Afturkalla lög eftir óeirðir síðustu daga Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2019 12:50 Mótmælendur fögnuðu í Quito í gærkvöldi eftir að frétir bárust að lög um að niðurgreiðslu á eldsneyti skuli hætt hafi verið afturkölluð. Getty Ríkisstjórn Ekvadors hefur afturkallað umdeild lög sem kveða á um að niðurgreiðsla ríkisins á eldsneyti skuli hætt. Lagasetningin leiddi til mikilla mótmæla í höfuðborginni Quito sem varð til þess að forseti landsins og ríkisstjórn flúðu borgina. Ófremdarástand hefur ríkt í Quito síðustu daga. Tilkynningin um að afturkalla lögin kom eftir að sáttaviðleitanir milli stjórnvalda og leiðtoga frumbyggja sem hafa verið áberandi í mótmælunum báru ávöxt í gærkvöldi. Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan höfðu milligöngu um viðræðurnar. Mótmælin stóðu í nærri tvær vikur og kom forseti landsins, Lenín Moreno, á útgöngubanni í landinu sem herinn sá um að framfylgja. Samkvæmt samkomulaginu skal mótmælum hætt og skulu teknar upp viðræður um nýja löggjöf sem ætlað er að tryggja að niðurgreiðslur vegna eldsneytis séu ekki misnotaðar af aðilum sem smygla eldsneytisbirgðum til landsins frá nágrannaríkjum. Lagasetningin um að niðurgreiðslu á eldsneyti skuli hætt var unnin í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með það að markmiði að draga úr fjárlagahalla og skuldum ríkissjóðs. Var hún til þess að verð á dísilolíu hækkaði um 120 prósent í landinu og bensíni um 30 prósent. Alls hafa sjö manns látið lífið og nærri 2.100 særst frá því að mótmælin hófust fyrir um tveimur vikum. Talið er að um fjórðungur íbúa Ekvador séu af frumbyggjaættum og búa í Andesfjöllum og Amasón. Sóttu þúsundir þeirra til höfuðborgarinnar í síðustu viku til að taka þátt í mótmælaaðgerðunum. Ekvador Tengdar fréttir Ekvadorski herinn vaktar götur höfuðborgarinnar Mikil og hörð mótmæli hafa geisað í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador undanfarna viku vegna hækkandi eldsneytisverðs. Ósáttir Ekvadorar hafa fyllt götur og stræti Quito og hafa ráðist að skrifstofum fjölmiðla og kveiktu í skrifstofu ríkisendurskoðanda Ekvador. 13. október 2019 13:51 Rýma forsetahöllina vegna eldsneytismótmæla Búið er að rýma forsetahöllina í Ekvador og hafa ráðherrar flúið höfuðborgina Quito. Búist er við að þúsundir muni halda til höfuðborgarinnar á morgun til að mótmæla ríkisstjórn landsins og hækkun eldsneytisverðs. 8. október 2019 10:59 Átta lögreglumenn teknir í gíslingu í Ekvador Víðtæk mótmæli standa enn yfir í Ekvador þar sem fólk krefst þess að niðurskurðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði hætt og að forsetinn Lenin Moreno segi af sér. 11. október 2019 08:30 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Ríkisstjórn Ekvadors hefur afturkallað umdeild lög sem kveða á um að niðurgreiðsla ríkisins á eldsneyti skuli hætt. Lagasetningin leiddi til mikilla mótmæla í höfuðborginni Quito sem varð til þess að forseti landsins og ríkisstjórn flúðu borgina. Ófremdarástand hefur ríkt í Quito síðustu daga. Tilkynningin um að afturkalla lögin kom eftir að sáttaviðleitanir milli stjórnvalda og leiðtoga frumbyggja sem hafa verið áberandi í mótmælunum báru ávöxt í gærkvöldi. Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan höfðu milligöngu um viðræðurnar. Mótmælin stóðu í nærri tvær vikur og kom forseti landsins, Lenín Moreno, á útgöngubanni í landinu sem herinn sá um að framfylgja. Samkvæmt samkomulaginu skal mótmælum hætt og skulu teknar upp viðræður um nýja löggjöf sem ætlað er að tryggja að niðurgreiðslur vegna eldsneytis séu ekki misnotaðar af aðilum sem smygla eldsneytisbirgðum til landsins frá nágrannaríkjum. Lagasetningin um að niðurgreiðslu á eldsneyti skuli hætt var unnin í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með það að markmiði að draga úr fjárlagahalla og skuldum ríkissjóðs. Var hún til þess að verð á dísilolíu hækkaði um 120 prósent í landinu og bensíni um 30 prósent. Alls hafa sjö manns látið lífið og nærri 2.100 særst frá því að mótmælin hófust fyrir um tveimur vikum. Talið er að um fjórðungur íbúa Ekvador séu af frumbyggjaættum og búa í Andesfjöllum og Amasón. Sóttu þúsundir þeirra til höfuðborgarinnar í síðustu viku til að taka þátt í mótmælaaðgerðunum.
Ekvador Tengdar fréttir Ekvadorski herinn vaktar götur höfuðborgarinnar Mikil og hörð mótmæli hafa geisað í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador undanfarna viku vegna hækkandi eldsneytisverðs. Ósáttir Ekvadorar hafa fyllt götur og stræti Quito og hafa ráðist að skrifstofum fjölmiðla og kveiktu í skrifstofu ríkisendurskoðanda Ekvador. 13. október 2019 13:51 Rýma forsetahöllina vegna eldsneytismótmæla Búið er að rýma forsetahöllina í Ekvador og hafa ráðherrar flúið höfuðborgina Quito. Búist er við að þúsundir muni halda til höfuðborgarinnar á morgun til að mótmæla ríkisstjórn landsins og hækkun eldsneytisverðs. 8. október 2019 10:59 Átta lögreglumenn teknir í gíslingu í Ekvador Víðtæk mótmæli standa enn yfir í Ekvador þar sem fólk krefst þess að niðurskurðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði hætt og að forsetinn Lenin Moreno segi af sér. 11. október 2019 08:30 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Ekvadorski herinn vaktar götur höfuðborgarinnar Mikil og hörð mótmæli hafa geisað í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador undanfarna viku vegna hækkandi eldsneytisverðs. Ósáttir Ekvadorar hafa fyllt götur og stræti Quito og hafa ráðist að skrifstofum fjölmiðla og kveiktu í skrifstofu ríkisendurskoðanda Ekvador. 13. október 2019 13:51
Rýma forsetahöllina vegna eldsneytismótmæla Búið er að rýma forsetahöllina í Ekvador og hafa ráðherrar flúið höfuðborgina Quito. Búist er við að þúsundir muni halda til höfuðborgarinnar á morgun til að mótmæla ríkisstjórn landsins og hækkun eldsneytisverðs. 8. október 2019 10:59
Átta lögreglumenn teknir í gíslingu í Ekvador Víðtæk mótmæli standa enn yfir í Ekvador þar sem fólk krefst þess að niðurskurðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði hætt og að forsetinn Lenin Moreno segi af sér. 11. október 2019 08:30