Spánverjar jöfnuðu gegn Svíum í uppbótartíma | Lærisveinar Helga Kolviðs töpuðu stórt | Öll úrslit kvöldsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2019 21:15 Helgi Kolviðsson á hliðarlínunni gegn Ítalíu í kvöld. Vísir/Getty Alls fóru níu leikir fram í undankeppni EM 2020 í kvöld. Spánn jafnaði metin gegn Svíþjóð í uppbótartíma, Noregur gerði jafntefli Rúmeníu, Ísrael heldur í vonina um sæti á EM eftir sigur á Lettlandi og Ítalía, sem er komið á EM, vann öruggan 5-0 sigur á Liechtenstein. Helgi Kolviðsson, fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins, þjálfar nú Liechtenstein. D-riðillSviss er í ágætis málum eftir 2-0 sigur á Írum þökk sé mörkum Haris Seferovic og sjálfsmarki Shane Duffy. Írar eru enn á toppi riðilsins með 12 stig, líkt og Danmörk sem á leik til góða. Þar á eftir kemur Sviss með 11 stig en þeir eiga eftir Georgíu og Gíbraltar, sem sitja í tveimur neðstu sætunum, á meðan Írland og Danmörk eiga eftir að leika gegn hvort öðru. Í hinum leik D-riðils vann Georgía 3-2 sigur á Gíbraltar. F-riðill Í F-riðli voru þrjár Noðrðurlandaþjóðir í eldlínunni og Spánverjar tryggðu sér sæti á EM með marki í uppbótartíma. Færeyjar unnu 1-0 sigur á Möltu þökk sé marki Rogva Baldvinssonar. Alexander Sørloth Norðmönnum stig gegn Rúmenum á útivelli er hann jafnaði metin í uppbótartíma eftir að Alexandru Mitrita hafði komið Rúmenum yfir á 62. mínútu leiksins. Tíu mínútum áður hafði George Puscas misnotað vítaspyrnu. Lokatölur 1-1. Á Friends vellinum í Svíþjóð var líka dramatík en Marcus Berg kom Svíum yfir á 50. mínútu. Skömmu síðar þurfti David De Gea markvörður Spánverja að fara meiddur af velli. Það var svo varamaðurinn Rodrigo sem jafnaði metin í uppbótartíma. Staðan orðin 1-1 og þar við sat. Markið þýðir að Spánverjar eru öruggir með sæti sitt á EM 2020 þar sem Rúmenía og Svíþjóð eiga eftir að mætast innbyrðis og geta því ekki náð þeim að stigum. Spánn er með 20 stig eftir átta leiki, þar á eftir koma Svíar með 15 stig, Rúmenía með 14 og Norðmenn með 11. G-riðill Ísrael vann öruggan 3-1 sigur á Lettum og heldur í veika von um sæti á EM en liðið er með 11 stig í 5. sæti riðilsins, líkt og Norður-Makedónía og Slóvenía. J-riðill Finnland vann öruggan 3-0 sigur á Armenum fyrr í dag. Þá unnu Ítalir öruggan 5-0 sigur á Helga Kolviðssyni og lærisveinum hans í Liechtenstein. Andrea Belotti, framherji Torino, skoraði tvívegis og þá skoruðu þeir Federico Bernardeschi, Alessio Romagnoli og Stephan El Shaarawy eitt mark hver. Að lokum unnu Grikkir 2-1 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Ítalir eru öruggir með sæti á EM og þá eru Finnar í mjög góðum málum en þeir eru með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig hvort. Rodrigo fagnar markinu sem kom Spáni á EM 2020.Vísir/Getty EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Finnar í góðum málum eftir öruggan sigur á Armenum Finnland vann Armeníu örugglega í undankeppni EM 2020. Lokatölur 3-0 og Finnar á komnir í 2. sæti J-riðils. 15. október 2019 18:28 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Alls fóru níu leikir fram í undankeppni EM 2020 í kvöld. Spánn jafnaði metin gegn Svíþjóð í uppbótartíma, Noregur gerði jafntefli Rúmeníu, Ísrael heldur í vonina um sæti á EM eftir sigur á Lettlandi og Ítalía, sem er komið á EM, vann öruggan 5-0 sigur á Liechtenstein. Helgi Kolviðsson, fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska A-landsliðsins, þjálfar nú Liechtenstein. D-riðillSviss er í ágætis málum eftir 2-0 sigur á Írum þökk sé mörkum Haris Seferovic og sjálfsmarki Shane Duffy. Írar eru enn á toppi riðilsins með 12 stig, líkt og Danmörk sem á leik til góða. Þar á eftir kemur Sviss með 11 stig en þeir eiga eftir Georgíu og Gíbraltar, sem sitja í tveimur neðstu sætunum, á meðan Írland og Danmörk eiga eftir að leika gegn hvort öðru. Í hinum leik D-riðils vann Georgía 3-2 sigur á Gíbraltar. F-riðill Í F-riðli voru þrjár Noðrðurlandaþjóðir í eldlínunni og Spánverjar tryggðu sér sæti á EM með marki í uppbótartíma. Færeyjar unnu 1-0 sigur á Möltu þökk sé marki Rogva Baldvinssonar. Alexander Sørloth Norðmönnum stig gegn Rúmenum á útivelli er hann jafnaði metin í uppbótartíma eftir að Alexandru Mitrita hafði komið Rúmenum yfir á 62. mínútu leiksins. Tíu mínútum áður hafði George Puscas misnotað vítaspyrnu. Lokatölur 1-1. Á Friends vellinum í Svíþjóð var líka dramatík en Marcus Berg kom Svíum yfir á 50. mínútu. Skömmu síðar þurfti David De Gea markvörður Spánverja að fara meiddur af velli. Það var svo varamaðurinn Rodrigo sem jafnaði metin í uppbótartíma. Staðan orðin 1-1 og þar við sat. Markið þýðir að Spánverjar eru öruggir með sæti sitt á EM 2020 þar sem Rúmenía og Svíþjóð eiga eftir að mætast innbyrðis og geta því ekki náð þeim að stigum. Spánn er með 20 stig eftir átta leiki, þar á eftir koma Svíar með 15 stig, Rúmenía með 14 og Norðmenn með 11. G-riðill Ísrael vann öruggan 3-1 sigur á Lettum og heldur í veika von um sæti á EM en liðið er með 11 stig í 5. sæti riðilsins, líkt og Norður-Makedónía og Slóvenía. J-riðill Finnland vann öruggan 3-0 sigur á Armenum fyrr í dag. Þá unnu Ítalir öruggan 5-0 sigur á Helga Kolviðssyni og lærisveinum hans í Liechtenstein. Andrea Belotti, framherji Torino, skoraði tvívegis og þá skoruðu þeir Federico Bernardeschi, Alessio Romagnoli og Stephan El Shaarawy eitt mark hver. Að lokum unnu Grikkir 2-1 sigur á Bosníu og Hersegóvínu. Ítalir eru öruggir með sæti á EM og þá eru Finnar í mjög góðum málum en þeir eru með 15 stig á meðan Armenía og Bosnía-Hersegóvína eru með 10 stig hvort. Rodrigo fagnar markinu sem kom Spáni á EM 2020.Vísir/Getty
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Finnar í góðum málum eftir öruggan sigur á Armenum Finnland vann Armeníu örugglega í undankeppni EM 2020. Lokatölur 3-0 og Finnar á komnir í 2. sæti J-riðils. 15. október 2019 18:28 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Finnar í góðum málum eftir öruggan sigur á Armenum Finnland vann Armeníu örugglega í undankeppni EM 2020. Lokatölur 3-0 og Finnar á komnir í 2. sæti J-riðils. 15. október 2019 18:28