Lág laun ófaglærðra kvenna vandamál hjá fleiri sveitarfélögum en Reykjavíkurborg Sylvía Hall skrifar 13. október 2019 23:00 Lilja Alfreðsdóttir og Margrét Tryggvadóttir voru gestir Heimis Más í Víglínunni í dag. Vísir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra og Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar taka undir sjónarmið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um að rétta þurfi stöðu ófaglærðra kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Vandamálið sé hins vegar ekki einungis bundið við Reykjavíkurborg. Í viðtali í Kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Sólveig Anna lítinn skilning vera innan Reykjavíkurborgar á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem væri ríkjandi. Enn er ósamið við þúsundir starfsmanna Reykjavíkurborgar og sagði Sólveig Anna vandann vera uppsafnaðan. Nefndi hún sem dæmi ófaglærða leikskólakennara, sem væru lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir mikið álag.Sjá einnig: Kerfislæg kvenfyrirlitning ríki gagnvart ófaglærðum konum hjá borginni „Þetta er kerfislægt vandamál, ég er algjörlega sammála Sólveigu Önnu um það. Þetta er ekkert sérstakt Reykjavíkurmál. Ófaglærðar kvennastéttir, alveg sama hvort við horfum inn á spítalana, hvort við horfum inn á leikskólanna, sem eru sannarlega í öllum sveitarfélögum landsins nema kannski þeim allra smæstu, skólaliðar í grunnskólum; störf sem eru algjörlega nauðsynleg fyrir okkur öll, því ef þau væru ekki þá lamast allt. Þetta er bara alveg rétt,“ sagði Margrét í viðtali í Víglínunni í dag. Hún sagði stöðuna vera þannig að deildir leikskóla væru heppnar ef einn faglærður starfsmaður væri þar við störf. Staðan væri þannig í næstum öllum sveitarfélögum.Sólveig Anna segir skorta skilning hjá Reykjavíkurborg.Vísir/VilhemLilja tók undir orð Margrétar og sagði þetta vera mikið áhyggjuefni. Þarna væri um að ræða mikilvæga stétt og á síðustu árum væri sífellt verið að auka áherslu á leikskólastigið í kjölfar menntarannsókna. Forysta leikskólakennara væri þó að stíga stór skref í því efla námið. „Við höfum náð núna á tiltölulega stuttum tíma að auka aðsókn í kennaranámið um fimmtíu prósent í Háskóla Íslands. Eitt af því sem við gerum, er að fimmta árið er orðið að starfsnámi. Það er bara viðurkennt og það er gert í samvinnu við skólann og það er mjög erfitt að fara til baka í það að stytta námið, það eru margir sem eru búnir með fimm ára námið og það eru tölur sem sýna alveg fram á það að aðsókn í námið minnkaði verulega, en við erum að vinna með stöðuna og við erum að sjá mikinn árangur af þessum aðgerðum okkar,“ sagði Lilja og bætti við að staðan væri að batna töluvert því áður hefði stefnt í mikinn kennaraskort innan nokkurra ára.Gamaldags viðhorf sem hafi áhrif enn í dag „Ég er sammála því að auðvitað verður staða þessara kvenna sem eru ófaglærðar í samfélaginu okkar að vera þannig að hún sé viðunandi og ég tek bara hjartanlega undir það,“ sagði Lilja. Aðspurðar hvort þetta væri ekki til marks um það viðhorf sem ríkti áður að störf kvenna væru „aukavinna“ þar sem karlinn væri fyrirvinnan sögðu þær svo vel geta verið. „Ég held þetta sé það viðhorf að þetta séu viðbótartekjur heimilisins en staðan er bara ekki þannig, en þetta eru alveg gríðarlega mikilvæg störf og við getum alls ekki án þessara starfskrafta verið og okkur ber siðferðileg skylda að meta þeirra vinnu,“ sagði Margrét og tók Lilja undir það. „Grunnurinn að öllu í okkar samfélagi er auðvitað menntakerfið og heilbrigðiskerfið og þarna starfa auðvitað mjög margir sem eru ófaglærðir og við verðum auðvitað að passa upp á það að skilyrði þeirra séu viðunandi.“ Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra og Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar taka undir sjónarmið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um að rétta þurfi stöðu ófaglærðra kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Vandamálið sé hins vegar ekki einungis bundið við Reykjavíkurborg. Í viðtali í Kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Sólveig Anna lítinn skilning vera innan Reykjavíkurborgar á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem væri ríkjandi. Enn er ósamið við þúsundir starfsmanna Reykjavíkurborgar og sagði Sólveig Anna vandann vera uppsafnaðan. Nefndi hún sem dæmi ófaglærða leikskólakennara, sem væru lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir mikið álag.Sjá einnig: Kerfislæg kvenfyrirlitning ríki gagnvart ófaglærðum konum hjá borginni „Þetta er kerfislægt vandamál, ég er algjörlega sammála Sólveigu Önnu um það. Þetta er ekkert sérstakt Reykjavíkurmál. Ófaglærðar kvennastéttir, alveg sama hvort við horfum inn á spítalana, hvort við horfum inn á leikskólanna, sem eru sannarlega í öllum sveitarfélögum landsins nema kannski þeim allra smæstu, skólaliðar í grunnskólum; störf sem eru algjörlega nauðsynleg fyrir okkur öll, því ef þau væru ekki þá lamast allt. Þetta er bara alveg rétt,“ sagði Margrét í viðtali í Víglínunni í dag. Hún sagði stöðuna vera þannig að deildir leikskóla væru heppnar ef einn faglærður starfsmaður væri þar við störf. Staðan væri þannig í næstum öllum sveitarfélögum.Sólveig Anna segir skorta skilning hjá Reykjavíkurborg.Vísir/VilhemLilja tók undir orð Margrétar og sagði þetta vera mikið áhyggjuefni. Þarna væri um að ræða mikilvæga stétt og á síðustu árum væri sífellt verið að auka áherslu á leikskólastigið í kjölfar menntarannsókna. Forysta leikskólakennara væri þó að stíga stór skref í því efla námið. „Við höfum náð núna á tiltölulega stuttum tíma að auka aðsókn í kennaranámið um fimmtíu prósent í Háskóla Íslands. Eitt af því sem við gerum, er að fimmta árið er orðið að starfsnámi. Það er bara viðurkennt og það er gert í samvinnu við skólann og það er mjög erfitt að fara til baka í það að stytta námið, það eru margir sem eru búnir með fimm ára námið og það eru tölur sem sýna alveg fram á það að aðsókn í námið minnkaði verulega, en við erum að vinna með stöðuna og við erum að sjá mikinn árangur af þessum aðgerðum okkar,“ sagði Lilja og bætti við að staðan væri að batna töluvert því áður hefði stefnt í mikinn kennaraskort innan nokkurra ára.Gamaldags viðhorf sem hafi áhrif enn í dag „Ég er sammála því að auðvitað verður staða þessara kvenna sem eru ófaglærðar í samfélaginu okkar að vera þannig að hún sé viðunandi og ég tek bara hjartanlega undir það,“ sagði Lilja. Aðspurðar hvort þetta væri ekki til marks um það viðhorf sem ríkti áður að störf kvenna væru „aukavinna“ þar sem karlinn væri fyrirvinnan sögðu þær svo vel geta verið. „Ég held þetta sé það viðhorf að þetta séu viðbótartekjur heimilisins en staðan er bara ekki þannig, en þetta eru alveg gríðarlega mikilvæg störf og við getum alls ekki án þessara starfskrafta verið og okkur ber siðferðileg skylda að meta þeirra vinnu,“ sagði Margrét og tók Lilja undir það. „Grunnurinn að öllu í okkar samfélagi er auðvitað menntakerfið og heilbrigðiskerfið og þarna starfa auðvitað mjög margir sem eru ófaglærðir og við verðum auðvitað að passa upp á það að skilyrði þeirra séu viðunandi.“
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sjá meira