Viðskipti innlent

3,5 milljarðar til sautján starfsmanna Kaupþings

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kaupþing ehf. heldur utan um eignir þrotabús fallna bankans Kaupþings.
Kaupþing ehf. heldur utan um eignir þrotabús fallna bankans Kaupþings. Vísir/GVA
Sautján starfsmenn Kaupþings ehf. fengu samtals rúmlega 3,5 milljarða í laun á síðasta ári. Félagið heldur utan um eignir þrotabús hins fallna banka Kaupþings. Þrjár blaðsíður vantaði í ársreikning félagsins, fyrir mistök hjá Ríkisskattstjóra að sögn starfsmanns Kaupþings.

Þetta kemur fram í Kjarnanum sem kallaði eftir þvíað fá afrit af ársreikningi Kaupþings ehf. fyrir síðasta ár. Á vef Kjarnans segir meðal annars að stjórn og forstjóri Kaupþings ehf. hafi fengið rúmlega 1,2 milljarð í laun á síðasta starfi.

Heildarlaun og launatengd gjöld sautján starfsmanna félagsins námu 3.541 milljón króna en á vef Kjarnans segir einnig að frá árinu 2016 hafi starfsmönnum félagsins fækkað úr 30 í 17. Á sama tíma hafi greiðslur til starfsfólks aukist um 1,9 milljarða.

Einn Íslendingur situr í stjórn Kaupþings, lögmaðurinn Óttar Pálsson en aðrir stjórnarmeðlimir eru Allan Jeffrey Carr, Paul Copley og Piergiorgio Lo Greco. Copley er jafnframt forstjóri Kaupþings.

Kjarninn fékk ársreikninginn afhentan úr fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Í ársreikninginn vantaði hins vegar þrjár blaðsíður, blaðsíðurnar þar sem launagreiðslur til starfsmanna koma fram.

Á vef Kjarnans er haft eftir starfsmanni Kaupþings, sem afhenti blaðsíðurnar sem vöntuðu, að svo virðist sem að mistök hafi orðið hjá Ríkisskattstjóra við skönnun reikningsins sem varð til þess að blaðsíðurnar hafi vantað.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×