HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2019 17:31 Eyjólfur Guðmundsson, rektor við Háskólann á Akureyri. Háskólinn á Akureyri Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. Háskólaráð hafi svo komist að þeirri niðurstöðu nýlega að pláss í skólanum væri ekki nægjanlegt. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs við HA, segir í samtali við Vísi að um misskilning sé að ræða. Hún ræddi við blaðamann og sendi honum svarbréf sem nemendur í lögreglufræðum fengu sent með umsókn sinni þar sem þeir voru boðnir velkomnir í námið. Þar segir: „Fjöldi nemenda sem halda áfram námi á vormisseri 1. árs (starfsnám) er takmarkaður. (…). Þeir nemar sem komast ekki inn í starfsnám hafa tækifæri til þess að sækja um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs á vormisseri ef námspláss leyfir. Viðkomandi er jafnframt frjálst að reyna aftur að komast inn í starfsnámið seinna.“Bréf sem nemendur fengu sent eftir skráningu.Nemendur í lögreglunáminu sem Vísir ræddi við fyrr í dag vísuðu í bréf sem þeim barst síðastliðið sumar um upplýsingar um námið. Þar var fyrirkomulag námsins útskýrt, meðal annars að takmarkaður fjöldi nema kæmist í starfsnám. „Þeir sem einhverja hluta vegna eru ekki valdir, að því gefnu að þeir standist þau skilyrði er sett eru í lögreglulögum, geta haldið áfram við nám í lögreglufræðum og sótt um aftur að ári liðnu,“ sagði í bréfinu. Einn nemandi segist sömuleiðis hafa fengið þær upplýsingar frá kennurum á nýnemadögum að það mætti halda áfram í bóklegu námi svo lengi sem bóklegar einkunnir stæðust kröfur. Nemendur hafi sumir hverjir gengið frá leigusamningi fram á vor.Stöðug fjölgun hefur orðið á nemendum við Háskólann á Akureyri. Þeim hefur fjölgað um 50 prósent á fimm árum.Katrín segir tilhögun þessa ekki nýja af nálinni og fylgi fordæmi hjúkrunarfræðinnar þar sem einungis 55 nemar komast áfram á vormisseri eftir samkeppnispróf um áramót. Það sama gildi um sálfræðina þar sem 85 komast áfram á vormisseri. Hægt hafi verið að sækja um 180 ECTS eininga BA nám í lögreglu- og löggæslufræðum við HA á árunum 2017/18 og 2018/19. Fyrir innritun 2019/20 hafi hins vegar verið hætt með BA námið og það aðeins aðgengilegt fyrir þá sem lokið höfðu diplómagráðunni og þar með talið starfsnáminu hjá MSL. „Ástæðan fyrir því að hætt var með BA námið var að samningur menntamálaráðuneytisins og HA um nám í lögreglufræðum dekkaði aðeins diplómanámið. HA hafði því á eigin kostnað boðið upp á BA námið, sem greip þá sem ekki komust áfram út af fjöldatakmörkunum í starfsnámið. Vegna mikillar aðsóknar í HA í heild sinni þurfti því að bregðast við og var meðal annarra aðgerða BA námið aðeins gert aðgengilegt þeim sem lokið hafa diplómanámi fyrir verðandi og starfandi lögreglumenn. Samtímis var farið í víðtækar aðgangstakmarkanir í HA og loks ákvörðun háskólaráðs að nemendur sem ekki komast í gegnum fjöldatakmarkanir geti skráð sig í annað nám.“ Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. Háskólaráð hafi svo komist að þeirri niðurstöðu nýlega að pláss í skólanum væri ekki nægjanlegt. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs við HA, segir í samtali við Vísi að um misskilning sé að ræða. Hún ræddi við blaðamann og sendi honum svarbréf sem nemendur í lögreglufræðum fengu sent með umsókn sinni þar sem þeir voru boðnir velkomnir í námið. Þar segir: „Fjöldi nemenda sem halda áfram námi á vormisseri 1. árs (starfsnám) er takmarkaður. (…). Þeir nemar sem komast ekki inn í starfsnám hafa tækifæri til þess að sækja um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs á vormisseri ef námspláss leyfir. Viðkomandi er jafnframt frjálst að reyna aftur að komast inn í starfsnámið seinna.“Bréf sem nemendur fengu sent eftir skráningu.Nemendur í lögreglunáminu sem Vísir ræddi við fyrr í dag vísuðu í bréf sem þeim barst síðastliðið sumar um upplýsingar um námið. Þar var fyrirkomulag námsins útskýrt, meðal annars að takmarkaður fjöldi nema kæmist í starfsnám. „Þeir sem einhverja hluta vegna eru ekki valdir, að því gefnu að þeir standist þau skilyrði er sett eru í lögreglulögum, geta haldið áfram við nám í lögreglufræðum og sótt um aftur að ári liðnu,“ sagði í bréfinu. Einn nemandi segist sömuleiðis hafa fengið þær upplýsingar frá kennurum á nýnemadögum að það mætti halda áfram í bóklegu námi svo lengi sem bóklegar einkunnir stæðust kröfur. Nemendur hafi sumir hverjir gengið frá leigusamningi fram á vor.Stöðug fjölgun hefur orðið á nemendum við Háskólann á Akureyri. Þeim hefur fjölgað um 50 prósent á fimm árum.Katrín segir tilhögun þessa ekki nýja af nálinni og fylgi fordæmi hjúkrunarfræðinnar þar sem einungis 55 nemar komast áfram á vormisseri eftir samkeppnispróf um áramót. Það sama gildi um sálfræðina þar sem 85 komast áfram á vormisseri. Hægt hafi verið að sækja um 180 ECTS eininga BA nám í lögreglu- og löggæslufræðum við HA á árunum 2017/18 og 2018/19. Fyrir innritun 2019/20 hafi hins vegar verið hætt með BA námið og það aðeins aðgengilegt fyrir þá sem lokið höfðu diplómagráðunni og þar með talið starfsnáminu hjá MSL. „Ástæðan fyrir því að hætt var með BA námið var að samningur menntamálaráðuneytisins og HA um nám í lögreglufræðum dekkaði aðeins diplómanámið. HA hafði því á eigin kostnað boðið upp á BA námið, sem greip þá sem ekki komust áfram út af fjöldatakmörkunum í starfsnámið. Vegna mikillar aðsóknar í HA í heild sinni þurfti því að bregðast við og var meðal annarra aðgerða BA námið aðeins gert aðgengilegt þeim sem lokið hafa diplómanámi fyrir verðandi og starfandi lögreglumenn. Samtímis var farið í víðtækar aðgangstakmarkanir í HA og loks ákvörðun háskólaráðs að nemendur sem ekki komast í gegnum fjöldatakmarkanir geti skráð sig í annað nám.“
Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira