Sex lið búin að tryggja sér farseðilinn á EM 2020 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2019 08:30 Teemu Pukki og félagar í Finnlandi eru komnir með annan fótinn á EM. Vísir/Getty Alls hafa sex lið tryggt sér farseðilinn á EM 2020 eða EM allstaðar eins og mótið er gjarnan kallað. Þetta eru Belgía, Ítalía, Rússland, Pólland, Úkraína og Spánn. Af þessum sex liðum eru tvö þeirra enn með fullt hús stig A-riðill England er í kjörstöðu með 15 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að mæta Svartfjallalandi og Kósovó. Þeim dugir sigur gegn Svartfjallalandi en ef það klikkar þá dugir þeim að tapa ekki gegn Kósovó. Tékkar eru í 2. sæti með 12 stig. Þeir eiga efti rað mæta Kosovó og Búlgaríu. B-riðill Úkraína er komið á EM 2020. Liðið situr í 1. sæti riðilsins með 19 stig eftir sjö leiki. Þeir eiga aðeins eftir að spila við Serbíu. Portúgal er í 2. sæti með 11 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að spila við Litháen og Lúxemborg. Þó Serbar séu aðeins stigi á eftir Portúgal þá er erfitt að sjá síðarnenda liðið tapa gegn Litháen eða Lúxemborg. Serbar eiga Lúxemborg og Úkraínu eftir.C-riðill Holland og Þýskaland sitja á toppnum með 15 stig eftir sex leiki. Þýskaland á efti rað spila við Norður-Írland og Hvíta-Rússland. Holland á eftir að spila við N-Írland og Eistland. N-Írland situr í 3. sæti riðilsins með 12 stig. D-riðill Írland og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 12 stig. Þá er Sviss í góðum málum með 11 stig í 3. sæti því Írar og Danir eiga eftir að mætast innbyrðis. Er það síðasti leikur Íra í riðlinum en Danmörk á líka eftir að mæta Georgíu. Sviss á eftir leiki gegn Georgíu og Gíbraltar.E-riðill Króatar sitja á toppi riðlsins með 14 stig. Þar á eftir koma Ungverjar með 12 stig og svo Slóvakar með 10 stig. Króatía mætir Slóvakíu í sínum síðasta leik í undankeppninni en Slóvakía á einnig eftir að spila við Aserbaídjan. Fari svo að Slóvakía vinni báða sína leiki þá enda þeir fyrir ofan Króatíu. Ungverjaland á aðeins eftir að mæta Wales sem situr í 4. sæti með 8 stig og heldur enn í vonina um að komast á EM 2020.F-riðill Spánvarjar tryggðu sér sæti á EM með jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Svíum fyrr í kvöld. Þeir sitja á toppi riðilsins með 20 stig. Þeir eiga eftir að mæta Rúmeníu og Möltu. Svíþjóð er í 2. sæti með 15 stig en þeir eiga eiga eftir Færeyjar og Rúmeníu sem situr í 3. sæti riðilsins með 14 stig. Noregur á enn veika von að komast áfram en þeir eru í 4. sæti með 11 stig.G-riðill Pólland er komið á EM. Þeir eru með 19 stig eftir átta leiki. Þar á eftir kemur Austurríki með 16 stig og svo eru Norður-Makedónía, Slóvenía og Ísrael öll með 11 stig.H-riðill Í riðli okkar Íslendinga eru Tyrkir og Frakkar efstir með 19 stig og þar á eftir komum við Íslendingar með 15 stig. Takist okkur að sigra Tyrki á útivelli, sem og að vinna Móldavíu og Tyrkland tapar lokaleik sínum fyrir Andorra komumst við beint á EM. Ellegar bíður umspil strákanna okkar sem verður að teljast líklegasta niðurstaðan.I-riðill Topplið I-riðils eru bæði komin á EM. Belgía er með fullt hús stiga eftir átta umferðir og Rússar koma þar á eftir með 21 stig.J-riðill Ítalía er einnig með fullt hús stiga. Þar á eftir koma Finnar í 2. sæti með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig talsins. