Móðgaða þjóðin Óttar Guðmundsson skrifar 12. október 2019 13:45 Það er ekki auðvelt að vera uppistandari, greinahöfundur eða skopmyndateiknari þessa dagana. Menn eru sífellt að móðga einhvern sem fer beina leið á netmiðlana og ásakar viðkomandi fyrir rasisma, kvenfyrirlitningu, hommahatur eða afneitun á umhverfisvandanum. Netið hefnir sín síðan grimmilega á hverjum þeim sem ekki fylgir óskráðum leikreglum þess. Ísland á 17du og 18du öld var samfélag óttans. Drauga-, djöfla- og galdratrú var allsráðandi. Kirkjan hélt fólki í heljargreipum enda boðuðu klerkar ofurvald djöfulsins með tilheyrandi gífuryrðum. Öll afbrot voru dauðasyndir og djöfullinn sífellt á sálnaveiðum. Allt sem túlkast gat sem guðlast leiddi til félagslegrar útskúfunar. Í nútímasamfélagi er pólitískt rétt að vera stöðugt móðgaður fyrir hönd ofsóttra minni- og meirihlutahópa. Margir hoppa á vagninn og slást í för með hinum móðguðu á sama hátt og allur almenningur fyrri alda tók þátt í kirkjulegri skoðanakúgun. Þessi tíðarandi réttlátrar reiði gerir grófar svívirðingar og hótanir fullkomlega eðlilegar. Vídalínspostilla er safn gífurmæla til að halda fólki í viðjum óttans. Kommentakerfið er drullupollur skítkasts og illmælgi. Þetta þrengir tjáningarfrelsið enda er einungis ein skoðun leyfileg. Fullkomið húmorleysi er einkenni hinnar pólitískt rétthugsandi þjóðar. Hjónabandsráðgjafar tala oft um jarðsprengjusvæði í samskiptum hjóna sem ræður því hvað má segja (mjög lítið) og hvað má ekki segja (mjög mikið). Á sumum heimilum má einungis tala um veðrið. Íslenska þjóðin siglir inn í veruleika þar sem skoðanalögregla internetsins er búin að svipta stóran hluta hennar lífsgleði og kímnigáfu. Í staðinn er komin hneykslaða og móðgaða þjóðin sem verður leiðinlegri með hverjum deginum sem líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun
Það er ekki auðvelt að vera uppistandari, greinahöfundur eða skopmyndateiknari þessa dagana. Menn eru sífellt að móðga einhvern sem fer beina leið á netmiðlana og ásakar viðkomandi fyrir rasisma, kvenfyrirlitningu, hommahatur eða afneitun á umhverfisvandanum. Netið hefnir sín síðan grimmilega á hverjum þeim sem ekki fylgir óskráðum leikreglum þess. Ísland á 17du og 18du öld var samfélag óttans. Drauga-, djöfla- og galdratrú var allsráðandi. Kirkjan hélt fólki í heljargreipum enda boðuðu klerkar ofurvald djöfulsins með tilheyrandi gífuryrðum. Öll afbrot voru dauðasyndir og djöfullinn sífellt á sálnaveiðum. Allt sem túlkast gat sem guðlast leiddi til félagslegrar útskúfunar. Í nútímasamfélagi er pólitískt rétt að vera stöðugt móðgaður fyrir hönd ofsóttra minni- og meirihlutahópa. Margir hoppa á vagninn og slást í för með hinum móðguðu á sama hátt og allur almenningur fyrri alda tók þátt í kirkjulegri skoðanakúgun. Þessi tíðarandi réttlátrar reiði gerir grófar svívirðingar og hótanir fullkomlega eðlilegar. Vídalínspostilla er safn gífurmæla til að halda fólki í viðjum óttans. Kommentakerfið er drullupollur skítkasts og illmælgi. Þetta þrengir tjáningarfrelsið enda er einungis ein skoðun leyfileg. Fullkomið húmorleysi er einkenni hinnar pólitískt rétthugsandi þjóðar. Hjónabandsráðgjafar tala oft um jarðsprengjusvæði í samskiptum hjóna sem ræður því hvað má segja (mjög lítið) og hvað má ekki segja (mjög mikið). Á sumum heimilum má einungis tala um veðrið. Íslenska þjóðin siglir inn í veruleika þar sem skoðanalögregla internetsins er búin að svipta stóran hluta hennar lífsgleði og kímnigáfu. Í staðinn er komin hneykslaða og móðgaða þjóðin sem verður leiðinlegri með hverjum deginum sem líður.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun