkjarvatn og gera það öruggt til neyslu án þess að hafa önnur áhrif á vatnið eða gæði þess. Viku síðar, fimmtudaginn 10. október, vaknaði aftur grunur um að gerlar væru í vatninu. Þá gáfu Veitur og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands út tilmæli um suðu neysluvatns frá vatnsbólinu. Í ljósi þess hversu stutt var frá fyrri grun og að stutt væri í að lýsingarbúnaður væri orðinn virkur, var ákveðið í öryggisskyni að láta tilmælin ná til dagsins í dag, miðvikudagsins 16. október,“ segir í tilkynningunni.
Borgarbyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gerlamengun í vatni frá Grábrókarveitu staðfest Veitur og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafa ítrekað tilmæli frá í gær um að viðskiptavinir vatnsveitu Veitna úr Grábrókarhrauni sjóði neysluvatn. 11. október 2019 10:21 Ráðherra sýður neysluvatn vegna e-coli Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra birti í kvöld færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má vatn í pottum og flöskum. 15. október 2019 20:39 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Gerlamengun í vatni frá Grábrókarveitu staðfest Veitur og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafa ítrekað tilmæli frá í gær um að viðskiptavinir vatnsveitu Veitna úr Grábrókarhrauni sjóði neysluvatn. 11. október 2019 10:21
Ráðherra sýður neysluvatn vegna e-coli Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra birti í kvöld færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má vatn í pottum og flöskum. 15. október 2019 20:39