Þegar gleðin breytist í sorg Anna Lísa Björnsdóttir skrifar 15. október 2019 07:00 Árið 2011 var örlagaríkt ár. Árið sem ég varð móðir og árið sem ég missti barn. Að fara tómhent af fæðingardeild var eitthvað sem ég hefði ekki getað ímyndað mér að væri hægt, áður en ég upplifði það. Þessi tilfinning, að vera móðir án barns, finna fyrir kærleikanum en geta ekki beint honum í „náttúrulegan“ farveg, varð kveikjan að starfi Gleym mér ei – styrktarfélags þeirra sem missa á meðgöngu eða rétt eftir fæðingu. Við fundum kröftum okkar farveg, þrjár mæður sem áttum þessa sameiginlegu lífsreynslu og vildum gera okkar besta til þess að þeir foreldrar sem þyrftu að upplifa svona missi myndu fá fræðslu, fá tíma til þess að kveðja börnin og finna styrk hvert í öðru. Vitneskjan um að aðrir skilji hvað þú ert að ganga í gegnum, meðal annars í gegnum stuðningshópinn sem Gleym mér ei heldur úti, gefur okkur styrk í sorginni. Það fundum við Þórunn og Hrafnhildur strax árið 2013 þegar við héldum fyrstu minningarstundina.Samúð og samkennd Það getur verið erfitt fyrir aðstandendur þeirra sem missa á meðgöngu að vita hvernig á að bregðast við, hvað er „hjálplegt“ að segja eða gera. Samúð og samkennd eru grunnur að samskiptum í sorg, en það er líka skiljanlegt að fólk finni fyrir minnimáttarkennd þegar „hið ómögulega“ gerist, að barn deyi á undan foreldrum, þá eru engin rétt viðbrögð nema kærleikur. Í kvöld klukkan 20 í Fríkirkjunni er sjöunda minningarstundin um börnin sem við fáum ekki að sjá útskrifast, ekki að sjá vaxa úr grasi og fylgjumst ekki með læra að takast á við sorgir og gleði í lífinu. Í sjöunda skipti kveikjum við á kertum fyrir lítil ljós, njótum þess að elska þau og minnast, og við aðstandendur fáum að vera saman. Samvera í kærleik hjálpar okkur að læra að lifa með sorginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Lísa Björnsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2011 var örlagaríkt ár. Árið sem ég varð móðir og árið sem ég missti barn. Að fara tómhent af fæðingardeild var eitthvað sem ég hefði ekki getað ímyndað mér að væri hægt, áður en ég upplifði það. Þessi tilfinning, að vera móðir án barns, finna fyrir kærleikanum en geta ekki beint honum í „náttúrulegan“ farveg, varð kveikjan að starfi Gleym mér ei – styrktarfélags þeirra sem missa á meðgöngu eða rétt eftir fæðingu. Við fundum kröftum okkar farveg, þrjár mæður sem áttum þessa sameiginlegu lífsreynslu og vildum gera okkar besta til þess að þeir foreldrar sem þyrftu að upplifa svona missi myndu fá fræðslu, fá tíma til þess að kveðja börnin og finna styrk hvert í öðru. Vitneskjan um að aðrir skilji hvað þú ert að ganga í gegnum, meðal annars í gegnum stuðningshópinn sem Gleym mér ei heldur úti, gefur okkur styrk í sorginni. Það fundum við Þórunn og Hrafnhildur strax árið 2013 þegar við héldum fyrstu minningarstundina.Samúð og samkennd Það getur verið erfitt fyrir aðstandendur þeirra sem missa á meðgöngu að vita hvernig á að bregðast við, hvað er „hjálplegt“ að segja eða gera. Samúð og samkennd eru grunnur að samskiptum í sorg, en það er líka skiljanlegt að fólk finni fyrir minnimáttarkennd þegar „hið ómögulega“ gerist, að barn deyi á undan foreldrum, þá eru engin rétt viðbrögð nema kærleikur. Í kvöld klukkan 20 í Fríkirkjunni er sjöunda minningarstundin um börnin sem við fáum ekki að sjá útskrifast, ekki að sjá vaxa úr grasi og fylgjumst ekki með læra að takast á við sorgir og gleði í lífinu. Í sjöunda skipti kveikjum við á kertum fyrir lítil ljós, njótum þess að elska þau og minnast, og við aðstandendur fáum að vera saman. Samvera í kærleik hjálpar okkur að læra að lifa með sorginni.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun