Frakkar gera eina breytingu á byrjunarliði sínu sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2020.
N'Golo Kante, miðjumaður Chelsea, meiddist í upphitun franska liðsins á Laugardalsvelli og getur ekki spilað leikinn.
Moussa Sissoko, miðjumaður Tottenham, kemur inn í franska liðið í hans stað.
Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 og er í beinni textalýsingu á Vísi.

