Stútfullir matarstampar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 11. október 2019 14:31 Mun meiri matarsóun er í íslenskum grunnskólum en í nágrannalöndunum samkvæmt rannsókn sem kynnt var á Menntaviku Háskóla Íslands nýlega. Þá er matur barnanna einsleitari hér en í nágrannalöndum okkar. Samt sem áður vill meirihlutinn í borgarstjórn draga úr dýraafurðum sem mun stuðla að enn einsleitari mat. Það eru ekki ný tíðindi að börn vilji ekki mikið af grófmeti sem dæmi. Sé börnum skammtað mikið af mat sem þau vilja ekki fer hann í ruslið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að skóla- og frístundaráð setjist niður með skólastjórnendum og matráðum skóla í því skyni að finna leiðir til að draga úr matarsóun. Matarsóun er vandamál með marga snertifleti. Eftir því sem matarsóun er meiri þá felur það í sér að fjármunir borgarinnar eru illa nýttir við innkaup matvæla. Þá gefur mikil matarsóun það einnig til kynna að rekstur mötuneyta sé illa skipulagður og að betur megi fara. Matarsóun leiðir til aukins úrgangs og tilheyrandi kostnaðaraukningu við sorphirðu, endurvinnslu og urðun svo ekki sé minnst á kolefnisfótsporið. Ýmis skref er hægt að taka til að stemma stigu við matarsóun í grunnskólum borgarinnar. Sterkar vísbendingar eru fyrir því að það sé hagstæðara að bjóða út rekstur mötuneyta grunnskólanna. Einnig skiptir máltíðaval miklu máli. Aukin fjölbreytni máltíða og aukin gæði eru til þess fallin að vinna gegn matarsóun. Mikilvægt er að hafa nemendur með í ráðum ef vinna á gegn matarsóun. Hægt er að setja af stað verkefni í skólum, eins og dæmi eru um, þar sem nemendur eru hvattir til að fleygja sem minnst af mat, fá að skammta sér sjálfir á diskinn og vigta síðan hversu mikið af mat þeir henda. Börn hafa almennt séð gaman af verkefnum af þessu tagi þar sem þau sjá mælanlegan ávinning af eigin framlagi. Það er okkar skylda að gefa börnum í Reykjavík tækifæri til að vinna í umhverfismálum í ríkari mæli. Þessi mál varða framtíð barnanna. Ef þau fá tækifæri til að koma með eigin tillögur og vinna að þeim er líklegt að þau beiti sér enn frekar fyrir málstaðnum. Barni sem þykir maturinn góður, fær að skammta sér sjálft, fær nægan tíma og næði til að borða er líklegt til að klára af disknum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Mun meiri matarsóun er í íslenskum grunnskólum en í nágrannalöndunum samkvæmt rannsókn sem kynnt var á Menntaviku Háskóla Íslands nýlega. Þá er matur barnanna einsleitari hér en í nágrannalöndum okkar. Samt sem áður vill meirihlutinn í borgarstjórn draga úr dýraafurðum sem mun stuðla að enn einsleitari mat. Það eru ekki ný tíðindi að börn vilji ekki mikið af grófmeti sem dæmi. Sé börnum skammtað mikið af mat sem þau vilja ekki fer hann í ruslið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að skóla- og frístundaráð setjist niður með skólastjórnendum og matráðum skóla í því skyni að finna leiðir til að draga úr matarsóun. Matarsóun er vandamál með marga snertifleti. Eftir því sem matarsóun er meiri þá felur það í sér að fjármunir borgarinnar eru illa nýttir við innkaup matvæla. Þá gefur mikil matarsóun það einnig til kynna að rekstur mötuneyta sé illa skipulagður og að betur megi fara. Matarsóun leiðir til aukins úrgangs og tilheyrandi kostnaðaraukningu við sorphirðu, endurvinnslu og urðun svo ekki sé minnst á kolefnisfótsporið. Ýmis skref er hægt að taka til að stemma stigu við matarsóun í grunnskólum borgarinnar. Sterkar vísbendingar eru fyrir því að það sé hagstæðara að bjóða út rekstur mötuneyta grunnskólanna. Einnig skiptir máltíðaval miklu máli. Aukin fjölbreytni máltíða og aukin gæði eru til þess fallin að vinna gegn matarsóun. Mikilvægt er að hafa nemendur með í ráðum ef vinna á gegn matarsóun. Hægt er að setja af stað verkefni í skólum, eins og dæmi eru um, þar sem nemendur eru hvattir til að fleygja sem minnst af mat, fá að skammta sér sjálfir á diskinn og vigta síðan hversu mikið af mat þeir henda. Börn hafa almennt séð gaman af verkefnum af þessu tagi þar sem þau sjá mælanlegan ávinning af eigin framlagi. Það er okkar skylda að gefa börnum í Reykjavík tækifæri til að vinna í umhverfismálum í ríkari mæli. Þessi mál varða framtíð barnanna. Ef þau fá tækifæri til að koma með eigin tillögur og vinna að þeim er líklegt að þau beiti sér enn frekar fyrir málstaðnum. Barni sem þykir maturinn góður, fær að skammta sér sjálft, fær nægan tíma og næði til að borða er líklegt til að klára af disknum sínum.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun