Ósáttur við vítaspyrnudóminn fram að spjalli við Ara Frey Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2019 21:50 Erik Hamrén þarf nú að huga að undirbúningi fyrir leikinn geng Andorra á mánudag. vísir/vilhelm „Ég er stoltur af leikmönnunum og liðinu. Við gerðum allt sem við gátum en ég er auðvitað vonsvikinn að hafa ekki uppskorið fyrir vinnuna og hugrekkið. Stoltur en svekktur, þannig líður mér núna,“ sagði Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, eftir 0-1 tapið gegn Frökkum í undankeppni EM í kvöld. Tap Íslands þýðir að liðið þarf að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og treysta á að Frakkar sigri Tyrki á mánudag. Reyndar hefði staðan verið nákvæmlega sú sama hefði Ísland náð í stig í kvöld fyrst að Tyrkir sigruðu Albaníu með marki á lokamínútunni. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu eftir að Ari Freyr Skúlason braut á Antoine Griezmann. Laugardalsvöllur brjálaðist og töldu flestir að sá franski hefði látið sig falla. „Frá mínu sjónarhorni hélt ég að þetta væri ekki víti. En ég ræddi við Ara og hann sagði mér að þetta hefði verið víti, þótt það hefði ekki litið þannig út þaðan sem ég sat.“ Ari Freyr viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að um vítaspyrnu hefði verið að ræða. Hamrén upplýsti að meiðsli Jóhanns Berg Guðmundssonar, sem fór af velli eftir kortersleik, væru þess eðlis að hann gæti ekki spilað gegn Andorra á Laugardalsvelli á mánudag. Óvíst væri með þátttöku Rúnars Más Sigurjónssonar sem fór meiddur af velli seint í leiknum. Sá sænski taldi íslensku strákana hafa unnið fyrir stigi með frammistöðu sinni í kvöld. Jafntefli hefði í ljósi annarra úrslita ekki gefið liðinu mikið en þó uppskeru fyrir erfiðið, eitthvað sem allir íþróttamenn vilja fá. „Staðan er sú að við þurfum hjálp frá Frökkum,“ sagði Hamrén og á við leik heimsmeistaranna gegn Tyrkjum á mánudag. Birkir Bjarnason var einn besti leimaður Íslands í dag. Virkar í fínu standi þótt hann sé án liðs og hefur verið í undarlega langan tíma. „Birkir er hættur að koma mér á óvart. Hann spilar svo vel með okkur. Jafnvel þótt hann hafi verið án liðs í nokkurn tíma. Hann sýnir gæðin og reynsluna, ástæðu þess að við völdum hann,“ sagði Hamrén. Hann væri þó stoltur af öllum leikmönnum liðsins og það hefði hann sagt þeim. Það væri erfitt að kyngja tapi en þegar fram liðu stundir myndu þeir kannski átta sig á því og vera stoltir af frammistöðunni gegn heimsmeisturunum. Guðlaugur Victor Pálsson byrjaði leikinn nokkuð óvænt í stöðu hægri bakvarðar. Reiknað hafði verið með því að Hjörtur Hermannsson yrði þar líkt og í síðustu leikjum. Hjörtur vermdi hins vegar bekkinn í dag. Hamrén sagði þjálfarteymið hafa velt bæði fyrir sér Guðlaugi Victori og Hirti fyrir landsleikjahléð í júní. Þá hefði Hjörtur fengið sénsinn og staðið sig vel. „Ég vildi sjá Gulla og meta hans gæði. Ég er ánægður með hann líka.“ EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
„Ég er stoltur af leikmönnunum og liðinu. Við gerðum allt sem við gátum en ég er auðvitað vonsvikinn að hafa ekki uppskorið fyrir vinnuna og hugrekkið. Stoltur en svekktur, þannig líður mér núna,“ sagði Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, eftir 0-1 tapið gegn Frökkum í undankeppni EM í kvöld. Tap Íslands þýðir að liðið þarf að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og treysta á að Frakkar sigri Tyrki á mánudag. Reyndar hefði staðan verið nákvæmlega sú sama hefði Ísland náð í stig í kvöld fyrst að Tyrkir sigruðu Albaníu með marki á lokamínútunni. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu eftir að Ari Freyr Skúlason braut á Antoine Griezmann. Laugardalsvöllur brjálaðist og töldu flestir að sá franski hefði látið sig falla. „Frá mínu sjónarhorni hélt ég að þetta væri ekki víti. En ég ræddi við Ara og hann sagði mér að þetta hefði verið víti, þótt það hefði ekki litið þannig út þaðan sem ég sat.“ Ari Freyr viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að um vítaspyrnu hefði verið að ræða. Hamrén upplýsti að meiðsli Jóhanns Berg Guðmundssonar, sem fór af velli eftir kortersleik, væru þess eðlis að hann gæti ekki spilað gegn Andorra á Laugardalsvelli á mánudag. Óvíst væri með þátttöku Rúnars Más Sigurjónssonar sem fór meiddur af velli seint í leiknum. Sá sænski taldi íslensku strákana hafa unnið fyrir stigi með frammistöðu sinni í kvöld. Jafntefli hefði í ljósi annarra úrslita ekki gefið liðinu mikið en þó uppskeru fyrir erfiðið, eitthvað sem allir íþróttamenn vilja fá. „Staðan er sú að við þurfum hjálp frá Frökkum,“ sagði Hamrén og á við leik heimsmeistaranna gegn Tyrkjum á mánudag. Birkir Bjarnason var einn besti leimaður Íslands í dag. Virkar í fínu standi þótt hann sé án liðs og hefur verið í undarlega langan tíma. „Birkir er hættur að koma mér á óvart. Hann spilar svo vel með okkur. Jafnvel þótt hann hafi verið án liðs í nokkurn tíma. Hann sýnir gæðin og reynsluna, ástæðu þess að við völdum hann,“ sagði Hamrén. Hann væri þó stoltur af öllum leikmönnum liðsins og það hefði hann sagt þeim. Það væri erfitt að kyngja tapi en þegar fram liðu stundir myndu þeir kannski átta sig á því og vera stoltir af frammistöðunni gegn heimsmeisturunum. Guðlaugur Victor Pálsson byrjaði leikinn nokkuð óvænt í stöðu hægri bakvarðar. Reiknað hafði verið með því að Hjörtur Hermannsson yrði þar líkt og í síðustu leikjum. Hjörtur vermdi hins vegar bekkinn í dag. Hamrén sagði þjálfarteymið hafa velt bæði fyrir sér Guðlaugi Victori og Hirti fyrir landsleikjahléð í júní. Þá hefði Hjörtur fengið sénsinn og staðið sig vel. „Ég vildi sjá Gulla og meta hans gæði. Ég er ánægður með hann líka.“
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira