Ekkert sem mælir gegn því að pissa í sturtu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2019 18:15 Það er í góðu lagi að pissa í sturtu. vísir/getty Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Veitum, segir að vatnsskortur sé ekki algengur eða útbreiddur hér á landi enda séu Íslendingar á meðal þeirra þjóða sem hafa hvað drýgstar birgðir af drykkjarvatni. Hins vegar sé ekkert sem mæli gegn því að pissa í sturtuna eins og yfirvöld í Osló hvetja nú íbúa til þess að gera vegna þess að of mikið sé bruðlað með vatnið í borginni. Rætt var við Eirík um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að þrátt fyrir drjúgar vatnsbirgðir hér á landi væri ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo miklu vatni. Fara þurfi vel með vatnið og þannig væru Veitur til dæmis núna að vekja athygli á því að fara vel með heita vatnið. Aðspurður hvort það væri eitthvað sem mæli gegn því að pissa í sturtu svaraði Eiríkur neitandi. Því sem sturtað er niður úr klósettinu og það sem kemur úr sturtunni endar á sama stað. „Það sem kemur úr íbúðum fólks fer allt í hreinsistöðvarnar og þá leiðina en það er síðan yfirborðsvatnið þar sem fráveitur eru tvöfaldar að þá er það niðurföllin út í götu og niðurföll húsaniðurföll og svoleiðis það fer þá í sérstakan straum og við þurfum ekkert að vera að setja það í gegnum rándýrar hreinsistöðvar,“ sagði Eiríkur. Það skipti hins vegar máli hvað væri sett í niðurföllin úti í götu og á lóðum. „Við erum líka búin að vera að benda fólki á að klósettið er ekki ruslafata og það að hella olíum eða einhverju svoleiðis í niðurföll, það er bara glæpur,“ sagði Eiríkur. Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Veitum, segir að vatnsskortur sé ekki algengur eða útbreiddur hér á landi enda séu Íslendingar á meðal þeirra þjóða sem hafa hvað drýgstar birgðir af drykkjarvatni. Hins vegar sé ekkert sem mæli gegn því að pissa í sturtuna eins og yfirvöld í Osló hvetja nú íbúa til þess að gera vegna þess að of mikið sé bruðlað með vatnið í borginni. Rætt var við Eirík um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að þrátt fyrir drjúgar vatnsbirgðir hér á landi væri ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo miklu vatni. Fara þurfi vel með vatnið og þannig væru Veitur til dæmis núna að vekja athygli á því að fara vel með heita vatnið. Aðspurður hvort það væri eitthvað sem mæli gegn því að pissa í sturtu svaraði Eiríkur neitandi. Því sem sturtað er niður úr klósettinu og það sem kemur úr sturtunni endar á sama stað. „Það sem kemur úr íbúðum fólks fer allt í hreinsistöðvarnar og þá leiðina en það er síðan yfirborðsvatnið þar sem fráveitur eru tvöfaldar að þá er það niðurföllin út í götu og niðurföll húsaniðurföll og svoleiðis það fer þá í sérstakan straum og við þurfum ekkert að vera að setja það í gegnum rándýrar hreinsistöðvar,“ sagði Eiríkur. Það skipti hins vegar máli hvað væri sett í niðurföllin úti í götu og á lóðum. „Við erum líka búin að vera að benda fólki á að klósettið er ekki ruslafata og það að hella olíum eða einhverju svoleiðis í niðurföll, það er bara glæpur,“ sagði Eiríkur. Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira