Landsliðsþjálfari Englands, Gareth Southgate, var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna eftir fyrsta tapið í undankeppni stórmóts í 10 ár.
England hefði getað tryggt sér sæti á EM 2020 með sigri á Tékkum en náði því ekki þar sem Tékkarnir fóru með 2-1 sigur í Tékklandi.
„Við höfum fengið mikið af hrósi síðustu ár, en í kvöld stóðum við okkur ekki nógu vel,“ sagði landsliðsþjálfarinn Southgate eftir tapið í gærkvöld.
„Frammistaðan var ekki nógu góð. Það er bara svo einfalt. Mörkin sem við fengum á okkur voru dæmigerð fyrir færin sem við vorum að gefa á okkur.“
„Við verðum að sætta okkur við það að sem heild vorum við ekki nógu góðir. Við reyndum að skipta um leikkerfi og í seinni hálfleik vorum við betri og fengum góð færi til þess að vinna leikinn.“
Harry Kane kom Englandi yfir úr vítaspyrnu eftir fimm mínútur en Tékkar jöfnuðu stuttu seinna. Sigurmarkið gerði Zdenek Ondrasek á loka mínútum leiksins.
„Við gáfum þeim of mikið af góðum færum og misstum boltann of oft frá okkur. Við vissum að við hefðum þurft að vera á fullum krafti til að vinna Tékka og við hefðum átt að vera nógu sterkir til þess að vinna þá,“ sagði Southgate.
England getur tryggt sæti sitt á EM með sigri á Búlgörum á mánudag ef önnur úrslit fara þeim í hag.
Southgate: Eigum að vera nógu sterkir til að vinna Tékka
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn

Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn


