Vill stefnumótun um samskipti á íslensku Ari Brynjólfsson skrifar 14. október 2019 06:00 Hjalti segir íslenskuna ekki erfiðari en önnur tungumál. Fréttablaðið/Sigurður „Fordómar í garð þeirra sem tala ekki íslensku hafa aldrei skilað neinum á námskeið til mín, þvert á móti fær fólk verra viðhorf í garð íslenskunnar ef það mætir fordómum,“ segir Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor Fræðslu. Fram kom í helgarviðtali Fréttablaðsins við strætisvagnabílstjóra af erlendu bergi brotna að reglulega geri farþegar athugasemdir við íslenskukunnáttu þeirra og vilji jafnvel ekki eiga í samskiptum við vagnstjóra sem tali ekki íslensku. Strætó BS er meðal fjölmargra fyrirtækja og stofnana sem bjóða starfsfólki sínu upp á íslenskunámskeið hjá Retor. Hjalti segir íslenskuna sjálfa ekki vera vandamál. „Ólíkt því sem margir halda þá er íslenska ekkert erfiðara tungumál en önnur. Víkingunum tókst ekkert að búa til eitthvert tungumál sem er einhver óleysanleg lífsgáta,“ segir Hjalti. „Það er ekkert mál að læra íslensku ef fólk fær sanngjarnt tækifæri til að tala hana. Nemendur okkar kvarta mjög yfir því, þegar þeir eru búnir að leggja hart að sér við að læra íslenskuna, að Íslendingar eru fljótir að skipta yfir í ensku án þess að hafa verið beðnir um það. Hvatinn fer mjög hratt þegar fólk grípur alltaf fyrst í enskuna.“Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor.Retor tekur á móti meira en þúsund nemendum á hverju ári, fólki sem fjárfestir og leggur á sig mikla vinnu við að læra tungumálið. „Íslenska er nánast alltaf krafa þegar fólk vill komast upp um þrep eða koma sér í millistjórnendastöðu.“ Það er ýmislegt sem gefur til kynna að andúð á útlendingum fyrirfinnist víða á Íslandi og er gagnrýni á íslenskukunnáttu ein sterkasta birtingarmynd þess. „Þetta e mjög hávær hópur þó að hann sé lítill. Maður sér fyrir sér að þetta séu um fimm prósent, svo eru önnur fimm sem svara, svo eru níutíu prósent sem vilja bara fá að vita hvaða leið er best til að eiga góð samskipti.“ Hjalti kallar eftir því að stjórnvöld móti stefnu um hvernig Íslendingar eigi almennt að bera sig að í samskiptum. „Stefnuleysið gerir það að verkum að fólk grípur frekar í enskuna. Vistkerfi íslenskunnar er í molum og það verður að hjálpa íslenskunni að komast á réttan stað. Það þekkja allir að tungumálið á undir högg að sækja. Fyrsta skrefið er að gera það að almennri reglu að skipta ekki yfir í ensku þegar báðir aðilar tala íslensku og annar þarf hjálp.“ Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Fordómar í garð þeirra sem tala ekki íslensku hafa aldrei skilað neinum á námskeið til mín, þvert á móti fær fólk verra viðhorf í garð íslenskunnar ef það mætir fordómum,“ segir Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor Fræðslu. Fram kom í helgarviðtali Fréttablaðsins við strætisvagnabílstjóra af erlendu bergi brotna að reglulega geri farþegar athugasemdir við íslenskukunnáttu þeirra og vilji jafnvel ekki eiga í samskiptum við vagnstjóra sem tali ekki íslensku. Strætó BS er meðal fjölmargra fyrirtækja og stofnana sem bjóða starfsfólki sínu upp á íslenskunámskeið hjá Retor. Hjalti segir íslenskuna sjálfa ekki vera vandamál. „Ólíkt því sem margir halda þá er íslenska ekkert erfiðara tungumál en önnur. Víkingunum tókst ekkert að búa til eitthvert tungumál sem er einhver óleysanleg lífsgáta,“ segir Hjalti. „Það er ekkert mál að læra íslensku ef fólk fær sanngjarnt tækifæri til að tala hana. Nemendur okkar kvarta mjög yfir því, þegar þeir eru búnir að leggja hart að sér við að læra íslenskuna, að Íslendingar eru fljótir að skipta yfir í ensku án þess að hafa verið beðnir um það. Hvatinn fer mjög hratt þegar fólk grípur alltaf fyrst í enskuna.“Hjalti Ómarsson, framkvæmdastjóri Retor.Retor tekur á móti meira en þúsund nemendum á hverju ári, fólki sem fjárfestir og leggur á sig mikla vinnu við að læra tungumálið. „Íslenska er nánast alltaf krafa þegar fólk vill komast upp um þrep eða koma sér í millistjórnendastöðu.“ Það er ýmislegt sem gefur til kynna að andúð á útlendingum fyrirfinnist víða á Íslandi og er gagnrýni á íslenskukunnáttu ein sterkasta birtingarmynd þess. „Þetta e mjög hávær hópur þó að hann sé lítill. Maður sér fyrir sér að þetta séu um fimm prósent, svo eru önnur fimm sem svara, svo eru níutíu prósent sem vilja bara fá að vita hvaða leið er best til að eiga góð samskipti.“ Hjalti kallar eftir því að stjórnvöld móti stefnu um hvernig Íslendingar eigi almennt að bera sig að í samskiptum. „Stefnuleysið gerir það að verkum að fólk grípur frekar í enskuna. Vistkerfi íslenskunnar er í molum og það verður að hjálpa íslenskunni að komast á réttan stað. Það þekkja allir að tungumálið á undir högg að sækja. Fyrsta skrefið er að gera það að almennri reglu að skipta ekki yfir í ensku þegar báðir aðilar tala íslensku og annar þarf hjálp.“
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira