Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar nánast jafnt Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. október 2019 06:00 Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er komið undir 40 prósent samkvæmt könnuninni. Fréttablaðið/Valli Samfylkingin sækir mjög í sig veðrið samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Mælist flokkurinn nú með 18,5 prósenta fylgi, aðeins rúmu prósentustigi á eftir Sjálfstæðisflokknum sem er áfram stærsti flokkurinn með 19,6 prósent. Samfylkingin bætir við sig 4,6 prósentustigum frá síðustu könnun Zenter sem gerð var í september. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tæpum tveimur prósentustigum milli kannanna. Fylgi flokksins hefur verið á niðurleið frá kosningunum 2017 þegar hann fékk 25,3 prósent atkvæða. Sem fyrr er mjótt á munum milli Vinstri grænna, Miðflokksins, Viðreisnar og Pírata. Vinstri græn mælast nú með 12,7 prósent sem er örlítið minna en í síðustu könnun. Miðflokkurinn og Viðreisn tapa um einu prósentustigi milli kannana. Miðflokkurinn mælist nú með 11,6 prósent en Viðreisn 11,3 prósent. Píratar eru með 10,9 prósent og tapa hálfu prósentustigi. Framsóknarflokkurinn bætir rúmu prósentustigi við sig og mælist nú með 7,3 prósent. Fylgi Flokks fólksins helst óbreytt, eða fjögur prósent, og þá segjast 2,9 prósent ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn. Fimm prósent atkvæða þarf til að flokkur fái uppbótarþingmenn. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast nú samtals með 39,6 prósenta fylgi. Í kosningunum 2017 fengu flokkarnir samtals 52,9 prósent atkvæða. Athygli vekur að aðeins rúm 70 prósent aðspurðra svöruðu spurningunni um hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Tveir flokkar skera sig úr þegar svör eru greind eftir kyni. Vinstri græn njóta stuðnings 20,9 prósenta kvenna en einungis 6,1 prósents karla. Hjá Miðflokknum snýst dæmið við því 15,6 prósent karla styðja flokkinn en 6,7 prósent kvenna. Ekki mælist marktækur munur á stuðningi eftir kyni hjá öðrum flokkum. Könnunin var gerð á tímabilinu 10.-14. október síðastliðinn en hún var send á könnunarhóp Zenter rannsókna. Í úrtaki voru 2.300 einstaklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 53 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Samfylkingin sækir mjög í sig veðrið samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Mælist flokkurinn nú með 18,5 prósenta fylgi, aðeins rúmu prósentustigi á eftir Sjálfstæðisflokknum sem er áfram stærsti flokkurinn með 19,6 prósent. Samfylkingin bætir við sig 4,6 prósentustigum frá síðustu könnun Zenter sem gerð var í september. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tæpum tveimur prósentustigum milli kannanna. Fylgi flokksins hefur verið á niðurleið frá kosningunum 2017 þegar hann fékk 25,3 prósent atkvæða. Sem fyrr er mjótt á munum milli Vinstri grænna, Miðflokksins, Viðreisnar og Pírata. Vinstri græn mælast nú með 12,7 prósent sem er örlítið minna en í síðustu könnun. Miðflokkurinn og Viðreisn tapa um einu prósentustigi milli kannana. Miðflokkurinn mælist nú með 11,6 prósent en Viðreisn 11,3 prósent. Píratar eru með 10,9 prósent og tapa hálfu prósentustigi. Framsóknarflokkurinn bætir rúmu prósentustigi við sig og mælist nú með 7,3 prósent. Fylgi Flokks fólksins helst óbreytt, eða fjögur prósent, og þá segjast 2,9 prósent ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn. Fimm prósent atkvæða þarf til að flokkur fái uppbótarþingmenn. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast nú samtals með 39,6 prósenta fylgi. Í kosningunum 2017 fengu flokkarnir samtals 52,9 prósent atkvæða. Athygli vekur að aðeins rúm 70 prósent aðspurðra svöruðu spurningunni um hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Tveir flokkar skera sig úr þegar svör eru greind eftir kyni. Vinstri græn njóta stuðnings 20,9 prósenta kvenna en einungis 6,1 prósents karla. Hjá Miðflokknum snýst dæmið við því 15,6 prósent karla styðja flokkinn en 6,7 prósent kvenna. Ekki mælist marktækur munur á stuðningi eftir kyni hjá öðrum flokkum. Könnunin var gerð á tímabilinu 10.-14. október síðastliðinn en hún var send á könnunarhóp Zenter rannsókna. Í úrtaki voru 2.300 einstaklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 53 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira