Þekking sem bjargar mannslífum Oddyr Freyr Þorsteinsson skrifar 16. október 2019 09:00 Ágústa Kristín Andersen, Eyrún Baldvinsdóttir og Ágústa Guðný Atladóttir segja mikilvægt að styðja skyndihjálparfræðslu. Hjá Sjóvá færðu vandaða ráðgjöf varðandi líf- og sjúkdómatryggingar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Sjóvá er aðal styrktaraðili átaksins Börnin bjarga, sem samtökin Hjartaheill standa fyrir. Átakið snýst um að innleiða markvissa endurlífgunarkennslu meðal grunnskólabarna, með áherslu á hjartahnoð, og kenna öllum börnum í 6. bekk á Íslandi skyndihjálp. Þjóðir sem hafa tekið upp slíka kennslu náðu á skömmum tíma að þrefalda þátttöku vitna í endurlífgun og tvöfalda lifun eftir hjartastopp utan spítala, svo ávinningurinn er mikill. „Ástæðan fyrir því að við hjá Sjóvá viljum styðja við öflugt fræðslu- og forvarnastarf á þessu sviði eru sú að við vitum hversu miklu það getur skilað. Því teljum við það hluta af samfélagslegri ábyrgð okkar að styðja dyggilega við átak sem miðlar fræðslu um skyndihjálp með svo öflugum hætti,“ segir Eyrún Baldvinsdóttir, forstöðumaður líftrygginga hjá Sjóvá. „Það að fólk geti brugðist hratt og rétt við aðstæðum þegar manneskja fer í hjartastopp getur bókstaflega skilið milli lífs og dauða og því viljum við styðja við öfluga skyndihjálparfræðslu, líkt og þá sem Hjartaheill standa nú fyrir.“Áhrif kennslunnar margfaldast „Ég hef sjálf kennt börnum á þessum aldri skyndihjálp og séð hversu mikið þau geta lært og hversu áhugasöm þau eru,“ segir Eyrún. „Ég hef líka séð hversu mikil margföldunaráhrif það hefur út í samfélagið að kenna börnum skyndihjálp; þau miðla fræðslunni áfram til foreldra sinna og systkina og fjölskyldan getur þannig kynnt sér saman hvernig hægt er að bregðast við ef upp koma aðstæður þar sem þarf að beita skyndihjálp. Það er því mjög vel til fundið að beina fræðslunni að öllum börnum í 6. bekk, það kemur til með að hafa mikil og góð áhrif út í samfélagið,“ segir Eyrún.Fræðsla veitir öryggi „Það vilja auðvitað allir geta brugðist hratt og rétt við þegar manneskja fer í hjartastopp og með því að miðla þessari fræðslu getum við stuðlað að því að sem allra flestir öðlist öryggi til að bregðast við í slíkum aðstæðum,“ segir Eyrún. „Skyndihjálp er í eðli sínu ekki flókin en eins og eðlilegt er verður fólki mjög brugðið þegar það sér manneskju fara í hjartastopp. Því meiri fræðslu sem þú hefur fengið, því betur ertu í stakk búin(n) til að bregðast við,“ segir Eyrún. „Það er líka mikilvægt að minna sig á að þú getur ekki gert neitt rangt, það sem öllu máli skiptir er að hringja strax í 112 og hefja síðan hnoð í samræmi við leiðbeiningar Neyðarlínunnar og það sem þú hefur lært.“Algeng ástæða bótagreiðslu „Okkar tölur endurspegla hversu algengir hjartasjúkdómar eru,“ segir Eyrún. „Flestir sem fá greitt úr sjúkdómatryggingum fá greitt vegna krabbameins, en næst algengast er að bætur séu greiddar vegna hjartasjúkdóma. Þó að það sé algengast að fólk greinist með hjartasjúkdóma þegar það er farið að fullorðnast þá sjáum við líka alltaf einhver dæmi um einstaklinga sem veikjast fyrr, jafnvel rétt komnir yfir þrítugt,“ segir Eyrún. „Það sýnir okkur enn og aftur hversu mikilvægt það er fyrir ungt fólk sem og aðra að hafa góðar líf- og sjúkdómatryggingar, því þó að þú vonist til þess að þurfa aldrei að nota þær, rétt eins og skyndihjálpina, þá geta þær skipt sköpum ef alvarleg veikindi koma upp.“Sjúkdómatrygging einfalt mál sem fækkar áhyggjum „Sjúkdómatryggingin virkar þannig að ef þú greinist með einn af þeim alvarlegu sjúkdómum sem eru skilgreindir í tryggingunni þá færðu greiddar bætur,“ segir Eyrún. „Þessar bætur geta nýst til að vega upp á móti tekjutapi eða auknum kostnaði vegna veikinda. Þær geta því fækkað áhyggjum þess sem veikist og gefið viðkomandi færi á að einbeita sér að batanum. Í dag er einfalt mál að kaupa líf- og sjúkdómatryggingar rafrænt hjá okkur á sjova.is og þú getur séð áætlað iðgjald með skjótum hætti. Þessar tryggingar eru nefnilega ódýrari en margir halda, sérstaklega fyrir yngri aldurshópa,“ segir Eyrún. „Ef fólk er óvisst um hvaða tryggingar henta þörfum þess erum við líka alltaf boðin og búin að veita ráðgjöf, enda mikilvægt að líf- og sjúkdómatryggingar taki mið af aðstæðum hvers og eins.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Sjóvá er aðal styrktaraðili átaksins Börnin bjarga, sem samtökin Hjartaheill standa fyrir. Átakið snýst um að innleiða markvissa endurlífgunarkennslu meðal grunnskólabarna, með áherslu á hjartahnoð, og kenna öllum börnum í 6. bekk á Íslandi skyndihjálp. Þjóðir sem hafa tekið upp slíka kennslu náðu á skömmum tíma að þrefalda þátttöku vitna í endurlífgun og tvöfalda lifun eftir hjartastopp utan spítala, svo ávinningurinn er mikill. „Ástæðan fyrir því að við hjá Sjóvá viljum styðja við öflugt fræðslu- og forvarnastarf á þessu sviði eru sú að við vitum hversu miklu það getur skilað. Því teljum við það hluta af samfélagslegri ábyrgð okkar að styðja dyggilega við átak sem miðlar fræðslu um skyndihjálp með svo öflugum hætti,“ segir Eyrún Baldvinsdóttir, forstöðumaður líftrygginga hjá Sjóvá. „Það að fólk geti brugðist hratt og rétt við aðstæðum þegar manneskja fer í hjartastopp getur bókstaflega skilið milli lífs og dauða og því viljum við styðja við öfluga skyndihjálparfræðslu, líkt og þá sem Hjartaheill standa nú fyrir.“Áhrif kennslunnar margfaldast „Ég hef sjálf kennt börnum á þessum aldri skyndihjálp og séð hversu mikið þau geta lært og hversu áhugasöm þau eru,“ segir Eyrún. „Ég hef líka séð hversu mikil margföldunaráhrif það hefur út í samfélagið að kenna börnum skyndihjálp; þau miðla fræðslunni áfram til foreldra sinna og systkina og fjölskyldan getur þannig kynnt sér saman hvernig hægt er að bregðast við ef upp koma aðstæður þar sem þarf að beita skyndihjálp. Það er því mjög vel til fundið að beina fræðslunni að öllum börnum í 6. bekk, það kemur til með að hafa mikil og góð áhrif út í samfélagið,“ segir Eyrún.Fræðsla veitir öryggi „Það vilja auðvitað allir geta brugðist hratt og rétt við þegar manneskja fer í hjartastopp og með því að miðla þessari fræðslu getum við stuðlað að því að sem allra flestir öðlist öryggi til að bregðast við í slíkum aðstæðum,“ segir Eyrún. „Skyndihjálp er í eðli sínu ekki flókin en eins og eðlilegt er verður fólki mjög brugðið þegar það sér manneskju fara í hjartastopp. Því meiri fræðslu sem þú hefur fengið, því betur ertu í stakk búin(n) til að bregðast við,“ segir Eyrún. „Það er líka mikilvægt að minna sig á að þú getur ekki gert neitt rangt, það sem öllu máli skiptir er að hringja strax í 112 og hefja síðan hnoð í samræmi við leiðbeiningar Neyðarlínunnar og það sem þú hefur lært.“Algeng ástæða bótagreiðslu „Okkar tölur endurspegla hversu algengir hjartasjúkdómar eru,“ segir Eyrún. „Flestir sem fá greitt úr sjúkdómatryggingum fá greitt vegna krabbameins, en næst algengast er að bætur séu greiddar vegna hjartasjúkdóma. Þó að það sé algengast að fólk greinist með hjartasjúkdóma þegar það er farið að fullorðnast þá sjáum við líka alltaf einhver dæmi um einstaklinga sem veikjast fyrr, jafnvel rétt komnir yfir þrítugt,“ segir Eyrún. „Það sýnir okkur enn og aftur hversu mikilvægt það er fyrir ungt fólk sem og aðra að hafa góðar líf- og sjúkdómatryggingar, því þó að þú vonist til þess að þurfa aldrei að nota þær, rétt eins og skyndihjálpina, þá geta þær skipt sköpum ef alvarleg veikindi koma upp.“Sjúkdómatrygging einfalt mál sem fækkar áhyggjum „Sjúkdómatryggingin virkar þannig að ef þú greinist með einn af þeim alvarlegu sjúkdómum sem eru skilgreindir í tryggingunni þá færðu greiddar bætur,“ segir Eyrún. „Þessar bætur geta nýst til að vega upp á móti tekjutapi eða auknum kostnaði vegna veikinda. Þær geta því fækkað áhyggjum þess sem veikist og gefið viðkomandi færi á að einbeita sér að batanum. Í dag er einfalt mál að kaupa líf- og sjúkdómatryggingar rafrænt hjá okkur á sjova.is og þú getur séð áætlað iðgjald með skjótum hætti. Þessar tryggingar eru nefnilega ódýrari en margir halda, sérstaklega fyrir yngri aldurshópa,“ segir Eyrún. „Ef fólk er óvisst um hvaða tryggingar henta þörfum þess erum við líka alltaf boðin og búin að veita ráðgjöf, enda mikilvægt að líf- og sjúkdómatryggingar taki mið af aðstæðum hvers og eins.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira