Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. október 2019 09:45 Japanir búa sig nú undir að Hagibis, öflugasti fellibylur sem sést hefur í Japan í 60 ár, nái landi. Vísir/AP Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. Þrátt fyrir að Hagibis hafi ekki enn náð landi er áhrifa fellibyljarins þegar farið að gæta í Japan og hefur ein manneskja látist vegna þeirra. Flóð eru viðvarandi á nokkrum svæðum í og við Tókýó og þúsundir heimila eru án rafmagns. Í frétt á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að vindstyrkur Hagibis geti náð allt að 50 metrum á sekúndu. Veðurstofa Japans hefur varað við meiri flóðum og skriðufalli vegna veðurofsans. Auk þess hafa japönsk yfirvöld ráðlagt fólki á þeim svæðum sem talin eru í hvað mestri hættu að yfirgefa heimili sín. Flug- og lestarferðum hefur verið aflýst og yfirvöld hafa opnað sérstakar viðbragðsstöðvar þar sem tekið verður á móti þeim sem hafa þurft að hverfa frá heimilum sínum. Eins hafa margar verslanir og verksmiðjur lokað í aðdraganda þess að fellibylurinn nái landi. Íbúar svæðanna sem talið er að muni fara hvað verst út úr ofsaveðrinu hafa á síðustu dögum hamstrað birgðir, að ráði yfirvalda. Það er því fátt sem tekur á móti gestum stórmarkaða í og við Tókýó annað en tómar hillur. Utanríkisráðuneyti Íslands sendi á fimmtudag frá sér tilkynningu vegna Hagibis þar sem íslenskum ríkisborgurum er ráðlagt að fylgjast vel með fréttum og vera vakandi fyrir nýjustu upplýsingum frá japönskum stjórnvöldum um framvindu mála. Japan Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. Þrátt fyrir að Hagibis hafi ekki enn náð landi er áhrifa fellibyljarins þegar farið að gæta í Japan og hefur ein manneskja látist vegna þeirra. Flóð eru viðvarandi á nokkrum svæðum í og við Tókýó og þúsundir heimila eru án rafmagns. Í frétt á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að vindstyrkur Hagibis geti náð allt að 50 metrum á sekúndu. Veðurstofa Japans hefur varað við meiri flóðum og skriðufalli vegna veðurofsans. Auk þess hafa japönsk yfirvöld ráðlagt fólki á þeim svæðum sem talin eru í hvað mestri hættu að yfirgefa heimili sín. Flug- og lestarferðum hefur verið aflýst og yfirvöld hafa opnað sérstakar viðbragðsstöðvar þar sem tekið verður á móti þeim sem hafa þurft að hverfa frá heimilum sínum. Eins hafa margar verslanir og verksmiðjur lokað í aðdraganda þess að fellibylurinn nái landi. Íbúar svæðanna sem talið er að muni fara hvað verst út úr ofsaveðrinu hafa á síðustu dögum hamstrað birgðir, að ráði yfirvalda. Það er því fátt sem tekur á móti gestum stórmarkaða í og við Tókýó annað en tómar hillur. Utanríkisráðuneyti Íslands sendi á fimmtudag frá sér tilkynningu vegna Hagibis þar sem íslenskum ríkisborgurum er ráðlagt að fylgjast vel með fréttum og vera vakandi fyrir nýjustu upplýsingum frá japönskum stjórnvöldum um framvindu mála.
Japan Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira