Hannes Þór: Eigum að vinna Andorra þrátt fyrir öll meiðslin Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 12. október 2019 12:00 Hannes eftir leikinn í gærkvöldi Vísir/Vilhelm Hannes Halldórsson var góður í marki Íslands gegn Frökkum í gærkvöldi og greip oft vel inn í þegar Frakkar gerðu atlögu að marki Íslendinga. „Ég er sáttur með frammistöðuna en grútsvekktur með úrslitin,“ sagði Hannes í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í gærkvöldi. Hann sagði vörnina hafa haldið vel í leiknum. „Mér fannst það, sérstaklega fram að vítaspyrnunni. Þeir fá engin færi í fyrri hálfleik og ekki fram að vítinu. Mér fannst þessi leikur vera að þróast eins og þessir þegar við höfum verið að sigra þessar stóru þjóðir á heimavelli.“ „Við vorum ekki að gefa nein færi á okkur og það var góður kraftur í okkur og neisti. Þó við værum ekki að skapa mikið þá fengum við sénsa og hálfsénsa og áttum skot í fyrri hálfleik og hornspyrnur sem við hefðum mátt nýta betur. Svo fengu þeir þetta víti og hlutirnir verða aðeins að falla með okkur ef við ætlum að vinna heimsmeistarana. Því miður gerðu þeir það ekki. Við vorum nálægt því að fá eitthvað út úr þessu.“ Hannesi fannst, eins og mörgum leikmönnum Íslands, vítaspyrnudómurinn vera ódýr. „Það var snerting, ég heyrði að það var snerting en ég var að vona að hann myndi láta þetta sleppa. Hann dettur mjög seint. Mér fannst þetta ódýrt en kannski réttmætt, ég veit það ekki.“ Sóknarlega sköpuðu íslensku leikmennirnir ekki mikið gegn þéttu frönsku liði. „Við reyndum okkar besta á móti frábærum varnarmönnum. Strákarnir töluðu um það inni í klefa að þeir gerðu vel í að trufla sóknarmennina okkar, koma sér fyrir allt og koma í veg fyrir að klafsið okkar yrði að einhverjum færum.“ „Mér fannst við hefðum mátt gera aðeins betur í föstum leikatriðum, vera hvassari í spyrnunum og í þessu fáu augnablikum sem við fáum. Við verðum að nýta það gegn Frökkum.“ Tveir leikmenn íslenska liðsins fóru af velli vegna meiðsla í kvöld auk þess sem Aron Einar Gunnarsson fyrirliði er meiddur og frá í nokkurn tíma. „Við megum ekki við miklum skakkaföllum, við erum búnir að missa fyrirliðann og Jóa (Berg Guðmundsson) og Rúnar Má núna. Það er ekki gott en þetta fylgir fótbolta og við verðum að bregðast við því. Við eigum að vinna Andorra þrátt fyrir það.“ Íslenska liðið á enn möguleika í riðlinum en verða að treysta á önnur úrslit svo það geti orðið að veruleika. „Við erum búnir að horfa á þessa stöðu í svolítinn tíma, að það væri líklegast að þetta myndi þróast þannig að ef Frakkarnir vinna sinn leik gegn Tyrkjum þá búum við til úrslitaleik í Tyrklandi með því að vinna Andorra og ég held að það fari þannig.“ „Það er bara að vinna á mánudag og gíra okkur svo í svakalegan slag í nóvember. Við höfum unnið þar áður og nokkrum sinnum á síðustu árum. Við getum tekið þá og höfum fulla trú á því og ætlum að klára þetta.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Hannes Halldórsson var góður í marki Íslands gegn Frökkum í gærkvöldi og greip oft vel inn í þegar Frakkar gerðu atlögu að marki Íslendinga. „Ég er sáttur með frammistöðuna en grútsvekktur með úrslitin,“ sagði Hannes í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í gærkvöldi. Hann sagði vörnina hafa haldið vel í leiknum. „Mér fannst það, sérstaklega fram að vítaspyrnunni. Þeir fá engin færi í fyrri hálfleik og ekki fram að vítinu. Mér fannst þessi leikur vera að þróast eins og þessir þegar við höfum verið að sigra þessar stóru þjóðir á heimavelli.“ „Við vorum ekki að gefa nein færi á okkur og það var góður kraftur í okkur og neisti. Þó við værum ekki að skapa mikið þá fengum við sénsa og hálfsénsa og áttum skot í fyrri hálfleik og hornspyrnur sem við hefðum mátt nýta betur. Svo fengu þeir þetta víti og hlutirnir verða aðeins að falla með okkur ef við ætlum að vinna heimsmeistarana. Því miður gerðu þeir það ekki. Við vorum nálægt því að fá eitthvað út úr þessu.“ Hannesi fannst, eins og mörgum leikmönnum Íslands, vítaspyrnudómurinn vera ódýr. „Það var snerting, ég heyrði að það var snerting en ég var að vona að hann myndi láta þetta sleppa. Hann dettur mjög seint. Mér fannst þetta ódýrt en kannski réttmætt, ég veit það ekki.“ Sóknarlega sköpuðu íslensku leikmennirnir ekki mikið gegn þéttu frönsku liði. „Við reyndum okkar besta á móti frábærum varnarmönnum. Strákarnir töluðu um það inni í klefa að þeir gerðu vel í að trufla sóknarmennina okkar, koma sér fyrir allt og koma í veg fyrir að klafsið okkar yrði að einhverjum færum.“ „Mér fannst við hefðum mátt gera aðeins betur í föstum leikatriðum, vera hvassari í spyrnunum og í þessu fáu augnablikum sem við fáum. Við verðum að nýta það gegn Frökkum.“ Tveir leikmenn íslenska liðsins fóru af velli vegna meiðsla í kvöld auk þess sem Aron Einar Gunnarsson fyrirliði er meiddur og frá í nokkurn tíma. „Við megum ekki við miklum skakkaföllum, við erum búnir að missa fyrirliðann og Jóa (Berg Guðmundsson) og Rúnar Má núna. Það er ekki gott en þetta fylgir fótbolta og við verðum að bregðast við því. Við eigum að vinna Andorra þrátt fyrir það.“ Íslenska liðið á enn möguleika í riðlinum en verða að treysta á önnur úrslit svo það geti orðið að veruleika. „Við erum búnir að horfa á þessa stöðu í svolítinn tíma, að það væri líklegast að þetta myndi þróast þannig að ef Frakkarnir vinna sinn leik gegn Tyrkjum þá búum við til úrslitaleik í Tyrklandi með því að vinna Andorra og ég held að það fari þannig.“ „Það er bara að vinna á mánudag og gíra okkur svo í svakalegan slag í nóvember. Við höfum unnið þar áður og nokkrum sinnum á síðustu árum. Við getum tekið þá og höfum fulla trú á því og ætlum að klára þetta.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn