Það er heldur betur farið að styttast í stórleik Íslands og Frakklands en hann fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti leikur þjóðanna á vellinum síðan í 1-1 leiknum fræga árið 1998. Margir sjá fyrir sér að strákarnir endurtaki þann leik í kvöld.
Mikið hefur verið spáð og spekúlerað í byrjunarliðið. Aron Einar Gunnarsson er meiddur og svo eru tveir leikmenn í hópnum - Emil Hallfreðsson og Birkir Bjarnason - sem eru án félags.
Vísir hefur rýnt vel í málið og spáir því að liðið í kvöld verði svona. Rúnar Már kemur inn fyrir Birki Bjarna en Emil mun leysa Aron Einar af á miðjunni. Jóhann Berg kemur svo aftur í sína stöðu út á kanti.
Í framlínunni verða Kolbeinn og Jón Daði. Alfreð Finnbogason verður því að gera sér að góðu að byrja á bekknum samkvæmt spá okkar.
Byrjunarliðið samkvæmt Vísi:
Markvörður:
Hannes Þór Halldórsson
Varnarmenn:
Hjörtur Hermannsson
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Ari Freyr Skúlason
Miðjumenn:
Rúnar Már S Sigurjónsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Emil Hallfreðsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Sóknarmenn:
Jón Daði Böðvarsson
Kolbeinn Sigþórsson
Spá Vísis: Kolbeinn frammi og Emil á miðjunni

Tengdar fréttir

Hamrén: Getum ekki bara legið í vörn
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, undirbýr lið sitt nú fyrir verðugt verkefni þar sem Heimsmeistarar Frakklands eru næsti andstæðingur Íslands í undankeppni EM 2020.

Strákarnir okkar heimsóttu Grensásdeild Landspítalans
Íslensku landsliðsmennirnir Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson tóku sér örstutta pásu frá undirbúningi fyrir stórleik dagsins

Svona var blaðamannafundur Hamren og Gylfa
Á morgun mæta heimsmeistarar Frakklands á Laugardalsvöllinn og spila gegn strákunum okkar í íslenska landsliðinu.