Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2019 10:44 Hundruð mótmælenda lokuðu Via Laietana í miðborg Barcelona til að krefjast frelsis leiðtoga sjálfstæðissinna í morgun. Vísir/EPA Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórnin virði dóm hæstaréttar yfir níu katalónskum stjórnmálamönnum. Langir fangelsisdómar voru kveðnir upp í morgun yfir leiðtogum sjálfstæðissinna vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem héraðsstjórn Katalóníu stóð fyrir í trássi við vilja spænsku ríkisstjórnarinnar og úrskurð stjórnlagadómstóls landsins 1. október árið 2017. Þyngsta dóminn hlaut Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti katalónska héraðsþingsins, þrettán ára fangelsi. Þrír aðrir hluti tólf ára fangelsisdóma og þrír hlutu ellefu og hálfs árs dóma. Tveir til viðbótar hlutu níu ára fangelsisdóma. Stuðningsmenn sjálfstæðis komu saman í Barcelona og fleiri borgum Katalóníu strax eftir að dómarnir lágu fyrir í morgun. Mótmælendur hafa lokað nokkrum götum í miðborg Barcelona, þar á meðal Diagonal-stræti við Passeig de Gracia. Katalónska dagblaðið La Vanguardia segir að samtökin Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið fyrir aðgerðum, ætli að boða næstu skref sín klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Búist er við því að Katalóníutorg verði miðpunktur mótmæla í dag.Sánchez er starfandi forsætisráðherra. Ekki tókst að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarn sem fóru fram í apríl. Kosið verður að nýju í næsta mánuði.Vísir/EPASagði engan lögum ofar Sánchez, starfandi forsætisráðherra, lofaði störf hæstaréttar á blaðamannafundi í morgun. Fullyrti hann að ríkisstjórnin virti dómana og að hún lyti þeim. „Enginn er ofar lögunum,“ sagði Sánchez. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, fordæmdi dómana yfir félögum hans og líkti þeim við voðaverk. Hann hefur verið í útlegð í Belgíu. Junqueras, sem hlaut þyngsta dóminn, segir spænsk yfirvöld vilja rústa lífum, afhöfða stjórnmálaflokka og leiðtoga þeirra og þagga niður í þjóð sem vilji tjá sig í kosningum. „Lýðræði á Spáni er fallið í dag og stjórn þess beitir sér í hefndarskyni vegna þess að hún skilur ekki réttlæti, stjórnmál eða lýðræðislegt ferli,“ sagði leiðtoginn dæmdi.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá frá mótmælum sjálfstæðissinna á Diagonal-stræti í Barcelona í morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórnin virði dóm hæstaréttar yfir níu katalónskum stjórnmálamönnum. Langir fangelsisdómar voru kveðnir upp í morgun yfir leiðtogum sjálfstæðissinna vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem héraðsstjórn Katalóníu stóð fyrir í trássi við vilja spænsku ríkisstjórnarinnar og úrskurð stjórnlagadómstóls landsins 1. október árið 2017. Þyngsta dóminn hlaut Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti katalónska héraðsþingsins, þrettán ára fangelsi. Þrír aðrir hluti tólf ára fangelsisdóma og þrír hlutu ellefu og hálfs árs dóma. Tveir til viðbótar hlutu níu ára fangelsisdóma. Stuðningsmenn sjálfstæðis komu saman í Barcelona og fleiri borgum Katalóníu strax eftir að dómarnir lágu fyrir í morgun. Mótmælendur hafa lokað nokkrum götum í miðborg Barcelona, þar á meðal Diagonal-stræti við Passeig de Gracia. Katalónska dagblaðið La Vanguardia segir að samtökin Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið fyrir aðgerðum, ætli að boða næstu skref sín klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Búist er við því að Katalóníutorg verði miðpunktur mótmæla í dag.Sánchez er starfandi forsætisráðherra. Ekki tókst að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarn sem fóru fram í apríl. Kosið verður að nýju í næsta mánuði.Vísir/EPASagði engan lögum ofar Sánchez, starfandi forsætisráðherra, lofaði störf hæstaréttar á blaðamannafundi í morgun. Fullyrti hann að ríkisstjórnin virti dómana og að hún lyti þeim. „Enginn er ofar lögunum,“ sagði Sánchez. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, fordæmdi dómana yfir félögum hans og líkti þeim við voðaverk. Hann hefur verið í útlegð í Belgíu. Junqueras, sem hlaut þyngsta dóminn, segir spænsk yfirvöld vilja rústa lífum, afhöfða stjórnmálaflokka og leiðtoga þeirra og þagga niður í þjóð sem vilji tjá sig í kosningum. „Lýðræði á Spáni er fallið í dag og stjórn þess beitir sér í hefndarskyni vegna þess að hún skilur ekki réttlæti, stjórnmál eða lýðræðislegt ferli,“ sagði leiðtoginn dæmdi.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá frá mótmælum sjálfstæðissinna á Diagonal-stræti í Barcelona í morgun.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03