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Alls hafa sex lið tryggt sér farseðilinn á EM 2020 eða EM allstaðar eins og mótið er gjarnan kallað. Þetta eru Belgía, Ítalía, Rússland, Pólland, Úkraína og Spánn. Af þessum sex liðum eru tvö þeirra enn með fullt hús stig A-riðill England er í kjörstöðu með 15 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að mæta Svartfjallalandi og Kósovó. Þeim dugir sigur gegn Svartfjallalandi en ef það klikkar þá dugir þeim að tapa ekki gegn Kósovó. Tékkar eru í 2. sæti með 12 stig. Þeir eiga efti rað mæta Kosovó og Búlgaríu. B-riðill Úkraína er komið á EM 2020. Liðið situr í 1. sæti riðilsins með 19 stig eftir sjö leiki. Þeir eiga aðeins eftir að spila við Serbíu. Portúgal er í 2. sæti með 11 stig eftir sex leiki. Þeir eiga eftir að spila við Litháen og Lúxemborg. Þó Serbar séu aðeins stigi á eftir Portúgal þá er erfitt að sjá síðarnenda liðið tapa gegn Litháen eða Lúxemborg. Serbar eiga Lúxemborg og Úkraínu eftir.C-riðill Holland og Þýskaland sitja á toppnum með 15 stig eftir sex leiki. Þýskaland á efti rað spila við Norður-Írland og Hvíta-Rússland. Holland á eftir að spila við N-Írland og Eistland. N-Írland situr í 3. sæti riðilsins með 12 stig. D-riðill Írland og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 12 stig. Þá er Sviss í góðum málum með 11 stig í 3. sæti því Írar og Danir eiga eftir að mætast innbyrðis. Er það síðasti leikur Íra í riðlinum en Danmörk á líka eftir að mæta Georgíu. Sviss á eftir leiki gegn Georgíu og Gíbraltar.E-riðill Króatar sitja á toppi riðlsins með 14 stig. Þar á eftir koma Ungverjar með 12 stig og svo Slóvakar með 10 stig. Króatía mætir Slóvakíu í sínum síðasta leik í undankeppninni en Slóvakía á einnig eftir að spila við Aserbaídjan. Fari svo að Slóvakía vinni báða sína leiki þá enda þeir fyrir ofan Króatíu. Ungverjaland á aðeins eftir að mæta Wales sem situr í 4. sæti með 8 stig og heldur enn í vonina um að komast á EM 2020.F-riðill Spánvarjar tryggðu sér sæti á EM með jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Svíum fyrr í kvöld. Þeir sitja á toppi riðilsins með 20 stig. Þeir eiga eftir að mæta Rúmeníu og Möltu. Svíþjóð er í 2. sæti með 15 stig en þeir eiga eiga eftir Færeyjar og Rúmeníu sem situr í 3. sæti riðilsins með 14 stig. Noregur á enn veika von að komast áfram en þeir eru í 4. sæti með 11 stig.G-riðill Pólland er komið á EM. Þeir eru með 19 stig eftir átta leiki. Þar á eftir kemur Austurríki með 16 stig og svo eru Norður-Makedónía, Slóvenía og Ísrael öll með 11 stig.H-riðill Í riðli okkar Íslendinga eru Tyrkir og Frakkar efstir með 19 stig og þar á eftir komum við Íslendingar með 15 stig. Takist okkur að sigra Tyrki á útivelli, sem og að vinna Móldavíu og Tyrkland tapar lokaleik sínum fyrir Andorra komumst við beint á EM. Ellegar bíður umspil strákanna okkar sem verður að teljast líklegasta niðurstaðan.I-riðill Topplið I-riðils eru bæði komin á EM. Belgía er með fullt hús stiga eftir átta umferðir og Rússar koma þar á eftir með 21 stig.J-riðill Ítalía er einnig með fullt hús stiga. Þar á eftir koma Finnar í 2. sæti með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig talsins.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira